Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 129: Raggý

Nafn: Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir, a.k.a Raggý. Árgangur: 1978. Fjölskylduhagir: Gift Ómari Helga Svavarssyni húsasmíðameistara og dóttir okkar er Lilja Bergdís. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? Hef einu sinni tekið karókí flipp og þá varð fyrir valinu How Deep is Your Love með Bee Gees og ég einfaldlega brilleraði þarna sko. Verst að það var enginn að taka þetta upp og snaptjatt var ekki komið til sögunnar.
Meira

Rabb-a-babb 128: Atli Fannar

Nafn: Atli Fannar Bjarkason. Árgangur: 1984. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Lilju Kristjánsdóttur laganema og megaskutlu. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Fæddur á Sauðárkróki. Mamma heitir Helga Haraldsdóttir og býr á Sjávarborg og pabbi heitir Bjarki Hrafn Ólafsson. Hann vann einu sinni í mjólkurbúinu á Króknum. Besti ilmurinn? Nýbakaðar smákökur, nýslegið gras og auðvitað lyktin af sigri.
Meira

Rabb-a-babb 127: Sigrún Fossberg

Nafn: Sigrún Fossberg Arnardóttir. Árgangur: 1975 eða 1875, er ekki viss. Fjölskylduhagir: Gift honum Magga mínum í bráðum 25 ár og eigum við 3 afleggjara þau Sigurvin Örn (20) , Kristrúnu Maríu (17) og Halldóru Hebu (11). Búseta: Hólmagrundin góða í firðinum fagra. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Svona er lífið á Læk. Er sennilega ofnotað enda þekki ég engan á Læk.
Meira

Rabb-a-babb 126: Álfheiður

Nafn: Álfheiður Ástvaldsdóttir. Árgangur: 70 árgangurinn, mikill fyrirmyndarárgangur! Fjölskylduhagir: Er gift Halldóri Birni Halldórssyni og á með honum strákana Dag sem er 15 ára og Egil sem er 10 ára. Búseta: Hef búið í Stokkhólmi meira og minna síðastliðin 13 ár. Hver er elsta minningin sem þú átt? Að standa niðri í fjöru með ömmu Öllu, neðan við Björkina, og láta sjóinn flæða að stígvélunum.
Meira

Rabb-a-babb 125: Engilráð

Nafn: Engilráð Margrét Sigurðardóttir. Árgangur: 1941 Fjölskylduhagir: Maðurinn minn, til næstum 50 ára, er Aðalsteinn J. Maríusson. Eigum tvo syni + tengdadætur og fjögur barnabörn. Búseta: Sauðárkrókur síðan 1975, komum frá Reykjavík. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég fæddist í baðstofunni á Barkarstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna Halldóru Bjarnadóttur og Sigurðar Þorkelssonar. Ólst þar upp í miklu eftirlæti. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Arfahreinsa garðinn.
Meira

Rabb-a-babb 124: Gaui

Nafn: Guðjón Örn Jóhannsson Árgangur: 1975 jafngamall Begga og Boheimian Rapsody Fjölskylduhagir: Kvæntur Gilsaranum úr Tröð Önnu Leu Gestsdóttur og á þrjár dætur með henni. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er sonur mömmu og pabba sem koma frá Akranesi og Drangsnesi á Ströndum. Ég er alinn upp á Suðurnesjum nánar tiltekið í Garðinum fram til 8 ára aldurs og í Keflavík eftir það til 20 ára aldurs. Besti ilmurinn? Ég elska ilminn af góðum bakstri. Konuilmurinn er góður en ég nota Code frá Armani á kvöldin.
Meira

Rabb-a-babb 123: Unnur Valborg

Nafn: Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Gift Alfreð Alfreðssyni húsasmíðameistara, við eigum saman Guðna Þór (f. 2011) og Birtu Ögn (f. 2013). Fyrir átti ég Myrkva Þór (f. 1997) Búseta: Í Valhöll og Sólgarði á Hvammstanga. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Hilmar Hjartarson frá Hvammstanga og Aðalheiður Gunnarsdóttir frá Laxárdal í Hrútafirði. Ég er alin upp á Hvammstanga til 9 ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur, í Árbæinn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Æ ég gleymdi því!
Meira

Rabb-a-babb 122: Gísli Þór

Nafn: Gísli Þór Ólafsson. Árgangur: 1979. Búseta: Sauðárkrókur, Hlíðarhverfi. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Ólafs Þorbergssonar (Óla Begga) og Guðrúnar Kristínar Sæmundsdóttur. Var fyrsta hálfa árið á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, svo á Víðigrundinni og uppúr því á Skagfirðingabrautinni. Um þriggja ára aldur flutti ég í Eskihlíðina og ólst þar upp í sömu götu og Andri. Fyrir um 20 árum var svo flutt í Raftahlíðina.
Meira

Rabb-a-babb 121: Ásta Pálma

Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir. Árgangur: 1964. Fjölskylduhagir: Gift Þór Jónssyni og eigum við þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma. Búseta: Sauðárkrókur. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum og Pálma Friðrikssonar frá Svaðastöðum. Ég er alin upp í Grundarfirði að 6 ára aldri og á Sauðárkróki eftir það.
Meira

Rabb-a-babb 120: Íris Olga

Nafn: Íris Olga Lúðvíksdóttir. Árgangur: 1968. Fjölskylduhagir:Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í fjórða barni. Búseta: Flatatungu, Akrahrepp. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum. Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.
Meira