Mannlíf

Sviðsframkoma í Gúttó endurvakin í kvöld

Í tilefni af útgáfu ljóðbókar Skarphéðins Ásbjörnssonar „Rökkur“, verður sviðsframkoma í Gúttó endurvakin og boðið upp á ljóð, tóna og myndlist í kvöld. Skarphéðinn mun lesa úr bókinni, Gillon mun flytja nokkur lög sem og Þórólfur Stefánsson gítarleikari sem gæla mun við klassíska strengi. Dagskrá hefst kl. 20:30 og stendur yfir í rúma klukkustund.
Meira

Frítt inn á Minjahúsið á Sauðárkróki í sumar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á dögunum tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þess efnis að aðgangur að Minjahúsi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki verði ókeypis í sumar.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt árlega og sívinsæla kaffihlaðborð á þjóðhátíðardaginn 17. júní frá klukkan 14 til 17 í Skagabúð. Verð er 1.700 krónur fyrir 13 ára og eldri og 1.200 krónur fyrir börn 7 til 12 ára. „Gleðjumst saman í þjóðhátíðarstemningu, hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í auglýsingu frá kvenfélaginu.
Meira

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Hefðbundin skrúðganga verður farin frá SAH Afurðum að Félagsheimilinu og hefst hún klukkan 13:30. Síðan verður hátíðardagskrá á Bæjartorgi með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Hátíðarhöld í Skagafirði á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur um allt land á morgun og ýmislegt um að vera á Norðurlandi vestra í tilefni dagsins. Eftirfarandi er dagskráin í Skagafirði.
Meira

Ben Stiller hreifst af Grettissögu í Drangeyjarferð

Leikarinn góðkunni og Íslandsvinurinn Ben Stiller var staddur á landinu á dögunum. Á meðan á dvöl hans stóð fór hann í siglingu með Drangeyjarferðum út í Drangey í Skagafirði síðastliðinn laugardag. „Hann fékk alveg frábært veður, útsýni yfir allan fjörðinn og sá nóg af lunda - þetta var mjög skemmtileg ferð,“ sagði Helgi Rafn Viggósson hjá Drangeyjarferðum, eða Drangey Tours, í samtali við Feyki.
Meira

Jónsmessudagskráin hefst á fimmtudaginn

Dagskrár Jónsmessuhátíðarinnar á Hofsósi hefst á fimmtudagskvöldið með formlegri opnun á myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Á föstudaginn og laugardaginn verður svo fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Fjölskylduhátíð harmónikuunnenda í Skagafirði

Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skagafirði hefur verið haldin um árabil, fyrst í Húnaveri þar sem félagið var lengi í samvinnu við Húnvetninga. Nú heldur Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði hana öðru sinni á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, helgina 24.-26. júní næstkomandi en þar er aðstaða fyrir gesti hin glæsilegasta.
Meira

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Hard Wok í umfjöllum Moggans um matarferðamennsku

Veitingastaðurinn Hard Wok er einn nokkurra veitingastaða á landinu sem fjallað er um í umfjöllum Morgunblaðsins í gær um matarferðamennsku. Þar er saga staðarins rakin og sagt frá vaxandi vinsælum hans og Íspinnagerðinni Frís sem er rekin samhliða Hard Wok.
Meira