Skagafjörður

Frábær stemning á VSOT

Tónlistarveislan VSOT fór fram síðastliðinn föstudag í Félagsheimilinu Bifröst og vakti rífandi lukku. Þar stigu á stokk nokkrar rótgrónar hljómsveitir, flestar úr Skagafirðinum, í bland við ungt og efnilegt tónlistarfólk. Þá stigu ljóðskáld einnig á svið og lásu upp úr bókum sínum. Kynnir kvöldsins var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Dásamlega Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fór fram í gærkvöldi á Reykjum á Reykjaströnd. Er þetta annað árið í röð sem Viðburðaríkt, Sviðsljós og Drangey Tours standa fyrir þessum metnaðarfullu tónleikum og líkt og í fyrra virtust veðurguðirnar hafa talsverða velþóknun á framtakinu því í gær skall á með logni og einstakri blíðu út við ysta haf.
Meira

Landsbankamót í blíðuveðri

Í morgun hófst Landsbankamótið í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli en þar eigast við stúlkur í 6. flokki víða að af landinu. Góð stemning er á mótinu og þrátt fyrir að sólin hafi verið sparsöm á geisla sína hefur veðrið leikið við knattspyrnuhetjurnar þrátt fyrir það; hitinn slagað í 20 gráðurnar og smá sunnangola.
Meira

Uppruni kostanna opnar senn á Sögusetri íslenska hestsins

Landsmót hestamanna hefst á Hólum í Hjaltadal þann 27. júní nk. en í landsmótsvikunni verður formleg opnun nýrrar sýningar hjá Sögusetri íslenska hestsins undir yfirskriftinni Uppruni kostanna. Blaðamaður Feykis ræddi við Kristinn Hugason forstöðumann safnsins þegar undirbúningur stóð sem hæst.
Meira

Stólasigur í baráttuleik á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta heimaleik sumarsins á Króknum í gærkvöldi en þá komu baráttuglaðir Þróttarar úr Vogum á Vatnsleysuströnd í heimsókn. Stólarnir voru betra liðið í fyrri hálfleik en gestirnir létu sverfa til stáls í þeim síðari. Þegar upp var staðið voru það þó heimamenn sem höfðu betur og fögnuðu um leið toppsætinu í 3. deild.
Meira

Mjólkandi hryssu leitað fyrir móðurlaust folald

Leitað er að mjólkandi hryssu fyrir folald sem missti móður sína í nótt og vantar móðurást og umhyggju. Folaldið er Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu. „Ekki vill svo til að einhver viti um/eða sé með hryssu sem að hefur misst og gæti tekið það að sér?“ segir í tilkynningu frá Söru á Uppsölum.
Meira

Kjördeildir á Norðurlandi vestra

Íslendingar kjósa sér nýjan forseta í dag. Alls eru níu í framboði. Þeir sem eru í framboði eru:
Meira

Hafdís og Klemmi - og leyndardómar háaloftsins í Sauðárkrókskirkju

Í tilefni af Lummudögum býður Sauðárkrókskirkja til leiksýningar á morgun, laugardag kl. 13:00. Sýningin heitir Hafdís og Klemmi - og leyndardómar háaloftsins.
Meira

Stefnir í ógleymanlega stund á Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fer fram annað kvöld á Reykjum á Reykjaströnd. Samkvæmt Viggó Jónssyni, einum af skipuleggendum hátíðarinnar, hefur undirbúningurinn gengið stórvel, það sé allt að verða komið.
Meira

Sviðsframkoma endurvakin

Sviðsframkoma var endurvakin í Gúttó í gærkvöldi en tilefnið var útkoma ljóðbókarinnar „Rökkur“ eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson.
Meira