Skagafjörður

Valgarð og Sirkus efstir og jafnir

Tveir hestar eru efstir og jafnir í flokki 4v stóðhesta eftir fordóma í gærmorgun. Það eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ, sýndur af Guðmundir Fr. Björgvinssyni og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Hlutu þessir hestar 8,45 í aðaleinkunn.
Meira

Katla frá Ketilsstöðum með 8,70 eftir forkeppni í tölti

Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson leiða keppni í tölti á Landsmóti hestamanna á Hólum, eftir að forkeppni lauk í gærkvöldi. Í öðru sæti eru Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson og í því þriðja Gloría frá Skúfslæk og Jakob Svavar Sigurðsson.
Meira

Myndir frá markaði í Aðalgötunni á Lummudögum

Líkt og undanfarna Lummudaga var markaður í Aðalgötunni og nágrenni á laugardeginum. Þar var að sjálfsögðu margt um manninn og margt í boði í sölutjöldum. Veðrið var skínandi gott, hlýtt og stillt og sólarglennur af og til. Að sjálfsögðu var víða hægt að ná sér í lummur og Bakarastéttin var að venju þétt setin.
Meira

Framkvæmdir á gamla barnaskólanum hefjast í október

Friðrik Jónsson ehf. hyggst breyta gamla barnaskólanum á Freyjugötunni á Sauðárkróki í íbúðarhúsnæði. Um er að ræða ellefu íbúðir og áætlað er að verkið taki um 18 mánuði en hafist verður handa í október og verklok því í maí 2018. Það er Sýll ehf. sem annast framkvæmdir en Sýll er í eigu Friðriks Jónsson ehf og Snæbóls ehf.
Meira

Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna er komið á fulla ferð eins og lesendur Feykis.is hafa eflaust áttað sig á. Á annað þúsund manns voru mættir á mótið á Hólum í Hjaltadal áður en keppni hófst á mánudag og kom góð mæting svo snemma móts skemmtilega á óvart. Um 5000 miðar seldust í forsölu fyrir mótið, þar af keyptu útlendingar fjórðunginn, og er því reiknað með a.m.k. 5000 gestum á Landsmót.
Meira

Kolka efst í flokki 5 vetra hryssna

Dómum í flokki 5 vetra hryssna á Landsmóti hestamanna lauk á Hólum um miðjan dag í gær. Grunsdóttirin Kolka frá Breiðholti stendur efst í flokknum fyrir yfirlit sem fer fram á fimmtudag. Jöfn Kolku með 8,39 í aðaleinkunn er svo Kiljansdóttirin Katla frá Feti sýnd af Ólafi Andra Guðmundssyni.
Meira

Hrannar frá Flugumýri II og Eyrún Ýr efst eftir forkeppni í A-flokki gæðinga

Íslandsmeistarinn í fimmgangi, Hrannar frá Flugumýri II er efstur eftir forkeppni í A-flokki gæðinga, sýndur af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur. Hlutu þau 9,06 í aðaleinkunn. Annar er Arion frá Eystra-Fróðholti með 8,96, knapi Daníel Jónsson.
Meira

Einn komma á milli Loka og Nökkva

Loki frá Selfossi og Árni Björn Pálsson eru enn í efsta sæti eftir milliriðlar í B-flokki á Landsmóti hestamanna á Hólum, með 8,85 í einkunn. Í öðru sæti eru Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson, en aðeins komma aðskilur Loka og Nökkva. Það má því búast við afar spennandi úrslitum.
Meira

Guðný Rúna og Þruma í öðru sæti eftir forkeppni

Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Þruma frá Hofsstaðaseli eru í öðru sæti eftir forkeppni í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna á Hólum. Guðný Rúna keppir fyrir hestamannafélagið Skagfirðing. Það eru Hafþór Hreiðar Birgisson og Villimey frá Hafnarfirði leiða keppnina með 8,62. Guðný Rúna og Þruma hlutu 8,60 í heildareinkunn og í þriðja sæti eru Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Héla frá Grímsstöðum, með 8,59.
Meira

Náðu í fyrstu tíuna á Landsmótinu

Ísólfur Líndal sýndi 5 vetra hryssuna Nútíð frá Leysingjastöðum í gær. Hlutu þau fyrstu tíuna á kynbótabrautinni á þessu Landsmóti, fyrir hægt stökk.
Meira