Skagafjörður

Landið allt í byggð!

Einn af þeim málaflokkum sem ég er að takast á við þessa dagana eru byggðamál. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika að sumar byggðir í landinu þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og að fólki fækki.
Meira

Töpuðu í dramatískum lokaleik

Strákarnir okkar í U20 ára landsliði karla í körfuknattleik töpuðu í gær fyrir Svartfjallalandi í úrslitum B-deildar Evrópumótsins sem fram fór í Grikklandi og silfurverðlaun staðreynd.
Meira

Þeir eru komnir í úrslitin!

Sá stórmerkilegi atburður varð í gær er íslenska U20 landslið karla sigraði Grikki í undanúrslitum í B-deild Evrópumóts landsliða U20, í Grikklandi. Og þar með er liðið komið í úrslit.
Meira

Viðar og Pétur í stuði með íslenska U20 landsliðinu

Íslenska U20 landsliðið vann í gær glæsilegan 94-54 sigur á Georgíu í átta liða úrslitum B-deildar Evrópumóts landsliða sem fram fer í Grikklandi. Tindastólsmennirnir tveir, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, stóðu heldur betur fyrir sínu og eru nú komnir í undanúrslit ásamt félögum sínum.
Meira

Brotlending hjá Vængjum Júpíters í þokunni á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta leik sinn í síðari umferð Íslandsmótsins í 3. deildinni í kvöld en þá komu Vængir Júpíters alla leið úr Grafarvoginum. VJ var eina liðið sem hafði sigrað Stólana í fyrri umferðinni en þeir brotlentu á Króknum, fengu 4-1 skell í ágætum fótboltaleik. Lið Tindastóls endurheimti því toppsæti deildarinnar af Víðismönnum.
Meira

Blanda áfram í þriðja sæti

Blanda er nú í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og hefur heldur hægst á veiðinni þar, en í síðustu viku skipaði áin annað sætið á listanum. Vikuveiðin þar var 192 laxar, samkvæmt nýjustu veiðitölum á angling.is. Á sama tíma var vikuveiðin i Miðfjarðará 382 laxar.
Meira

Vel fylgst með jarðsiginu

Viðvarandi jarðsig hefur lengi verið vandamál á Siglufjarðarvegi. Er um að ræða sex kílómetra kafla frá Heljartröð að Mánárskriðum sem erfiðlega hefur gengið að ráða bót á þar sem viðgerðir duga stutt á þessu svæði.
Meira

Rúnar Már skaut KR út úr Evrópudeildinni

Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Grasshoppers í sigrið liðsins gegn KR í Evrópudeildinni í gær, 2-1. Leikurinn fór fram á heimavell hollenska liðsins. Kemur þetta fram á ksi.is
Meira

Hótel hér, hótel þar, hótel allsstaðar

Hótel spretta upp eins og gorkúlur um þessar mundir, sérstaklega á suðvestur horni landsins. Sem betur fer rís eitt og eitt hótel á landsbyggðinni enda virðist þörfin vera mikil. Umræða um hótelbyggingu á Sauðárkróki hefur verið töluverð undanfarnar vikur og sitt sýnist hverjum.
Meira

Þrír Stólar í landsliðihópnum

Í vikunni hefjast æfingar hjá landsliði karla í körfuknattleik fyrir undankeppni EM, EuroBasket 2017. Af því tilefni hefur landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga en alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Af þessum 22 leikmönnum sem mæta til æfingar í vikunni eru þrír þeirra úr Tindastóli.
Meira