KS vill kaupa skagfirsk listaverk
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
18.01.2016
kl. 09.33
Stjórn Menningarsjóðs KS hefur tekið þá ákvörðun að stofna til sérstaks framlags til kaupa á listaverkum sem tengjast Skagafirði, eftir listamenn sem eru frá Skagafirði eða tengdir firðinum á einhvern hátt. Kaupfélagið hefur keypt nokkur verk í gegnum tíðina, m.a. eftir Jóhannes Geir, Elías, Sossu o.fl. og segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs KS, áhuga hjá félaginu að eignast fleiri verk.
Meira