Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 123: Unnur Valborg

Nafn: Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Gift Alfreð Alfreðssyni húsasmíðameistara, við eigum saman Guðna Þór (f. 2011) og Birtu Ögn (f. 2013). Fyrir átti ég Myrkva Þór (f. 1997) Búseta: Í Valhöll og Sólgarði á Hvammstanga. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Hilmar Hjartarson frá Hvammstanga og Aðalheiður Gunnarsdóttir frá Laxárdal í Hrútafirði. Ég er alin upp á Hvammstanga til 9 ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur, í Árbæinn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Æ ég gleymdi því!
Meira

Rabb-a-babb 122: Gísli Þór

Nafn: Gísli Þór Ólafsson. Árgangur: 1979. Búseta: Sauðárkrókur, Hlíðarhverfi. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Ólafs Þorbergssonar (Óla Begga) og Guðrúnar Kristínar Sæmundsdóttur. Var fyrsta hálfa árið á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, svo á Víðigrundinni og uppúr því á Skagfirðingabrautinni. Um þriggja ára aldur flutti ég í Eskihlíðina og ólst þar upp í sömu götu og Andri. Fyrir um 20 árum var svo flutt í Raftahlíðina.
Meira

Rabb-a-babb 121: Ásta Pálma

Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir. Árgangur: 1964. Fjölskylduhagir: Gift Þór Jónssyni og eigum við þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma. Búseta: Sauðárkrókur. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum og Pálma Friðrikssonar frá Svaðastöðum. Ég er alin upp í Grundarfirði að 6 ára aldri og á Sauðárkróki eftir það.
Meira

Rabb-a-babb 120: Íris Olga

Nafn: Íris Olga Lúðvíksdóttir. Árgangur: 1968. Fjölskylduhagir:Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í fjórða barni. Búseta: Flatatungu, Akrahrepp. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum. Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.
Meira

Rabb-a-babb 119: Aldís Olga

Nafn: Aldís Olga Jóhannesdóttir. Árgangur: 1976. Fjölskylduhagir: Frábærir. Búseta: Hvammstangi. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Jóhannesar R. Jóhannessonar (Nanna) og Kristbjargar Sigurnýasdóttur. Uppalin í Húnaþingi vestra, á Hvammstanga að langmestu.
Meira

Rabb-a-babb 118: Auðunn Sig

Nafn: Auðunn Steinn Sigurðsson. Árgangur: 1966. Fjölskylduhagir: Eiginkona Magdalena Berglind Björnsdóttir, sonur Kristófer Skúli 18 áraog dætur Margret Rún 15 ára og Jóhanna Björk 11 ára. Búseta: Bý á Blönduósi. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir eru Sigurður Kr. Jónsson og Guðrún Ingimarsdóttir og ég er fæddur og uppalinn á Blönduósi.
Meira

Rabb-a-babb 117: Helgi Thor

Nafn: Helgi Þór Thorarensen. Árgangur: 1956, sá albesti. Fjölskylduhagir: Giftur sömu stórkostlegu konunni í nærri 40 ár og á tvö frábær uppkomin börn. Búseta: Hagi í Hjaltadal. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Sonur Jóu og Siffa, þriðju kynslóðar Skerfirðingur, næstum því eins hreinræktaður og sr. Sólveig Lára.
Meira

Rabb-a-babb 116: Elísabet Sig

Nafn: Elísabet Sigurðardóttir. Árgangur: 1974. Fjölskylduhagir: Gift Halldóri Þorleifs Stefánssyni frá Laugamýri í Lýtingstaðahreppi. Við eigum þrjú börn, Nínu Margréti 13 ára, Sigurð Hákon 8 ára og Magnús Pálma 6 ára. Búseta: Undanfarin 13 ár í Luxemborg, hjarta Evrópu, eins og heimamenn kalla það. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Sigurðar Ágústssonar, fyrrum Rafveitustjóra á Sauðárkróki og Önnu Rósu Skarphéðinsdóttir, fyrrum heimilisfræðikennara við Árskóla. Æskuheimilið er á Hólaveginum þar sem stutt var yfir til Erlings eða í Verslunina Tindastól, eins og hún hét, þar sem Silló stóð vaktina.
Meira

Rabb-a-babb 115: Rakel Runólfs

Nafn: Rakel Runólfsdóttir. Árgangur: 1978. Fjölskylduhagir: Gift Kára Bragasyni, saman eigum við Aron Óla 12 ára og Ara Karl 5 ára, ég átti áður Karen Ástu 17 ára og svo á ég stjúpsoninn Dag Smára 16 ára. Búseta: Hvammstangi. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er fædd og uppalin á Siglufirði þar sem hjartað slær. Er dóttir Óla Birgis (Bigga Run) og Fríðu Alexanders.
Meira

Rabb-a-babb 114: Haukur Þórðar

Nafn: Haukur Þórðarson. Árgangur: 1968. Búseta: Borgarnes. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur hjónanna Þórðar Stefánssonar frá Hrafnhóli í Hjaltadal og Rósu Bergsdóttur frá Nautabúi í Hjaltadal. Bjuggum fyrstu æviár mín að Hofi í Hjaltadal en fluttum síðan út í Marbæli í Óslandshlíð.
Meira