Skagafjörður

Hægt er að kjósa í sendiráðinu í París

Utanríkisráðuneytið vill benda Íslendingum erlendis á að utankjörstaðatkvæðagreiðsla er enn möguleg. „Mikilvægt er að hafa í huga að kjósendur erlendis verða sjálfir að koma atkvæði sínu heim,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Meira

Sviðsframkoma í Gúttó endurvakin í kvöld

Í tilefni af útgáfu ljóðbókar Skarphéðins Ásbjörnssonar „Rökkur“, verður sviðsframkoma í Gúttó endurvakin og boðið upp á ljóð, tóna og myndlist í kvöld. Skarphéðinn mun lesa úr bókinni, Gillon mun flytja nokkur lög sem og Þórólfur Stefánsson gítarleikari sem gæla mun við klassíska strengi. Dagskrá hefst kl. 20:30 og stendur yfir í rúma klukkustund.
Meira

Ólýsanleg gleði við völd í Saint-Étienne

Systurnar Snæbjört og Eyvör Pálsdætur fóru á leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu knattspyrnu í Frakklandi þann 14. júní. Þær segja upplifunina af leiknum ólýsanlega. „Við fjölskyldan gáfum Eyvöru miða á leik Íslands og Portúgals í fermingargjöf einnig fékk hún ferð til Tenerife með foreldrunum. Ferðalag okkar Eyvarar hófst því á Tenerife þar sem spennan jókst dag frá degi. Daginn fyrir leikinn áttum við flug frá Tenerife til Frakklands með smá millilendingu í Barcelona. Stemmingin í Frakklandi og á sjálfu Evrópumótinu var alveg ólýsanleg.“
Meira

Tuttugu þúsund Tólfur á Stade de France

Króksarinn Styrmir Gíslason er einna fremstur í fylkingu stuðningsmanna íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Styrmir er stofnandi stuðningsmannasveitarinnar Tólfunar. „Þetta snýst um að vera tólfti maðurinn á bak við liðið okkar á vellinum. Þegar á móti blæs þá öskrum við aðeins hærra til þess að koma þeim þangað sem þeir þurfa að komast,“ útskýrði Styrmir þegar blaðamaður Feykis heyrði í honum hljóðið fyrr í vikunni, sem var óneitanlega orðið fremur rámt.
Meira

Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld

Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Meira

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Ljóst að tónlistarnám á Sauðárkróki rúmast í Árskóla

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 16. mars sl. að skoða möguleikann á að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Aðalfundi Flugu frestað

Aðalfundur Flugu, sem halda átti í Reiðhöllinni Svaðastöðum, miðvikudaginn 22. júní kl. 18:00 er frestað til 18. ágúst af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.
Meira

Frítt inn á Minjahúsið á Sauðárkróki í sumar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á dögunum tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þess efnis að aðgangur að Minjahúsi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki verði ókeypis í sumar.
Meira