Skagafjörður

Arnar Geir setti vallarmet á Meistaramóti GSS

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þátttaka og stemmingin mjög góð.
Meira

Laxanet gerð upptæk

Lögreglan á Norðurlandi vestra aðstoðaði eftirlitsmann frá Fiskistofu í síðustu viku við að gera upptæk laxanet. Hafði eftirlitsmaðurinn orðið var við að búið var að leggja netin við þéttbýliskjarna í umdæmi lögreglunnar. Hald var lagt á netinu og viðurkenndi eigandi þeirra brot sitt, eins og sagt er frá á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Darrel Keith Lewis á leið til Þórs Akureyri

Sagt var frá því í gærkvöldi á Visir.is að Darrel Keith Lewis, hafi ákveðið að fara frá Tindastóli og yfir til Þórs Akureyri. Stuttu seinna var það svo staðfest á heimasíðu Þórs.
Meira

Tindastólskempurnar kafsigldu KFS

Í hádeginu í dag mættu Eyjapeyjar í KFS á Krókinn og spiluðu við lið Tindastóls í 3. deildinni. Liðin hafa átt ólíku láni að fagna það sem af er sumri; Stólarnir á toppnum en KFS við botninn. Það kom enda í ljós í leiknum að talsverður getumunur er á liðunum en þó var það ekki fyrr en eftir klukkutíma leik að Stólarnir náðu góðri forystu. Lokatölur urðu 5-0.
Meira

Makaskipti höfð á Minjahúsinu og Aðalgötu 21-21a

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Minjahúsinu að Aðalgötu 16b og Aðalgötu 21-21a, þ.e. Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Gránu, með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Meira

Ný borhola gefur mjög góð fyrirheit

Borverktakinn VKC lauk nýverið borun á holu LH-04 við Langhús í Fljótum. Hafði holan verið boruð niður í um 100 metra dýpi síðastliðið haust. Fyrir á svæðinu eru þrjár borholur, ein þeirra var boruð af landeiganda árið 1997 og hinar tvær af Skagafjarðarveitum, 2014 og 2015. Heildarrennsli úr þessum holum var um 5 til 6 lítrar á sekúndu af um 100°C heitu vatni. Nýlega hljóp svo á snærið.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgarbyggð, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi.
Meira

Þröstur og Kolbrún taka við rekstri Ljósheima

Nýir aðilar taka við rekstri félagsheimilisins Ljósheima í Skagafirði en Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti á fundi í morgun samning við Þ. Jónsson slf., fyrir hönd Þrastar Jónssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur.
Meira

Gert ráð fyrir hótelbyggingu, heilsurækt og fjölnota íþróttahúsi í deiliskipulagi

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Flæðar og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á skipulagssvæðinu, nýjum byggingarreitum, stækkun og breytingum á núverandi byggingarreitum. Feykir hefir áður greint frá að umrædd skipulagslýsing var samþykkt á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 23. júní og á fundi sveitarstjórnar þann 29. júní 2016.
Meira

Sjávarleður í greiðsluþrot

Sjávarleður, eða Atlantic Leather, á Sauðárkróki fór í greiðsluþrot í síðustu viku. Að sögn Gunnsteins Björnssonar framkvæmdastjóra er verið að vinna í að endurreisa starfsemi fyrirtækisins. Aðalkröfuhafarnir hafa veitt leyfi til þess að halda úti lágmarksstarfsemi á meðan vinna við endurreisnina fer fram.
Meira