Skagafjörður

Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag

Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.
Meira

Sýning um Austan Vatna hrossin og sveitina þeirra

Anna Þóra Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Viðvíkursveit hefur sett upp skemmtilega sögusýningu um hrossarækt í Viðvíkursveit. Sýningin er til húsa í Grunnskólanum á Hólum og inniheldur söguspjöld og fjölda ljósmynda af fólki og hestum á svæðinu. Feykir leit við á sýningunni í vikunni og spjallaði við Önnu Þóru um þetta framtak.
Meira

Niðurstöður úr B-úrslitum í B-flokki

Ævar Örn Guðjónsson og Vökull frá Efri-Brú mæta í A úrslit í B flokki en þeir sigruðu b úrslitin. Það leit allt út fyrir að Sigurður Sigurðarson og Blæja frá Lýtingsstöðum væru að leið í A úrslitin en þeim var vísað úr keppni eftir að kom í ljós að hún hafði hlotið áverka á fæti.
Meira

Árni og Korka fljótust í 150 metra skeiði

Meira

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Þóra á Þóri sigraði B-úrslit í unglingaflokki

Þóra Birna Ingvarsdóttir úr Létti á Þóri frá Hólum sigraði B-úrslit í unglingaflokki. Hlutu þau 8,68 í einkunn. Í öðru sæti var Kári Kristinsson á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum með 8,66 í einkunn. Þá var það Benjamín Sandur Ingólfsson á Stígi frá Halldórsstöðum en hlutu þeir 8,60 í einkunn.
Meira

Körfuboltaæfingar á vegum KKÍ á Sauðárkróki

Næstkomandi miðvikudag, þann 6. júlí, mun þeir Martin Hermanns, Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson, standa fyrir körfuknattleiksæfingu fyrir krakka og unglinga á vegum KKÍ. Kallast verkefnið Körfuboltasumarið 2016 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe.
Meira

„Elsku vinir reynum að hjálpa“ - söfnun fyrir Kollu og börn

Vinir Kolbrúnar Evu Pálsdóttur hafa hrint af stað söfnun fyrir vinkonu sína og þremur börnum hennar en þann 12. júní 2016 lést Vilhjálmur Sigurður Viðarsson (Villi Siggi) unnusti hennar. Í tilkynningu frá vinum hennar segir að Villi Siggi hafi verið lengi frá vinnu, sem hafði áhrif á heimilisbókhaldið.
Meira

„Gjörsamlega trylltumst þegar seinna mark okkar kom“

Feðgarnir Ómar Bragi Stefánsson, Ingvi Hrannar og Stefán Arnar Ómarssynir frá Sauðárkróki fóru saman á leik Íslands og Englands sl. mánudag. Feykir samband við Ingva Hrannar og fékk að heyra nánar um upplifun hans af þessum magnaða leik en Ingvi Hrannar ætlar að skella sér aftur til Frakklands um helgina, til að styðja íslenska landsliðið gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn.
Meira

U18 landslið stúlkna í körfuknattleik fékk bronsið

Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. Norðurland vestra á sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir, frá Reykjum í Hrútafirði, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, úr Skagafirðinum.
Meira