Yngvi Magnús Borgþórsson hættur hjá Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.07.2019
kl. 11.14
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Í tilkynningu sem stjórn deildar sendi frá sér kemur fram að Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, muni taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.
Meira
