Íþróttir

Stelpurnar mæta Fjölni í Síkinu í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld kl. 18:00 í 1. deildinni þegar Fjölnisstúlkur mæta í heimsókn. Stelpurnar hafa spilað nokkra æfingaleiki síðustu vikur og gengið vel, unnu alla nema einn, en nú tekur alvaran við.
Meira

Keflvíkingar reyndust sterkari í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í 1. umferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Óhætt er að fullyrða að talsverð eftirvænting hafi verið hjá stuðningsmönnum Tindastóls að sjá mikið breytt lið sitt mæta til leiks en því miður var fátt sem gladdi augað að þessu sinni. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og frábær byrjun gestanna í síðari hálfleik reyndist of stór biti fyrir lið Tindastóls sem gerði þó sitt besta til að halda spennu í leiknum. Sigur Keflvíkinga var þó sanngjarn en lokatölur voru 77-86.
Meira

Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli.
Meira

Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.
Meira

Tveir Norðurlandsmeistarar hjá GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur verið öflugur í starfi sínu í sumar og eignaðist m.a. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri. Á heimasíðu GSS kemur fram að úrslit í holukeppni Golfklúbbs Sauðárkróks hafi ráðist í lok ágúst og varð Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019 en hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur.
Meira

Stólarnir kvöddu 2. deildina með vissum stæl

Síðasta umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í gær og liðsmenn Tindastóls fengu það strembna verkefni, löngu fallnir, að skjótast á Ísafjörð þar sem Bjarni Jóh og lærisveinar hans í Vestra þurftu sigur til að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Það er skemmst frá því að segja að lið Tindastóls tapaði leiknum með miklum myndarbrag og stakk sér þar með ofan í þriðju deild með stæl. Lokatölur voru 7-0 fyrir Vestra.
Meira

Frábær sigur á Skagastúlkum dugði ekki fyrir sæti í Pepsi Max-deildinni

Stærsti leikurinn í sögu fótboltans á Króknum fór fram í kvöld en þá spiluðu Stólastúlkur síðasta leik sumarsins í Inkasso-deildinni og voru enn í möguleika með að komast upp í efstu deild. Þrátt fyrir dramatískan sigur á liði ÍA komst liðið þó ekki upp í deild hinna bestu því FH vann nauman 1-0 sigur á liði Aftureldingar og tryggðu sér því annað sætið í Inkasso. Lokatölurnar á Króknum voru hins vegar 4-1 og Murielle Tiernan tryggði sér markakóngstitilinn með því að skora tvö markanna.
Meira

Stærsti fótboltaleikurinn í sögu Tindastóls í kvöld

Síðasta umferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er þetta í fyrsta sinn í sögu Tindastóls sem meistaraflokkslið félagsins á möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild í lokaumferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Króknum, hefst kl. 19:15, og eru stuðningsmenn Stólastúlkna hvattir til að fjölmenna. Frítt er á völlinn í boði Þórðar Hansen ehf.
Meira

Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ

Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Meira

Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.
Meira