Skagafjörður

Aðalfundur Flugu

Áður auglýstur aðalfundur Flugu ehf. verður haldinn í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Áhugasamir um málefni Reiðhallarinnar hvattir til að mæta.
Meira

FNV settur næstkomandi mánudag - Innritun í fjarnám í fullum gangi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur á sal Bóknámshúss skólans mánudaginn 22. ágúst kl. 18:00. Á vef FNV kemur fram að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:00. Þá opnar heimavist skólans kl. 13:00 nk. mánudag. „Foreldrar nýnema eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn að lokinni skólasetningu,“ segir á vefnum.
Meira

Tvær sveitir frá GSS á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri

Golfklúbbur Sauðárkróks sendi tvær sveitir í Íslandsmót golfklúbba, 15 ára og yngri, dagana 12-14 ágúst. Í tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks kemur fram að stúlknasveit frá klúbbnum keppti á Þorláksvelli í Þorlákshöfn og drengjasveit á Selsvelli á Flúðum.
Meira

Þór Hauksson Reykdal ráðinn forstöðumaður

Þór Hauksson Reykdal hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar sem mun annast greiðslu húsaleigubóta. Skrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun taka til starfa á næstu vikum. Þór er með meistarapróf í lögfræði auk þess að vera með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra á Akureyri frá árinu 2007.
Meira

Sundpokar geta verið varasamir

Í fréttatilkynningu frá Vís er vakin athygli á því að sundpokar svokallaðir geti verið varasamir en dæmi eru fyrir því að böndin á pokunum hafi farið utan um háls barna og þrengt að öndunarvegi.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir Sjálfstæðisflokksins

Sameiginlegir framboðsfundir með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verða á Norðvesturlandi, sem hér segir:
Meira

Þórður Guðsteinn efstur í prófkjöri Pírata

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga lauk í gær. Kosningar voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á vef flokksins og eru þær eftirfarandi:
Meira

Tvö þúsund birkiplöntur gróðursettar við Kolku

Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega tvö þúsund birkiplöntur til endurheimtunar Brimnesskóga í grennd við ána Kolku Skagafirði. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“.
Meira

Jesse Shugg með þrennu í stórsigri Stólastúlkna á Húsvíkingum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Völsungs í 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þær húsvísku hafa oft reynst Stólastúlkum erfiðar en þær mega augljóslega muna sinn fífil fegurri því Stólastúlkurnar yfirspiluðu þær og unnu glæsilegan 6-0 sigur og tilltu sér á toppinn í C-riðli 1. deildar kvenna.
Meira

Stjórn SSNV vill halda ársþing og haustþing

Áttundi fundur stjórnar SSNV var haldinn á Blönduósi sl. þriðjudag. Þar var gerð tillaga vegna samþykktar 23. ársþings þar sem laganefnd gerði tillögu þess efnis að undirbúin yrði stofnun fulltrúaráðs sem skipað verði fulltrúum frá öllum sveitarfélögum sem aðild eiga að SSNV eða annarra sambærilegra lausna leitað til að opna betur fyrir aðkomu sveitarstjórna að SSNV.
Meira