Fréttir

Sinfó stuð í sundi

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að framundan væri skemmtilegur viðburður en það er Sinfó í sundi. Tilefnið er 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skagafjörður og Blönduós taka þátt í viðburðinum og verður tónleikunum útvarpað í sundlaugunum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Blönduósi.
Meira

Skipulagt rafmagnsleysi í Húnabyggð og á Skagaströnd

Á heimasíðunni huni.is segir að vegna vinnu við stækkun spenna í aðveitustöðinni á Laxárvatni og vegna aðgerða til styrkingar á dreifikerfi Rarik verður rafmagnslaust í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd í næstu viku:
Meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Fjölbreytt dagskrá hjá Fornverkaskólanum á næstu vikum

Óhætt er að segja að það verði nóg um að vera hjá Fornverkaskólanum nú síðsumars en á döfinni eru þrjú námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki og málþing um torfarfinn. Fornverkaskólinn er verkefni á vegum Byggðasafns Skagfirðinga sem hefur það að markmiði að miðla fróðleik og halda utan um námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki. 
Meira

Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands

Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst. 
Meira

Sæla á Svaðastöðum

Sveitasæla, Landbúnaðarsýning og Bændahátíð verður haldin í og við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 – 17. Í fréttatilkynningu segir: Á meðan á sýningu stendur er dýragarðurinn opinn, básar fyrirtækja inni og sýningarsvæði úti, handverk og matur beint frá býli, veitingasala, andlitsmálning, veltibíll, tónlist og fjör. Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum á Sveitasælunni.
Meira

Vel heppnaður fræðsludagur Skagafjarðar í Miðgarði

Þann 18 . ágúst sl. var hinn árlegi fræðsludagur Skagafjarðar haldinn í Miðgarði. Um er að ræða mikilvægan dag fyrir skólasamfélagið í Skagafirði, en í ár komu saman hátt í 250 starfsmenn tónlistar-, leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki fjölskyldusviðs Skagafjarðar og fulltrúum fræðslunefndar. Skagafjordur.is segir frá:
Meira

Afhending Vatnsdælu á refli

Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir, Helga og Pálmi Gunnarsbörn afhenda fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, mun taka við reflinum fyrir hönd samfélagsins.
Meira

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað fyrir hádegi á morgun

Á vef Skagafjarðar er vakin athygli á því að Ráðhúsið verður lokað fyrir hádegi fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Meira

Stelpurnar þurfa allan stuðning

Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmj
Meira