Skagafjörður

Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins

Það sem af er sumri er Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins en þar höfðu samkvæmt síðustu tölum, veiðst 1996. laxar.
Meira

Björgunarsveitir frá Norðurlandi vestra á hálendisvaktinni

Greint er frá hálendisvakt Landsbjargar á huni.is. Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra tekur þátt í vaktinni en félagar úr sveitinni eru nú komnir í Nýjadal en þar verður dvalið í viku.
Meira

Austin Bracey til liðs við Tindastólsmenn í körfunni

Austin Magnús Bracey hefur samið við körfuknattleiksdeild Tindastóls um að leika með liði Tindastóls í úrvalsdeildinni tímabilið 2016-2017. Bracey er Bandaríkjamaður með íslenskt ríkisfang og hefur spilað með liði Snæfells síðustu tímabil og kemur væntanlega til með að styrkja lið Tindastóls verulega.
Meira

Sýning á passíusálmaútgáfum á Hólum í Hjaltadal opnuð í Auðunarstofu í dag

Í ár eru nú liðin 350 ár frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar voru fyrst prentaðir árið 1666. Það var í tíð sr. Gísla biskups Þorlákssonar að sú prentun var gerð á Hólum í Hjaltadal og voru sálmar sr. Hallgríms prentaðir aftan við Píslarsálma sr. Guðmundar Erlendssonar.
Meira

Umferðin getur tekið sinn toll

Margir verða á faraldsfæti þessa stærstu ferðahelgi ársins. Til að mynda eru bæjarhátíðir a.m.k. á átta stöðum og umferðin verður þung. Þegar svo ber við er mikilvægt að stíga létt á bensíngjöfina. Halda sig innan leyfilegs hámarkshraða og við þann umferðarhraða sem ríkir hverju sinni. Láta framúrakstur bíða betri tíma ef umferð er mikil enda ávinningur af honum lítill við þessar aðstæður. Í mesta lagi nokkrar bíllengdir en áhættan þeim mun meiri.
Meira

Íslandsmótið í bogfimi utanhúss

Íslandsmótið í bogfimi utanhús fór fram á Sauðárkróki 16. júlí. Í heildina voru 31 keppandi sem komu frá flestum landsvæðum á landinu. Mótið fór fram í sólríku veðri með smá golu og greinilegt að veðurguðirnir voru keppendum hliðhollir þetta árið en 2015 fór mótið fram í slagviðri og slyddu.
Meira

Stólastúlkur léku topplið Einherja grátt á Sauðárkróksvelli í kvöld

Kvennalið Tindastóls fékk Einherja frá Vopnafirði í heimsókn í C-riðli 1. deildar kvenna í kvöld. Tindastólsstúlkurnar áttu góðan leik og var sigurinn öruggur en þegar upp var staðið höfðu þær gert sex mörk á meðan gestirnir áttu varla eitt einasta færi.
Meira

Félagsmót Skagfirðings 12-13 ágúst

Félagsmót Skagfirðings verður haldið 12- 13 ágúst, samhliða hinni árlegu landbúnaðarsýningu og bændahátíð, Sveitasælu.
Meira

Tindastóll tekur á móti Einherja í kvöld

Tindastóll mætir Einherja í kvöld í C-riðli 1.deildar kvenna en leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli klukkan 18:00.
Meira

Tíundi sigur Tindastóls í röð

Tindastólsmenn fengu lið Dalvíkur/Reynis í heimsókn á Krókinn í kvöld og var viðureignin nokkuð spennandi þó ekki hafi leikurinn verið sérlega rismikill. Tindastóll var þó sterkari aðilinn eins og búast mátti við og uppskar sigurmark þegar skammt var til leiksloka. Stólarnir eru því á toppnum eftir ellefu umferðir og hafa nú sigrað í tíu leikjum í röð í 3. deildinni.
Meira