Skagafjörður

Einhuga um að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Árskóla

Fyrr í vikunni var greint frá því á feyki.is að Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði lagt til að færa tónlistarnám á Sauðárkróki inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017. Byggðarráð samþykkti tillögu Fræðslunefndar á fundi sínum í gær.
Meira

Öxna­dals­heiði lokuð vegna þriggja bíla áreksturs

Harður þriggja bíla árekst­ur varð á Öxna­dals­heiðinni upp úr klukkan 10. Lög­regla er nú á leið á vett­vang frá Ak­ur­eyri og Sauðár­króki.
Meira

Allt að smella saman fyrir Landsmótið á Hólum

Landsmót hestamanna verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní – 3. júlí. Undirbúningurinn er í fullum gangi og gengur vel að sögn Áskells Heiðars Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Landsmótsins, þó að enn séu ýmsir lausir endar sem þurfi að hnýta en ekkert stórvægilegt hefur komið upp á.
Meira

Andri Snær, Stephan G. Skagfirðingar

Þegar ég ritaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar vandi ég ferðir mínar í Skagafjörð, kynntist sögu héraðsins og ágætum Skagfirðingum. Síðan hefur mér verið hlýtt til héraðsins. Það hefur lengi loðað við ímynd Skagfirðinga að þeir séu djarfmæltir gleðimenn og hreinskilnir, þori að segja það sem segja þarf. Eitt þekktasta ljóð Stephans G. er Fjallið Einbúi og mörgum eru þessar ljóðlínur tamar: „Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd, / og hreinskilnin klöppuð úr bergi.“ (Andvökur I 378)
Meira

Lummudagar settir í Árskóla kl. 18

Lummudagar verða settir með athöfn í á lóð Árskóla á Sauðárkróki kl. 18 í dag, nánar tiltekið í „U-inu“ eins og segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Boðið verður upp á fiskisúpu, tónlist, hundasýningu og parkoursýningu.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Í gær, 22. júní, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutunina en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.
Meira

Skagfirskir kylfingar á Íslandsmóti golfklúbba um helgina

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 24.-26. júní víðsvegar um landið. Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveitir til keppni bæði í kvenna- og karlaflokki.
Meira

Íslenskur júní

Takk fyrir, það er fátt sem sameinar þjóðina betur en íþróttaafrek á erlendri grund, nema kannski náttúruhamfarir hér heima fyrir. Þá brýst fram tilfinningaveran sem blundar undir hörðum skráp sem aldagömul tilvera hefur búið okkur, og það má.
Meira

Forsetakosningar 2016

Fyrir þessar kosningar hefur verið óvenjulega mikið talað um óskýrar reglur varðandi stöðu forseta Íslands. Í minni vitund hefur það aldrei verið neitt vafamál að honum er ætlað það hlutverk, sem þjóðkjörnum fulltrúa, að vera fulltrúi þjóðarinnar allrar og öryggisventill gagnvart óhyggilegum lagasetningum flokkspólitískra meirihluta afla á þingi, eða öðrum varhugaverðum ákvörðunum stjórnar, sem orkað geta tvímælis og þjóðin öll á að fá að greiða atkvæði um áður en gert er að lögum.
Meira

Áfram hlýtt en kólnar eftir helgina

Suðvestlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, 3-8 og léttskýjað, en þokuloft við ströndina. Hiti 12 til 20 stig. Þykknar upp á morgun, dálítil rigning síðdegis.
Meira