Skagafjörður

Myndir frá Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn helgina 12.-14. ágúst. Hófst hún á föstudegi með tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni í ár var þess minnst að 350 ár eru liðið frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan ágústmánuð.
Meira

Gamli bærinn á Sauðárkróki og Kvosin á Hofsósi verði verndarsvæði í byggð

Byggðarráð Sveitarfélagsins hefur sótt um um styrk til Minjastofnunar sem vinnur að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð en auglýst var eftir umsóknum í júní sl. Í umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er áhersla lögð á gamla bæinn á Sauðárkróki og Kvosina á Hofsósi, sem fyrstu byggð innan þéttbýlis, sem meta beri í þessu sambandi og hafa samráð við íbúa um.
Meira

Stólastúlkur tryggðu sér í dag efsta sætið í C-riðli

Það var þunnskipaður hópur Tindastólsstúlkna sem spilaði á Höfn í Hornafirði í dag þegar þær sóttu lið Sindra heim. Lið Tindastóls var yfir í hálfleik en lokatölur urðu 3–3 og jafntefli því staðreynd eftir sex sigurleiki í röð. Stigið dugði þó til að tryggja stelpunum toppsætið í C-riðli 1. deildar og sætið í úrslitakeppninni því gulltryggt.
Meira

Tindastóll tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Víði

Topplið 3. deildar, Tindastóll og Víðir í Garði, mættust á Sauðárkróksvelli í gær í rjómablíðu. Leikurinn var jafn og spennandi og bæði lið ætluðu sér klárlega sigur. Þegar upp var staðið voru það heimamenn sem sigruðu 2-0 og tryggðu sér sæti í 2. deild að ári þrátt fyrir að enn sé fjórum umferðum ólokið. Glæsilegur árangur Tindastólsmanna sem hafa nú unnið þrettán leiki í röð í deildinni og geri aðrir betur!
Meira

Samið við Norðurtak ehf. um endurbyggingu Tindastólsvegar

Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar kemur fram að samið hefur verið við Norðurtak ehf. á Sauðárkróki um endurbyggingu Tindastólsvegar (746), frá Þverárfjallsvegi að skíðasvæði, samtals fjóra kílómetra leið.
Meira

Ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu gefin út

Nýlega kom út bókin Ég lít til baka sem hefur að geyma ljóðmæli Jóns K. Friðrikssonar, hestamanns og hrossaræktanda á Vatnsleysu í Skagafirði. Jón var fæddur árið 1941 en lést fyrir aldur fram árið 2004, aðeins 63 ára að aldri. Bókin skiptist í ljóð, tækifærisvísur og skemmtilegar frásagnir vina Jóns af honum. Einnig prýða bókina myndverk eftir Eðvald Friðriksson, bróður Jóns, en Jón samdi ljóð við myndirnar.
Meira

Fljóta, slaka og njóta

Fyrirtækið Infinity Blue tók til starfa á Hofsósi í byrjun þessa mánaðar. Það eru hjónin og bændurnir Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson á Grindum sem standa að fyrirtækinu og bjóða þau upp á róandi miðnæturböð í sundlauginni á Hofsósi. Blaðamaður Feykis lagði leið sína þangað eitt kvöldið í síðustu viku, kynnti sér starfsemina og prófaði þessa áhugaverðu nýjung.
Meira

Réttir í Skagafirði haustið 2016

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Samkvæmt vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er búið að ákveða réttardaga í flestum skagfirskum fjár- og stóðréttum þetta árið og eru þær sem hér segir:
Meira

Norðanátt og þoka sums staðar við ströndina síðdegis

Hæg breytileg átt og bjart með köflum er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en Veðurstofa Íslands spáir norðan 3-8 m/s síðdegis og sums staðar þoka við ströndina. Hiti 8 til 17 stig.
Meira

Tindastólsstúlkur aleinar á toppnum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Sindra frá Hornafirði í C-riðli 1. deildar í gærdag. Liðin voru fyrir leikinn efst og jöfn í riðlinum með 15 stig en Stólastúlkur áttu tvo leiki inni á hin liðin. Lið Sindra reyndist lítil fyrirstaða þegar á hólminn var komið og heimastúlkur unnu öruggan 6-0 sigur.
Meira