Sex mörk í sextánda sigurleiknum í röð
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.09.2016
kl. 14.20
Sparkspekingarnir í liði Tindastóls eru ekki af baki dottnir enn þó farið sé að hausta. Í gær héldu drengirnir út í Vestmannaeyjar og léku við botnlið KFS í 3. deildinni á Týsvellinum. Eyjamenn reyndust rausnarlegir gestgjafar og hleyptu sex boltum í mark sitt og þar með ljóst að sextándi sigurleikur Stólanna í röð var gulltryggð staðreynd.
Meira
