Skagafjörður

240 þúsund bílar fóru um gatnamótin við Varmahlíð fyrstu sex mánuði ársins

Á norðlensku sjónvarpsstöðinni N4 er reglulega að finna efni frá Norðurlandi vestra. Í nýlegum þætti þar er fjallað um verslun KS í Varmahlíð og kemur m.a. fram að um gatnamótin við Varmahlíð höfðu farið um 240 þúsund bílar fyrstu sex mánuði þessa árs.
Meira

Hagnaður af rekstri Flugu

Fluga hf., sem á og rekur reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki, hélt aðalfund sinn í gær en þar kom m.a. fram að hagnaður varð af rekstri félagsins á seinasta rekstararári sem nemur um hálfri milljón króna.
Meira

Björt framtíð kynnir framboðslista sína

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur.
Meira

Hatursorðræða, falskir prófílar og auðkennastuldur

Christine Grahn, framkvæmdastjóri opinberrar stefnu Facebook á Norðurlöndunum, fundaði í gær með fulltrúum SAFT verkefnisins í höfuðstöðvum Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Flest lönd glíma við áskoranir á borð við einelti á netinu, hatursorðræðu, falska prófíla og auðkennastuld.
Meira

Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester til Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið tvo sterka leikmenn fyrir komandi átök í Domino's deildinni Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester. Pape er Senigali fæddur 1992 en Kurtis sem er 26 ára kemur frá Miami í Florida.
Meira

Lífsreynsla í 60 ár

Hólaráðstefna 3. bekkjar Z í Kvennaskólanum í Reykjavík 1971-1972 verður haldin á Hólum laugardaginn 3. september og er tilefnið 60 ára afmæli bekkjarsystranna úr umræddum árgangi Kvennaskólans. Ber hún yfirskriftina Lífsreynsla í 60 ár.
Meira

Stolið úr bátum og reynt að sökkva

Eigandi smábáts á Sauðárkróki varð fyrir því í síðustu viku að öllu lauslegu var stolið sem ofanþilja var í bátnum en báturinn liggur alla jafna við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Hefur hann áhyggjur af umgengni þeirra sem fara í smábáta í leyfisleysi í höfninni og valda þvílíkum skaða.
Meira

Konráðsþing í Kakalaskála

Málþing um Konráð Gíslason, málfræðing og einn Fjölnismanna, verður haldið í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 3. september næstkomandi. Málþingið hefst kl. 14:00 og endar með pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð kl. 17:00.
Meira

Yfirfullir sorpgámar í Fljótum

Sumarhúsaeigandi í Fljótum hafði samband við Feyki og vildi koma því á framfæri að ástand á ruslagámum þar í sveit væri fyrir neðan allar hellur. Sendi viðkomandi Feyki meðfylgjandi mynd og nefndi að vegur að þremur sumarbústöðum lægi í gegnum sorpsvæðið.
Meira

Mikið ævintýri fyrir íslenska hópinn

Síðast liðið vor bauð júdódeild Ármanns í Reykjavík Tindastóli að slást í hópinn á æfingabúðir í júdó til Linköping í Svíþjóð. Fimm iðkendur júdódeildar Tindastóls á aldrinum níu til þrettán ára þáðu boðið og urðu samferða fimm iðkendum Ármanns á aldrinum þrettán til sextán ára, ásamt þjálfurum beggja félaga.
Meira