Íþróttir

Tveir sigrar gegn Hamri

Kvennalið Tindastóls gerði góða ferð í Hveragerði um helgina en stelpurnar léku tvo leiki við heimastúlkur í Hamri og gerðu sér lítið fyrir og sigraði þá báða. Að loknum sjö umferðum er lið Tindastóls í fimmta sæti 1. deildar með sex stig, jafn mörg og lið Þórs frá Akureyri sem hefur leikið fimm leikið fjóra leiki.
Meira

Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu

ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira

Íþróttamaður USVH 2018

Stjórn Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2018. Í samræmi við 1. grein reglugerðar um íþróttamann USVH er óskað eftir sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2018.
Meira

Enn golfað á Króknum

Veðrið hefur leikið við hvert andlit á Norðurlandi undanfarið og notuðu golfarar á Sauðárkróki sér blíðuna í gær og brugðu sér í hádegisgolf á Hlíðarendavelli. Þar var 8 gráðu hiti og stafalogn.
Meira

Veisla í Mathúsi Garðabæjar höllinni

Tindastólsmenn buðu stuðningsmönnum sínum upp á létta veislu í Mathús Garðabæjar höllinni í gærkvöldi. Þar mættust þau tvö lið sem spáð hafði verið tveimur efstu sætunum fyrir tímabilið, Stjarnan og Tindastóll, og er skemmst frá því að segja að Stólarnir tættu forréttinn í sig og Garðbæingar voru aldrei nálægt því að komast með tærnar þar sem Tindastólsmenn höfðu hælana við þetta hlaðborð. Eins og góðum gestum sæmir þá gáfu Stjólarnir heimamönnum nokkra bita af eftirréttinum þannig að lokatölurnar voru ekki verulega meiðandi, 69–78 fyrir Tindastól, sem situr nú í efsta sæti Dominos-deildarinnar ásamt Keflvíkingum og Njarðvíkingum.
Meira

Þórsarar með grobbréttinn á Norðurlandi

Kvennalið Tindastóls og Þórs mættust í Síðuskóla á Akureyri í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta og var leikurinn byggður upp sem baráttan um Norðurlandið. Stólastúlkur höfðu unnið báða leiki sína gegn Þórsliðinu á undirbúningstímabilinu en þær urðu að sætta sig við ósigur í gær eftir mikinn baráttuleik. Lokatölur reyndust 72-65 fyrir Þórsstúlkur og þær geta því grobbast á kostnað Stólanna fram að næsta leik í það minnsta.
Meira

Yngvi Magnús Borgþórsson þjálfar mfl. Tindastól

Tindastóll hefur ráðið Yngva Magnús Borgþórsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Yngvi þjálfaði Skallagrím sl. sumar og kom liðinu upp úr 4. deildinni á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Áður hafði Yngvi þjálfað lið Einherja í 3.deild.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 2. sæti

Um nýliðna helgi fór fram fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga 2018-19, í Rimaskóla, í Reykjavík og sendi Skákfélag Sauðárkróks sveit til keppni í 3. deild. Fyrsta umferð fór fram á föstudagskvöldið og mætti skagfirska sveitin B sveit Vinaskákfélagsins og vann 5-1.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks á Íslandsmót Skákfélaga

Nú um helgina fer fram fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, í Rimaskóla í Grafarvogi. Skákfélag Sauðárkróks sendir lið til keppni í þriðju deild og er fyrsta umferðin í kvöld kl 20.00.
Meira

Karaktersigur í háspennuleik gegn endurfæddum Grindvíkingum

Það var háspenna í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Grindavík mættust í sjöttu umferð Dominos-deildarinnar. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru hreinlega mjög flottir en Tindastólsmenn mættu til leiks með grjótharða vörn í síðari hálfleik þar sem Viðar klíndi sig á Lewis Clinch Jr. Síðustu mínútur voru síðan æsispennandi þar sem nokkrir dómar duttu með gestunum. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að þetta væri þriðji eða fjórði leikurinn í röð sem hans menn tapa í Síkinu á síðustu sókn leiksins og var að vonum svekktur. Lokatölur 71-70 fyrir Tindastól.
Meira