Skagafjörður

Minnast 60 ára afmælis Dægurlagakeppninnar á veglegan hátt

Við úthlutun menningarstyrkja frá Kaupfélagi Skagfirðinga á dögunum var meðal annars veittur styrkur til að vinna að sögu Dægurlagakeppninnar á Sauðárkróki. Keppnin var fyrst haldin 1957 og á næsta ári verða því 60 ár síðan og er stefnt á að minnast þeirra tímamóta á veglegan hátt.
Meira

Ný starfsstöð Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki

Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni þjónustuskrifstofu fyrir húsaleigubætur á Sauðárkróki. Um er að ræða nýja starfsstöð Vinnumálastofnunar, sem er tilkomin vegna breytinga á lögum um húsaleigubætur. Áætlað er að forstöðumaður taki til starfa 1. ágúst en starfsstöðin, sem áformað er að skapi tólf til fjórtán störf, hefji starfsemi sína um næsta áramót.
Meira

Grænumýrarsystur sungu sig í hjörtu landsmótsgesta

Systurnar frá Grænumýri í Blönduhlíð, Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur, 9 og 6 ára, bræddu hjörtu landsmótsgesta á Hólum í Hjaltadal. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þær koma fram á hátíðinni en þær unnu Söngkeppni barnanna með laginu „Líttu sérhvert sólarlag“ fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Víkingaklappið tekið á Landsmóti hestamanna - Áfram Ísland!

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er að renna sitt skeið. Hér er kveðja frá landsmótinu til íslenska landsliðsins. Það er Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem á heiðurinn af myndbandinu.
Meira

Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing.
Meira

Garðveisla hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls gerði góða ferð í Garðinn á föstudagskvöldið þar sem þeir öttu kappi við lærisveina Tommy Nielsen í Víði á Nesfisk-vellinum. Um toppleik í deildinni var að ræða en bæði lið voru með 15 stig fyrir leikinn en Víðismenn höfðu spilað leik minna og voru taplausir. Þeir eru það ekki lengur því Stólarnir tóku þá 0-3.
Meira

Leikurinn verður sýndur á stóra tjaldinu í Miðgarði

Landsleikur Íslands og Frakklands annað kvöld verður sýndur í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, á stóra tjaldinu í neðri salnum.
Meira

Nagli og Sigurbjörn upp í A-úrslit

Nagli frá Flagbjarnarholti, setinn af Sigurbirni Bárðarsyni, sigraði í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á LM2016 á Hólum. Hann hlaut einkunnina 8,77 og tekur því þátt í A-úrslitum á morgun.
Meira

Árni og Stormur sigra í tölti annað árið í röð

Árni Björn á Stormi frá Herríðarhóli sigrarði Landsmótstöltið á LM2016 á Hólum í kvöld. Sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Annar varð Jakob Svavar á Gloríu með 8,89 og þriðji Bergur á Kötlu með 8,78.
Meira

Heimsmet sett í 250 metra skeiði

Á vef Landsmóts hestamanna segir að Bjarni Bjarnason hafi sett nýtt heimsmet í 250m skeiði LM 2016 á Hólum. Hann fór sprettinn á 21,41 sekúndum á Heru frá Þóroddsstöðum, en fyrra heimsmet var 21,49 sekúndur.
Meira