Skagafjörður

Hörður Ríkharðsson á Blönduósi í þriðja sæti Samfylkingar

Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel um helgina var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar.
Meira

Heimili norðursins í Skagafirði

Í Morgunblaðinu í dag er heilsíðuauglýsing frá Sveitarfélaginu Skagafirði með yfirskriftina „Skagafjörður – heimili nýrra tækifæra“. Þar er sagt frá því að leitað sé að góðu fólki, sjálfstæðu og skipulögðu, kraftmiklu og þjónustulunduðu getur-allt-mögulegt fólki í fjölbreytileg störf í frábæru samfélagi.
Meira

Riðuveiki staðfest í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi á Skagafirði. Þetta er fjórða tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á Norðurlandi vestra síðan í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst riða á landinu síðan árið 2010. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Árvistarhúsið á Vatnsnes

Árvistarhúsið á Sauðárkróki, eitt víðförulasta hús samtímans, var flutt á nýjan stað í upphafi vikunnar og er nú niðurkomið á Tjörn 2 á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það eru þau Elín Lilja Gunnarsdóttir og Elmar Baldursson sem keyptu húsið af Sveitarfélaginu Skagafirði og létu flytja vestur.
Meira

Skotvopnanámskeið haldið á ný í Skagafirði

Um síðustu helgi hélt skotfélagið Ósmann skotvopnanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og er það í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem slíkt námskeið hefur verið haldið á Sauðárkróki. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aflað sér réttinda til notkunar á skotvopnum, svokölluð A- réttindi.
Meira

Laufskálaréttarhelgin nálgast

Laufskálaréttarhelgin er framundan og sem fyrr stútfull af fjölbreyttum viðburðum. Á morgun, föstudagskvöld, hefst veislan með stórsýningu og skagfirskri gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum. Veðrið er örlítið tvísýnt fyrir laugardaginn þegar þetta er skrifað en lítilsháttar rigning gæti dottið úr skýjunum með norðaustlægri átt í kringum 7 m/sek.
Meira

Vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Í síðustu viku voru settar upp tvær nýjar vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki með yfirsýn yfir höfnina. Nú er hægt að fylgjast með hvernig lífið er á bryggjunni eða hvernig bátunum reiðir af í höfninni.
Meira

Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.
Meira

Aukin réttindi fatlaðs fólks

„Í dag er upphaf á nýjum tíma, betra Ísland fyrir alla er á teikniborðinu, og við, fatlað fólk höfum nú réttarstöðu sem gefur okkur tækifæri til að vera sýnileg, vera virk í samfélaginu, eiga stærra og betra líf, vera eins og annað fólk, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.
Meira