Skagafjörður

Skagfirðingar í basli með bílana sína

Rallý Reykjavík, fjórða umferð í íslandsmótinu í rallý fór fram dagana 25. – 27. ágúst sl. Um var að ræða afar langa keppni þar sem eknir voru um 1.000 km á þremur dögum en þar af rúmlega 300 á sérleiðum. Ekið var víðs vegar um Suður- og Vesturland, m.a. um Kaldadal, Djúpavatn og í nágrenni Heklu. Sex félagar úr bílaklúbbi Skagafjarðar tóku þátt, en lentu í basli með bíla sína og náði því ekki inn í baráttuna um verðlaunasætin.
Meira

Gamlar keppnisgreinar endurvaktar

Á föstudagskvöldið var haldið kappreiðamót á Sauðárkróki og um leið var boðið í grill þeim starfsmönnum sem unnu í sjálfboðavinnu á Landsmótinu og vormóti Skagfirðings. Einnig var öllum öðrum félögum einnig boðið að vera með og njóta veitinga fram eftir kvöldi. Á kappreiðamótinu var keppt í greinum sem ekki hafa verið mikið brúkaðar síðustu ár/áratugi. Úr varð hin skemmtilegasta samvera og upplifun og vill stjórn Skagfirðings þakka félögum fyrir þeirra framlag.
Meira

Feykir aðgengilegur á timarit.is

Feykir gerði samning við Landsbókasafn í vor um að mynda þær síður blaðsins sem ekki voru til í stafrænu formi. Nú hafa þær verið birtar á vefnum, alls um tíu þúsund síður. Feykir er því orðinn aðgengilegur á vefsíðunni timarit.is, frá fyrsta tölublaði sem kom út 10. apríl 1981 til ársins 2009. Það sem eftir stendur, til september 2015, mun verða birt á vefnum í september og svo uppfært árlega eftir það.
Meira

Endurtaka þarf forval VG í NV-kjördæmi

Forvali Vinstrihreyfingar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hefur verið frestað og verður það endurtekið. Forvalið átti að hefjast í dag og ljúka 5. september og var niðurstaða því ekki orðin ljós. Mistök urðu við útgáfu kjörgagna þar sem leiðbeiningar hafi ekki þótt nógu skýrar.
Meira

Rauði þráðurinn í gegnum lífið

Allt frá barnæsku hefur Steinar Gunnarsson haft þörf fyrir að hafa í nógu að snúast og mikið fyrir stafni, „var svolítið ofvirkur og uppátækjasamur“, eins og hann orðar það sjálfur. Það má segja að það sama sé uppi á teningnum hjá honum á fullorðinsárum. Hann starfar sem lögreglumaður og er einn fremsti hundaþjálfari landsins, auk þess sem hann er á fullu í tónlistinni og nú fyrir skemmstu gaf hann út geisladiskinn Vinir, ásamt æskuvini sínum Bjarna Tryggva.
Meira

Myglusveppur og raki undir þaki leikskólans Barnaborgar

Undir lok síðustu viku kom í ljós að myglusveppur og raki hafa myndast undir þaki leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óværan er í þeim mæli að ekki er talið forsvaranlegt að starfrækja leikskólann þar á meðan málið er skoðað nánar og vandinn leystur með öruggum hætti, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Ísrael Martin Concepción aftur í Síkið

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Ísrael Martin Concepción um að hann komi aftur til félagsins og taki við stöðu framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildarinnar. Martin sem áður hefur verið innan raða félagsins mun koma að daglegum rekstri þess.
Meira

Langar þig í Hálsaskóg?

Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis Leikfélags Sauðárkróks fór fram sl. sunnudag og var ágætlega sóttur. Áfram verður stefnt að því að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner nú á haustdögum.
Meira

Ísak Óli með mótsmet á MÍ

Meistaramót Íslands 15-22ja ára var haldið við frábærar aðstæður í Hafnarfirði um helgina og endaði með miklu metaregni. Alls voru sett 5 aldursflokkamet, 39 mótsmet og 245 persónuleg met. Sveit UMSS var í eldlínunni og var Ísak Óli Traustason úr UMSS í essinu sínu og setti tvö mótsmet.
Meira

Stólastúlkur og -strákar á sigurbraut

Meistaraflokkar kvenna og karla hjá Tindastóli eru enn á sigurbraut í boltanum. Síðastliðinn fimmtudag léku stúlkurnar síðasta leik sinn í C-riðli og sigruðu þær lið Völsungs á Húsavík 1-2. Strákarnir unnu fjórtánda leik sinn í röð þegar þeir sóttu Þróttara heim í Vogana og endaði leikurinn 0-1.
Meira