Skagafjörður

Sex mörk í sextánda sigurleiknum í röð

Sparkspekingarnir í liði Tindastóls eru ekki af baki dottnir enn þó farið sé að hausta. Í gær héldu drengirnir út í Vestmannaeyjar og léku við botnlið KFS í 3. deildinni á Týsvellinum. Eyjamenn reyndust rausnarlegir gestgjafar og hleyptu sex boltum í mark sitt og þar með ljóst að sextándi sigurleikur Stólanna í röð var gulltryggð staðreynd.
Meira

Sambaboltinn ekki áberandi í Síkinu

Körfuknattleikslið Tindastóls er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir komandi Dominos-deildar átök. Nú um helgina lék liðið tvo æfingaleiki í Síkinu; fyrst töpuðu strákarnir naumlega gegn sprækum Akureyringum en unnu síðan lið Hattar frá Egilsstöðum í gærdag. Það er óhætt að fullyrða að talsverður haustbragur hafi verið á leik liðanna og sannarlega enginn sambabolti í Síkinu þrátt fyrir að sjálfur Samb léki með Stólunum.
Meira

Alþjóðleg vinnustofa hjá BioPol ehf á Skagaströnd

Í vikunni mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda alþjóðlega vinnustofu þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum á Skagaströnd. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til Skagastrandar til þess að sækja vinnustofu sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th september 2016.
Meira

Guðjón Brjánsson velti Ólínu úr sessi

Guðjón Brjánsson frá Akranesi mun leiða lista Samfylkingar í Norðvestur kjördæmi fyrir komandi kosningar en niðurrstaða forvals var kynnt í gærkvöldi. Einungis var kosið um tvö efstu sætin og tveir aðilar sem buðu sig fram í fyrsta sætið og einn í fyrsta til annað sætið.
Meira

Æfingar yngri flokka í körfu Tindastóls byrja á mánudag

Nú er körfuboltavertíðin að hefjast hjá yngri flokkum Tindastóls og æfingataflan klár. Byrjað verður mánudaginn 12. sept, nema hjá 1. og 2. bekk en þær hefjast 22. september.
Meira

Fimm daga Fjaðrafok í Varmahlíð

Dans- og fimleikahópurinn Bíbí & Blaka var, ásamt írskum sirkushóp, við æfingar í íþróttahúsinu í Varmahlíð í síðustu viku. „Þetta er búið að vera pínu ævintýri, að fá að fylgjast með þessu,“ sagði Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri í Varmahlíð, þegar Feykir kíkti þangað á sýningu sem hópurinn hafði boðið leik-og grunnskólabörnum í Varmahlíð að fylgjast með.
Meira

Stíf norðanátt og mikil úrkoma

Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á því að í nótt og á morgun ganga skil yfir landið með stífri norðanátt og mikilli úrkomu. Í nótt má búast við talsverðri rigningu austantil á landinu, en á morgun mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.
Meira

Sprenging í aðsókn á sumum stöðum

Sumarið sem nú er á enda hefur á margan hátt verið hagfellt. Heyskapur hefur gengið vel, berjaspretta er með miklum ágætum og uppskera hvers konar með besta móti, enda þarf að leita nokkuð langt aftur eftir öðru eins tíðarfari.
Meira

Styrktu Rauða krossinn með afrakstri smáköku- og límonaðisölu

Systurnar Klara og Lára Sigurðardætur söfnuðu í sumar 16.660 krónum til stuðnings Rauða krossinum í Skagafirði með því að selja smákökur og límonaði á Lummudögum. Rauði krossinn þakkar þessum framtakssömu systrum kærlega fyrir stuðninginn.
Meira

Nýr og ferskur andblær Pírata

„Ég vil byrja á að þakka öllum, sem hafa tekið sér tíma til að senda mér skilaboð og góðar hugsanir, kærlega fyrir stuðninginn. Ég er upp með mér yfir því trausti sem Píratar á landsvísu hafa sýnt mér með því að velja mig sem oddvita í NV kjördæmi og mun ég gera mitt allra besta til þess að standa undir væntingum,“ segir Eva Pandora Baaldursdóttir nýkjörinn oddviti Pírata í NV kjördæmi í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira