Íþróttir

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Meira

Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira

Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16.
Meira

Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.
Meira

Skagfirðingur í körfuboltalandsliðinu

Nú er ljóst að enginn Stólamaður fer með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta er það mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Pétur Rúnar Birgisson var í 15 manna æfingahópi en var kroppaður burt í lokaniðurskurði ásamt Kristni Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. Einn Skagfirðingur er þó í liðinu.
Meira

Nýr formaður og stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldinn í síðustu viku. Þar var m.a. kjörin ný stjórn og formaður og ákveðið var að koma kvennaliði meistaraflokks í gang fyrir næsta tímabil.
Meira

Stólastúlkur með 5-0 sigur á Einherja

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú stig í gær með 5-0 sigri á Einherja frá Vopnafirði. Murielle Tiernan skoraði þrennu og Krista Sól Nielsen skoraði tvö. Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér þriðja sæti deildarinnar með 9 stig meðan Fjarðab/Höttur/Leiknir gerði jafntefli og sitja því sæti neðar með 7 stig.
Meira

Tindastóll og Leiknir skiptu stigunum á milli sín

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Leiknis Fáskrúðsfirði í 8. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á gervigrasvellinum á Króknum og varð úr hinn mesti baráttuleikur sem á köflum var ansi líflegur. Leiknismenn voru yfir í leikhléi en Stólarnir komu fjallbrattir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 2-2.
Meira

Í fótbolta er gaman

Það er óhætt að fullyrða að landinn sé heltekinn af fótboltahita þessa dagana en eins og allir vita er íslenska landsliðið á HM í Rússlandi og spila þar einmitt í dag sinn annan leik. Það verður líka nóg af fótbolta á Króknum um helgina en þá fer Landsbankamótið fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og nú fyrr í vikunni var samæfing yngri flokka Tindastóls, Smára og Neista á nýja gervigrasvellinum.
Meira