Styrktarreikningur opnaður fyrir unga fjölskyldu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.08.2016
kl. 12.16
Þann 14. júlí síðastliðinn eignuðust þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard á Blönduósi yndislegar tvíburastelpur. Fljótlega kom í ljós að önnur þeirra er með hjartagalla og þurfti hún að fara nokkurra daga gömul með pabba sínum og föðurömmu til Lundar í Svíþjóð. Hún fór í aðgerð 2. ágúst og gekk hún vel en sama dag flugu mamma hennar, tvíburasystir, Guðjón stóri bróðir þeirra og móðuramma til Svíþjóðar.
Meira
