Skagafjörður

Jörð frá Koltursey hlauta hæsta dóm í flokki 6v hryssna

Í gær lauk dómum í flokki sex vetra hryssna á Landsmóti hestamanna 2016 sem fram fer á Hólum í Hjaltadal. Yfirlitssýningar verða svo á fimmtudag. Efst í þessum flokki er Óðinsdóttirin Jörð frá Koltursey með 8.67 í aðaleinkunn. Sýnandi er Daníel Jónsson en ræktendur Pétur Jónsson og Þórhallur Dagur Pétursson.
Meira

Gústaf Ásgeir og Póstur frá Litla-Dal leiða keppnina í ungmennaflokki

Forkeppni í ungmennaflokki lauk í gærkvöldi og er mjótt á munum á toppnum. Gústaf Ásgeir og Póstur frá Litla - Dal leiða en strax á hæla þeim koma Dagmar Öder og Glóey frá Halakoti. Aðeins munar 0,05 í einkunn á efsta sæti og fimmta sæti. Því stefnir í spennandi keppni í þessum flokki eins og oft áður á Landsmóti.
Meira

Yfirburða sigrar U18 landsliðs stúlkna í körfuknattleik

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er ekki eina landslið Íslands sem er að standa sig vel þessa dagana en U18 ára landslið stúlkna í körfubolta vann stórsigra á frænkum sínum frá Danmörku og Noregi á Norðurlandamóti yngri landsliða í körfuknattleik sem haldið er í Finnlandi. Í liðinu er að finna tvo Skagfirðinga og eina frá Reykjum í Hrútafirði. Næst mæta þær Svíum.
Meira

Júlía Kristín og Kjarval í öðru sæti

Forkeppni í barnaflokki á Landsmóti hestamanna á Hólum er nýlega lokið. Í efsta sæti eru Kristján Árni Birgisson og Sjéns frá Bringu, í öðru sæti Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi og í þriðja sæti Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum.
Meira

EM stofur á ýmsum stöðum

Skagfirðingar og Húnvetningar verða með sínar eigin EM stofur á ýmsum stöðum á svæðinu í kvöld þegar leikur Íslands og Englands í 16 liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Meira

Þota efst í elsta flokki

Dómum í elsta flokki hryssna hér á LM2016 er lokið, en á vef Eiðfaxa kemur fram að sýningar hafi gengið hægt þar sem margir knapar voru samhliða að taka þátt í B-flokki gæðinga.
Meira

Loki frá Selfossi efstur með 9,04

Forkeppni í B-flokki á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Hólum í Hjaltadal er nú lokið. Efstur með 9,04 í heildareinkunn er Loki frá Selfossi, knapi Árni Björn Pálsson. Í öðru sæti eru Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson með 8,93 og í þriðja sæti Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson með 8,90.
Meira

Veiðisumarið í Fljótaá byrjar vel

Fljótaá í Skagafirði var opnuð í gærmorgun og á vef Morgunblaðsins segir frá því að þar hafi veiði byrjað vel því stórlaxi var landað strax í gærmorgun.
Meira

Tillögum stjórnvalda um fjármálastefnu og fjármálaáætlun fagnað af stjórn SSNV

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögur til þingsályktana um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og fjármálastefnu fyrir 2017-2021 en þær voru lagðar fram á alþingi í apríl síðastliðnum. Stjórn SSNV hefur nú skilað af sér umsögn en þar fagnar stjórnin tillögunum.
Meira

„Síðustu tíu mínúturnar voru nánast óbærilegar“

Mæðgurnar Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, og Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir eru staddar á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Þær verða á leik Íslands og Englands á Riviera-vellinum í Nice í kvöld og munu hvetja liðið áfram ásamt ríflega 3000 öðrum Íslendingum. Feykir ræddi við Guðnýju sem var á leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag.
Meira