Skagafjörður

Tindastóll mætir Dalvík/Reyni í kvöld

Meistaraflokkur karlaliðs Tindastóls tekur á móti Dalvík/Reynir í 3. deildinni. Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli.
Meira

Veðrið um Verslunarmannahelgina

Ekki er beint hægt að tala um að veðrið muni leika við landsmenn um Verslunarmannahelgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands, með undantekningum þó.
Meira

Lengsta stökkið verðlaunað

Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, í Skagafirði. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir lengsta stökkið á Mælifelssdal.
Meira

Átján í prófkjöri Pírata

Þann 8. ágúst hefst atkvæðagreiðsla í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Frá þessu er greint á Húnahorni.
Meira

Opið hús hjá Nes

Opið hús verður haldið í Nesi, listamiðstöð á Skagaströnd á morgun, 28. júlí frá klukkan 17:00 – 20:00.
Meira

Sjaldgæfur fornleifafundur á Hegranesinu

Í sumar hefur fornleifadeild Byggðarsafns Skagfirðinga í samstarfi við bandaríska fornleifafræðinga frá Massachusetts háskóla í Boston (UMASS) unnið við rannsóknir á Hegranesinu en samstarfsverkefnið kallast Skagfirska kirkju- og byggðarsögurannsóknin. Guðný Zoëga, mannabeinafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Byggðarsafns Skagfirðinga, hefur stjórnað uppgreftri við bæinn Keflavík í Hegranesi en þetta er annað sumarið af þremur sem verkefnið fer fram.
Meira

Segir Reykjastrandarveg í ömurlegu ástandi

Á mbl.is í dag, segir Viggó Jónsson, sem er í sveitarstjórn Sauðárkróks að Reykjastrandarvegurinn sé í ömurlegu ástandi og að það sé „algjörlega fráleitt að fólkinu sem býr við þennan veg sé boðið upp á þetta.“
Meira

Fullskipað í landslið Íslands í hestaíþróttum

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum hefur verið valið af Páli Braga Hólmgeirssyni, liðstjóra. Landsliðið keppir á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi, dagana 8.- 14. ágúst næstkomandi. Frá þessu er sagt í Hestafréttum.
Meira

Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks.
Meira

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý lokið

Þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý fór fram í Skagafirði dagana 22. og 23. júlí síðastliðinn en það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem átti veg og vanda að henni. Keppnin, sem er árlegur viðburður, er ávallt vinsæl hjá rallýáhugafólki enda skipulag og verklag hið besta hjá Bílaklúbbnum. Í ár voru tæplega tuttugu áhafnir mættar til leiks ásamt fylgiliði en keppnin er vinsæl útileguhelgi rallýfólks. Veður og færð gerðu áhöfnum erfitt fyrir, mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og voru vegir því sleipir auk þess sem mikil þoka takmarkaði skyggni ökumanna.
Meira