Lokakeppni Norðurlands Jakans í dag
feykir.is
Skagafjörður
27.08.2016
kl. 11.41
Lokadagur aflraunakeppninnar „Norðurlands Jakinn“ sem hófst sl. fimmtudag á Hvammstanga verður framhaldið á tjaldsvæðinu á Nöfum á Sauðárkróki í dag klukkan 12:00. Þar munu kraftakarlar reyna með sér í Atlassteinatökum en keppnin samanstendur sex mismunandi greinum. Lokagreinin, keflisglíma, fer fram á útisviði á Hólanesi á Skagaströnd kl. 16:00.
Meira
