Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
01.07.2016
kl. 17.26
Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.
Meira
