Skagafjörður

Sveitarfélagið Skagafjörður ekki með í Útsvari í vetur

Sveitarfélagið Skagafjörður tekur ekki þátt í Útsvari, Spurningakeppni sveitarfélaga, í Ríkissjónvarpinu í vetur. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að líkt og síðustu ár keppa 24 sveitarfélög í Útsvari, þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og var Sveitarfélagið Skagafjörður ekki dregið út að þessu sinni.
Meira

Sauðburður að hausti

Nú er sá tími kominn að smalað er út um allar koppagrundir og sauðfé sótt á fjöll og sláturtíð í vændum. Því kom það smölunum, Sveini á Lýtingsstöðum og Björk á Korná í opna skjöldu er þau sáu kind vera að bera í gær.
Meira

8% lækkun á lambakjöti

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa nú birt verðskrá fyrir sláturtíð 2016 en hún mun taka gildi þann 12. september. Á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga segir að mikið hafi borist af sláturfjárloforðum til sláturhúsa KS og KVH og er þegar búið að skipuleggja slátrun vel fram í október. Sama verðskrá gildir frá byrjun og út sláturtíð þar sem ekki greiðist álag á einstakar vikur.
Meira

Stólarnir fagna meistaratitlinum í 3. deild - myndband

Tindastólsmenn gulltryggðu sér meistaratitilinn í 3. deild síðastliðinn laugardag eftir öruggan sigur gegn Einherja frá Vopnafirði. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr leiknum og innilegan fögnuð leikmanna þegar bikarinn var afhentur í leikslok.
Meira

Gunnar Bragi valinn í efsta sæti

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi héldu kjördæmisþing sitt um nýliðna helgi að Bifröst í Borgarfirði. Þar var ákveðið með uppstillingu hverjir myndu skipa lista flokksins í komandi kosningum. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leiða listann líkt og hann hefur gert frá síðustu kosningum.
Meira

Haraldur Benediktsson leiðir lista Sjálfstæðismanna

Talið var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag og liggur nú ljóst fyrir hverjir skipa fjögur efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. Haraldur Benediktsson mun leiða listann en hann skipar nú annað sæti á eftir Einari K. Guðfinnssyni sem gefur ekki kost á áframhaldandi setu á Alþingi.
Meira

Naumt tap hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur lutu í lægra haldi fyrir Keflavík í úrslitakeppni fyrstu deildar á Nettovellinum syðra í gær. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram á Sauðárkróksvelli nk. miðvikudag kl. 17:15.
Meira

Mamadou Samb í stað Kurtis Hester

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur landað einum besta manni í sínar raðir í áratugi þegar skrifað var undir samning við Mamadou Samb frá Senegal. Samb, sem hefur spænskan ríkisborhgararétt mun koma í stað Antonio Hester sem áður var kynntur til sögunnar. Samb er 26 ára miðherji, 2,08 metrar hár.
Meira

Tindastólsmenn lyftu bikarnum eftir góðan sigur á Einherja

Lið Tindastóls gulltryggði efsta sætið í 3. deildinni í dag þegar strákarnir unnu öruggan sigur á liði Einherja frá Vopnafirði. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir yfir eftir rétt rúma mínútu. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti og staðan í hálfleik 3-0, sem urðu reyndar lokatölur leiksins. Að leik loknum var Tindastólsliðinu afhentur bikar.
Meira

Haförn á flugi í Skagafirði

Myndarlegur haförn kom Magnúsi Hinrikssyni á óvart er hann var í göngutúr í fjörunni neðan Sauðárkróks í morgun. Hafði hann stoppað við Ernuna og var að mynda skarfa sem höfðu stillt sér upp þegar sonur hans benti honum á örninn. Myndavélinni var snarlega snúið að konungi fuglanna sem sveif vængjum þöndum og hvarf loks sýnum yfir Hegranesið. Ernir eru ekki algengir í Skagafirði en láta þó sjá sig reglulega. Líklega er um geldfugla að ræða
Meira