Sveitarfélagið Skagafjörður ekki með í Útsvari í vetur
feykir.is
Skagafjörður
06.09.2016
kl. 09.57
Sveitarfélagið Skagafjörður tekur ekki þátt í Útsvari, Spurningakeppni sveitarfélaga, í Ríkissjónvarpinu í vetur. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að líkt og síðustu ár keppa 24 sveitarfélög í Útsvari, þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og var Sveitarfélagið Skagafjörður ekki dregið út að þessu sinni.
Meira
