Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 128: Atli Fannar

Nafn: Atli Fannar Bjarkason. Árgangur: 1984. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Lilju Kristjánsdóttur laganema og megaskutlu. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Fæddur á Sauðárkróki. Mamma heitir Helga Haraldsdóttir og býr á Sjávarborg og pabbi heitir Bjarki Hrafn Ólafsson. Hann vann einu sinni í mjólkurbúinu á Króknum. Besti ilmurinn? Nýbakaðar smákökur, nýslegið gras og auðvitað lyktin af sigri.
Meira

Rabb-a-babb 127: Sigrún Fossberg

Nafn: Sigrún Fossberg Arnardóttir. Árgangur: 1975 eða 1875, er ekki viss. Fjölskylduhagir: Gift honum Magga mínum í bráðum 25 ár og eigum við 3 afleggjara þau Sigurvin Örn (20) , Kristrúnu Maríu (17) og Halldóru Hebu (11). Búseta: Hólmagrundin góða í firðinum fagra. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Svona er lífið á Læk. Er sennilega ofnotað enda þekki ég engan á Læk.
Meira

Rabb-a-babb 126: Álfheiður

Nafn: Álfheiður Ástvaldsdóttir. Árgangur: 70 árgangurinn, mikill fyrirmyndarárgangur! Fjölskylduhagir: Er gift Halldóri Birni Halldórssyni og á með honum strákana Dag sem er 15 ára og Egil sem er 10 ára. Búseta: Hef búið í Stokkhólmi meira og minna síðastliðin 13 ár. Hver er elsta minningin sem þú átt? Að standa niðri í fjöru með ömmu Öllu, neðan við Björkina, og láta sjóinn flæða að stígvélunum.
Meira

Rabb-a-babb 125: Engilráð

Nafn: Engilráð Margrét Sigurðardóttir. Árgangur: 1941 Fjölskylduhagir: Maðurinn minn, til næstum 50 ára, er Aðalsteinn J. Maríusson. Eigum tvo syni + tengdadætur og fjögur barnabörn. Búseta: Sauðárkrókur síðan 1975, komum frá Reykjavík. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég fæddist í baðstofunni á Barkarstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna Halldóru Bjarnadóttur og Sigurðar Þorkelssonar. Ólst þar upp í miklu eftirlæti. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Arfahreinsa garðinn.
Meira

Rabb-a-babb 124: Gaui

Nafn: Guðjón Örn Jóhannsson Árgangur: 1975 jafngamall Begga og Boheimian Rapsody Fjölskylduhagir: Kvæntur Gilsaranum úr Tröð Önnu Leu Gestsdóttur og á þrjár dætur með henni. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er sonur mömmu og pabba sem koma frá Akranesi og Drangsnesi á Ströndum. Ég er alinn upp á Suðurnesjum nánar tiltekið í Garðinum fram til 8 ára aldurs og í Keflavík eftir það til 20 ára aldurs. Besti ilmurinn? Ég elska ilminn af góðum bakstri. Konuilmurinn er góður en ég nota Code frá Armani á kvöldin.
Meira

Rabb-a-babb 123: Unnur Valborg

Nafn: Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Gift Alfreð Alfreðssyni húsasmíðameistara, við eigum saman Guðna Þór (f. 2011) og Birtu Ögn (f. 2013). Fyrir átti ég Myrkva Þór (f. 1997) Búseta: Í Valhöll og Sólgarði á Hvammstanga. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Hilmar Hjartarson frá Hvammstanga og Aðalheiður Gunnarsdóttir frá Laxárdal í Hrútafirði. Ég er alin upp á Hvammstanga til 9 ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur, í Árbæinn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Æ ég gleymdi því!
Meira

Rabb-a-babb 122: Gísli Þór

Nafn: Gísli Þór Ólafsson. Árgangur: 1979. Búseta: Sauðárkrókur, Hlíðarhverfi. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Ólafs Þorbergssonar (Óla Begga) og Guðrúnar Kristínar Sæmundsdóttur. Var fyrsta hálfa árið á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, svo á Víðigrundinni og uppúr því á Skagfirðingabrautinni. Um þriggja ára aldur flutti ég í Eskihlíðina og ólst þar upp í sömu götu og Andri. Fyrir um 20 árum var svo flutt í Raftahlíðina.
Meira

Rabb-a-babb 121: Ásta Pálma

Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir. Árgangur: 1964. Fjölskylduhagir: Gift Þór Jónssyni og eigum við þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma. Búseta: Sauðárkrókur. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum og Pálma Friðrikssonar frá Svaðastöðum. Ég er alin upp í Grundarfirði að 6 ára aldri og á Sauðárkróki eftir það.
Meira

Rabb-a-babb 120: Íris Olga

Nafn: Íris Olga Lúðvíksdóttir. Árgangur: 1968. Fjölskylduhagir:Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í fjórða barni. Búseta: Flatatungu, Akrahrepp. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum. Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.
Meira

Rabb-a-babb 119: Aldís Olga

Nafn: Aldís Olga Jóhannesdóttir. Árgangur: 1976. Fjölskylduhagir: Frábærir. Búseta: Hvammstangi. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Jóhannesar R. Jóhannessonar (Nanna) og Kristbjargar Sigurnýasdóttur. Uppalin í Húnaþingi vestra, á Hvammstanga að langmestu.
Meira