Skagafjörður

Lokakeppni Norðurlands Jakans í dag

Lokadagur aflraunakeppninnar „Norðurlands Jakinn“ sem hófst sl. fimmtudag á Hvammstanga verður framhaldið á tjaldsvæðinu á Nöfum á Sauðárkróki í dag klukkan 12:00. Þar munu kraftakarlar reyna með sér í Atlassteinatökum en keppnin samanstendur sex mismunandi greinum. Lokagreinin, keflisglíma, fer fram á útisviði á Hólanesi á Skagaströnd kl. 16:00.
Meira

Stólarnir í hörkukeppni á Tenerife

Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í sterku æfingamóti sem haldið verður í bænum Tacoronte á Tenerife daganna 16. og 17. sept. nk. Auk Tindastóls taka þátt Palma Air Europa, Cáceres Heritage og Real Club Nautico de Tenerife. Á blaðamannafundi sem haldinn var sl. miðvikudag um mótið voru liðin kynnt og greinilega mikill spenningur fyrir mótinu hjá heimamönnum.
Meira

Vil sjá meira af trausti og virðingu á Alþingi

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Bjarni hefur setið lengst allra núverandi í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, eða síðan árið 2002. Feykir hitti Bjarna að máli og spurði út í bakgrunn hans og helstu baráttumál og hvernig það kom til að hann gæfi kost á sér í landsmálin.
Meira

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 8.-10. september

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 8., 9., 10. september. Því lýkur kl. 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður kosið verður í rafrænni kosningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt.
Meira

Skatastaðavirkjanir C og D, Villinganesvirkjun og Blönduveita í verndunarflokk en Blöndulundur í orkunýtingarflokk

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta. Verkefnisstjórnin leggur til að Skatastaðavirkjun C og D, Villinganesvirkjun og Blöndu – veita úr Vestari Jökulsá verði í verndunarflokk. Þá leggur verkefnisstjórnin til að Blöndulundur bætist í orkunýtingarflokk áætlunarinnar.
Meira

Fyrsta íbúðarhús sinnar tegundar

Hjónin Heiðar Örn Stefánsson og Gunnhildur Ása Sigurðardóttir eru um þessar mundir að reisa sér um 220 fm2 hús í Kleifatúni á Sauðárkróki. Verkið hófst þann 3. ágúst sl. og verður húsið fokhelt núna í vikunni, sem hlýtur að teljast ótrúlegur tími. Um er að ræða fyrsta íbúðarhúsið sinnar tegundar, með nýrri tegund af yleiningum frá Límtré Vírnet sem er að mörgu leiti frábrugðin öðrum byggingarmáta.
Meira

Uppskeruhátíð fyrir sjálfboðaliða í kvöld

Stjórn hestamannafélagsins Skagfirðings býður öllum sjálfboðaliðum sem störfuðu á úrtökumótinu á Hólum 11.-12. júní sl. og þeim sem störfuðu í sjálfboðastarfi fyrir Landsmót á Hólum á uppskeruhátíð í kvöld, föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 18 í Tjarnarbæ.
Meira

Haustverkefni LS hleypt af stokkunum

Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis félagsins verður haldinn í Húsi Frítímans Sæmundargötu 7b sunnudaginn 28. ágúst kl. 20:00. Áformað er að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi nú á haustdögum.
Meira

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira

240 þúsund bílar fóru um gatnamótin við Varmahlíð fyrstu sex mánuði ársins

Á norðlensku sjónvarpsstöðinni N4 er reglulega að finna efni frá Norðurlandi vestra. Í nýlegum þætti þar er fjallað um verslun KS í Varmahlíð og kemur m.a. fram að um gatnamótin við Varmahlíð höfðu farið um 240 þúsund bílar fyrstu sex mánuði þessa árs.
Meira