Átti í miðri úrslitakeppni
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
24.12.2025
kl. 08.00
Bjarney Sól Tómasdóttir er fædd og uppalin í Borgarfirði, þar sem hún kynntist Arnari (Björnssyni) þegar hann fór að spila með Skallagrím. Þau eiga tvo syni þá Lúkas Björn og Una Ágúst, sem eru hjarta fjölskyldunnar og móta dagana þeirra eins og Bjarney kemur sjálf að orði. „Fjölskyldan er mér mikilvægust og ég helga mig fyrst og fremst móðurhlutverkinu. Annars er ég kennaramenntuð og starfa á leikskólanum Ársölum, þegar ég er ekki í fæðingarorlofi.“ Hennar helsta áhugamál er að ferðast og fara í frí með fjölskyldunni. En einnig hefur hún mikla ánægju af því að fara á snjóbretti í Tindastól, sérstaklega þegar hún getur tekið eldri son sinn með sér.
Meira
