Skagafjörður

Gamlar hrossaræktunarlínur komin út á ensku

Í tilefni Landsmóts hestamanna á Hólum er komin út enska útgáfa bókar um gamlar hrossaræktunarlínur sem hefur undanfarið verið mjög vinsæl í þýskumælandi löndum.
Meira

Velkomin heim að Hólum

Með stolti og gleði bjóða Skagfirðingar Landsmót hestamanna 2016 velkomið heim að Hólum. Skagafjarðarsýsla keypti Hóla 1881 og stofnaði þar bændaskóla á hinu forna biskups- og menntasetri Norðlendinga um aldir. Fyrir mig sjálfan er þessi stóratburður, Landsmót hestamanna heima á Hólum einkar ánægjulegur.
Meira

„Fjarlægðin við fólkið og kjördæmið reyndist erfið“

Síðustu ár hafa verið umhleypingasöm í stjórnmálasögu Íslands og óhætt að segja að pólitíska landslagið sé gjörólíkt því sem áður var. Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið í þungamiðju þessara breytinga frá því hann settist á þing fyrir Norðvesturkjördæmi árið 2009 og hefur síðan þá gegnt tveimur ráðherraembættum.
Meira

Egill og Saga frá Skriðu efst í unglingaflokki

Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu laumuðu sér í efsta sætið í milliriðlum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna í dag. Þau koma því efst inn í A-úrslitin með 8,66.
Meira

Peningagjöf til Krabbameinsfélags Skagafjarðar

Þann 23. júní síðastliðinn fékk Krabbameinsfélag Skagafjarðar veglega peningagjöf frá hjónunum í Garðakoti, þeim Pálma Ragnarssyni og Ásu Sigurrósu Jakobsdóttur.
Meira

Tvö efst og jöfn í ungmennaflokki

Dagmar Öder Einarsdóttir á Glóeyju frá Halakoti og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Pósti frá Litla-Dal eru efst og jöfn með 8,66 eftir milliriðla í ungmennaflokki á Landsmóti hestamanna. Keppnin fór fram í gær en B-úrslit ungmenna hefjast kl. 15 á morgun föstudag og A-úrslit ungmenna kl. 9 á laugardagsmorgun.
Meira

Sól slær silfri á voga

„Skjótt skipast veður í lofti,“ segir máltækið og það á svo sannarlega við í Skagafirði þessa dagana. Eflaust hafa einhverjir verið uggandi um hvernig viðra myndi á landsmótsgesti á Hólum eftir rigningu og kulda á þriðjudaginn.
Meira

Júlía Kristín á Kjarval efst eftir milliriðla

Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi er efst inn í A-úrslit í barnaflokki á Landsmóti hestamanna, að loknum milliriðlum í gær. Hlutu þau 8,82 í einkunn. Næstar á eftir fylgja þær Glódís Líf Gunnarsdóttir á Magna frá Spágilsstöðum og Védís Huld Sigurðardóttur á Baldvin frá Stangarholti.
Meira

Íbúar á Reykjaströnd vilja úrbætur

Íbúar á Reykjaströnd í Skagafirði hafa farið þess á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það beiti sér fyrir nauðsynlegum úrbótum á Reykjaströndinni. Í bréfi, dagsett 10. júní, sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs þann 23. júní sl. er talin upp forgangsröðun á uppbyggingu samgöngumannvirkja, snjómokstri, sorphirðu, lækkun kyndingarkostnaðar með hitaveituvæðingu, þriggja fasa rafmagni, síma og nettengingar.
Meira

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Flæðar og íþróttasvæði samþykkt

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Flæðar og íþróttasvæði við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær.
Meira