Jafntefli gegn liði Fjarðabyggðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.07.2019
kl. 12.55
Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í gær í 13. umferð 2. deildar karla og var leikið á lifandi grasi á Króknum. Lið Tindastóls þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér á ról í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í deildinni. Því miður hafðist það ekki þar sem liðin skildu jöfn en engu að síður var margt jákvætt í leik Stólanna og vonandi heldur liðið áfram að stíga upp. Lokatölur voru 2-2 eftir fjöruga viðureign.
Meira