Skagafjörður

Hafsteinsstaðir sigruðu símakosningu ræktunarbúa á Landsmóti hestamanna

Á nýliðnu Landsmóti hestamanna á Hólum var haldin sýning ræktunarbúa en alls tóku tíu bú þátt. Áhorfendur völdu sitt uppáhaldsbú í símakosningu eftir sýningu og urðu Hafsteinsstaðir fyrir valinu þetta árið.
Meira

Útibúi Sauðárkróksbakarís í Varmahlíð vel tekið

Í júní opnaði Sauðárkróksbakarí útibú í húsnæði Arionbanka í Varmahlíð. Að sögn Róberts Óttarssonar, eiganda Sauðárkróksbakarís, hafa viðtökur verið frábærar, ekki síst hjá íbúum í Varmahlíð og nærsveitum. Hann segir aðdragandann hafa verið stuttan en helsti þröskuldurinn í veginum fyrir því að opna ennþá fyrr hafi verið að finna fólk til starfa.
Meira

Húseyjarkvíslin með yfir 100 laxa

Rúmlega hundrað laxar hafa veiðst í Húseyjarkvísl í Skagafirði það sem af er árinu, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, að sögn Þorsteins Guðmundssonar.
Meira

Hólar verði gerður að þjóðarleikvangi íslenska hestsins

Byggðarráð Skagafjarðar hefur óskað formlega eftir samstarfi við stjórnvöld og Landsambandi hestamannafélaga um að Hólar í Hjaltadal verði gerður að þjóðarleikvangi íslenska hestsins.
Meira

Myndlistarsýningin „Fyrstu sporin mín“

Kristín Ragnars opnar myndlistasýninguna „Fyrstu sporin mín“ næstkomandi laugardag, þann 16. júlí, í Kakalaskála í Blönduhlíð, Skagafirði. Um er að ræða einkasýningu Kristínar og er opnun hennar klukkan 14:00. Þá mun Sigurður Hansen flytja ljóð og María Guðmundsdóttir vera með opna vinnustofu þar sem hún sýnir handverk sitt.
Meira

Búið að semja við huldufólkið í Hegranesi

Eins og greint var frá í fjölmiðlum um síðustu helgi hafa boranir eftir köldu vatni gengið illa á bænum Ríp í Hegranesi í Skagafirði. Veltu menn fyrir svo hvort vandræðin mætti rekja til þess að ekki hafi verið fengið leyfi fyrir framkvæmdum hjá huldufólkinu, sem margir trúa að búi í Hegranesi. Nú eru boranir hins vegar komnar á fullt skrið og búið að finna kalt vatn, eins og til stóð.
Meira

Sigurvegarar ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils

Í dag var tilkynnt hverjir hefðu sigrað í ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils sem fram fór á Sjómannadaginn síðastliðinn. Dómnefnd skipuðu Erla Björk Helgadóttir, Davíð Þór Helgason, Rögnvaldur Ingi Ólafsson, Atli Freyr Kolbeinsson, Birgir Smári Sigurðsson hjá Tengli ehf og Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis.
Meira

Páll Óskar kemur aftur á Gæruna

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki í fyrra er væntanlegur aftur á hátíðina í ár. Verður hátíðin haldin í húsakynnum Loðskinns, líkt og verið hefur, að sögn Adams Smára Hermannssonar og Ásdísar Þórhallsdóttur, sem eru framvkæmdastjórar hátíðarinnar í ár.
Meira

Húnavaka hefst í dag

Húnavaka byrjar í dag en þá verða ýmis söfn opin og bæjarbúar á Blönduósi fara um bæinn og skreyka hann hátt og lágt. Á Húnahorni er sagt frá viðburði sem haldinn verður í kvöld en það er Blö Quiz sem haldið var fyrst á Húnavöku í fyrra.
Meira

Stelpur rokka á Norðurlandi

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræð­ast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu. Samtökin fagna fimm ára afmæli og hafa nú verið stofnuð undirsamtök, Stelpur Rokka Norðurland. Feykir ræddi við Önnu Sæunni Ólafsdóttur verkefnisstýru um samtökin og rokkbúðir sem haldnar verða á Akureyri í lok mánaðarins.
Meira