Skagafjörður

Æfingaleikir í körfunni um helgina

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu á Sauðárkróki annað kvöld er Þórsarar frá Akureyri mæta með sinn úrvalsdeildarmannskap og etja kappi við næstum fullskipað lið Tindastóls. Á laugardag munu svo Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum eigast við.
Meira

„Og sumardýrðin þver“

Þriðjudaginn 6. september 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru sextán talsins. Svo sem þegar lá fyrir hafði veðurspá klúbbsins fyrir ágústmánuð gengið vel eftir.
Meira

Stólastúlkur úr leik

Stólastúlkur þurftu að láta í minni pokann fyrir Keflavík í úrslitarimmu liðanna í fyrstu deild á Sauðárkróksvelli í gær. Leikurinn var lengi vel jafn og spennandi og lítið markvert sem gerðist fyrr en stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik en þá fengu gestirnir fyrsta færi leiksins sem þó ekki nýttist þeim.
Meira

Eva Pandora leiðir lista Pírata í NV kjördæmi

Eva Pandora Baldursdóttir frá Sauðárkróki leiðir lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi aþingkosningum. Þetta er niðurstaða úr endurteknum kosningum á röðun á listans en áður hafði listinn verið kærður til úrskurðarnefndar flokksins og honum hafnað í staðfestingarkosningu Pírata á landsvísu. Alls greiddu 277 atkvæði í kosningunum og valið stóð á milli 11 frambjóðenda.
Meira

Kynlíf, kjólar og rabb-a-babb

Í nýjum Feyki sem kom út í dag kennir ýmissa grasa. Í aðalviðtali er Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Aþingis sem brátt lætur af störfum eftir áratuga farsælt starf. Hann segir m.a. frá því þegar hann laumaðist á kaffistofu fiskvinnsluverkstjórans og hringdi í ritstjóra Vísis og bað um vinnu sem blaðamaður. Þá ræðir hann um pólitíkina og þær breytingar sem hafa átt sér stað á þeim vettvangi og svo það sem honum er mikið hugleikið, tengsl hans við Skagafjörð.
Meira

Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins

Á morgun, fimmtudaginn 8. september er Bókasafnsdagurinn en hann er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og einnig fyrir starfsfólk safna til þess að gera sér dagamun. Í tilkynningu frá Héraðsbókasafni Skagfirðinga segir að eitt og annað verði gert sér til dundurs flestum til ánægju
Meira

Þú getur orðið blóðgjafi

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð í dag frá kl. 12:00-17:00 og á morgun fimmtudaginn 08.sept. frá kl. 09:00-11:30. Þá fer hann á Blönduós og verður við N1 frá kl. 14:00-17:00. Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag svo það er um að gera að mæta og gefa blóð.
Meira

Keflavík mætir grjóthörðum Stólastúlkum í dag

Stelpurnar í meistarflokki Tindastóls taka á móti Keflavík í úrslitakeppni 1. deildar á Sauðárkróksvellli í dag. Um seinni viðureign liðanna er að ræða og hrein úrslit verða að nást. Fyrri leikur liðanna fór fram sl. sunnudag í Keflavík og þar höfðu heimastúlkur betur í spennandi leik 3-2 svo 1-0 sigur dugar fyrir okkar stelpur með fleiri mörk skoruð á útivelli.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks með tvo Norðurlandsmeistara

Lokamót Norðurlandsmótaraðar barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri sunnudaginn 4. september s.l. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks marga þáttakendur í öllum flokkum sem keppt var í. Þá voru einnig krýndir Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum og þar átti Golfklúbbur Sauðárkróks tvo sigurvegara.
Meira

Píratar felldu listann og kjósa á ný

Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir og lýkur kosningu á hádegi á morgun, 7. september. Ellefu frambjóðendur gefa áfram kost á sér en bæði Þórður Guðsteinn Pétursson, sem kosinn var efstur á lista í prófkjörinu, og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í endurkosningunni.
Meira