Skagafjörður

Tónleikar á ágústkvöldi

Föstudagskvöldið, 26. ágúst kl. 21:00, verða tónleikar í Héðinsminni þar sem hjónin á Tjörn í Svarfaðardal, Kristjana og Kristján, skemmta á sinn einstaka hátt. „Þau eru löngu landskunn og það er einfaldlega mannbætandi að hlýða á þau og njóta tónlistarinnar,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu sem kom út í dag.
Meira

Núna er ég tilbúinn að hjálpa ykkur

Myndband sem Sauðkrækingurinn Daníel Þórarinsson setti á fésbókarsíðu sína nýlega hefur vakið mikla athygli en þar opnar hann hjarta sitt fyrir almenningi er hann opinberlega kemur út úr skápnum. „Ég er að opna mig með mínar tilfinningar, sem hljóðar þannig að ég fæddist aðeins öðru vísi en flestir aðrir,“ segir Daníel í myndbandinu. Þegar þetta er skrifað hafa 22 þúsund manns skoðað myndbandið.
Meira

Eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti Alþingismaður Íslandssögunnar, en hún komst nokkuð óvænt inn á þing sem fjórði þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar 2013.
Meira

Baldur og Kata mæta til leiks í Rallý Reykjavík

Dagana 25. - 27. ágúst fer fram fjórða umferð í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rallý Reykjavík. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem stendur fyrir keppninni en klúbburinn hefur staðið fyrir keppnishaldi frá árinu 1977.
Meira

Stólastúlkur unnu í gær

Það var blíðskaparveður í gær þegar Tindastóll, sigurvegarar C riðils 1. deildar kvenna, tóku á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn höfðu Stólarnir tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum með 21 stig en þær austfirsku sátu sem fastast í næstneðsta sæti með 10 stig. Það var sama hvernig leikurinn færi, sætaskipan breyttist ekkert.
Meira

Kappreiðarmót Skagfirðings á föstudaginn

Kappreiðarmót Skagfirðings verður haldið á Sauðárkróki, við Reiðhöllina Svaðastaði, næstkomandi föstudag, 26. ágúst.
Meira

120 nýnemar hefja nám við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í 37. sinn í gær í hátíðarsal skólans. Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara er aðsókn í skólann mjög góð og kennt í öllum deildum iðngreina í vetur. Alls hefja 120 nýnemar nám við skólann í haust.
Meira

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu hans verður haldið á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. ágúst og er það jafnframt lokamót Ólafshúss-mótaraðarinnar í golfi 2016.
Meira

Sauðfé flest í Húnaþingi vestra

Byggðastofnun tók nýlega saman upplýsingar um dreifingu sauðfjárbúa og frístundabúskapar á Íslandi. Var þetta gert vegna sauðfjárhluta búvörusamnings ríkisins og Bændasamtakanna. Flest bú með yfir 600 fjár eru á Norðurlandi vestra og fé er flest í Húnaþingi vestra en næst flest í Skagafirði.
Meira

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi stilla upp á lista

Síðastliðinn laugardag hélt Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi aukakjördæmisþing í Tjarnarlundi í Saurbæ. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi. Húni.is greinir frá.
Meira