Skagafjörður

Úrslit félagsmóts Skagfirðings

Fyrsta félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina í tengslum við Sveitasælu á Sauðárkróki og var hörkukeppni í öllum flokkum og greinum.
Meira

Vilhjálmur Kaldal með síðbúið sigurmark í enn einum sigri Stólanna

Tindastólsmenn léku á SS-vellinum á Hvolsvelli í gær þar sem þeir sóttu heim lið KFR. Rangæingar hafa heldur verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum eftir dapurt gengi framan af sumri. Þannig skelltu þeir liði Víðis í Garði 6-1 á dögunum en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Stólunum þó gestirnir hafi þurft að hafa verulega fyrir 0-1 sigri sínum.
Meira

Hægt að kaupa miða á Gæruna í kvöld

Gæran stendur nú sem hæst núna en í gær léku fyrir gesti, listamenn á borð við Contalgen Funeral, Ottoman, Blakkák og Páll Óskar. Góður rómur var gerður að tónlistaratriðunum. Eftir tónleikana héldu margir á ball á Mælifelli þar sem Páll Óskar skemmti fram á rauða nótt.
Meira

Inga Björk gefur kost á sér í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni

Inga Björk Bjarnadóttir gefur kost á sér í 1. –2. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Ingu í Fréttablaðinu í dag. Inga Björk er fædd árið 1993 og uppalin í Borgarnesi en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands.
Meira

Myndskeið um Gretti sterka

Skottafilm hefur gefið út skemmtileg myndskeið um Gretti sterka sem unnin voru í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð. Þar sést Gretti sterka, í ögn nútímanlegri búningi en venja er, ásamt griðkonum tveimur, gæða sér á kræsingum úr Matarkistunni.
Meira

Ellefu í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ellefu gefa kost á sér í forvali um sex efstu sætin á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, fimm konur og sex karlar. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og kjörskrá verður lokað 21. ágúst. Forvalið fer fram í póstkosningu frá 31 ágúst – 5. september, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði.
Meira

Fjársjóðsleit fram í sveit

Í tilefni SveitaSælu ætla Boðið á býli - The Icelandic Farm Animals, sem samanstendur af þremur sveitabæjum í Lýtingsstaðahreppi, að bjóða upp á skemmtilega uppákomu á sunnudaginn. Um er að ræða Fjársjóðsleit fram í sveit, sem er ratleikur fyrir alla fjölskylduna.
Meira

Fyrsta félagsmót Skagfirðings á Sauðárkróki

Um þessa helgi, 12-13. ágúst, verður haldið félagsmót Skagfirðings, samhliða landbúnaðarsýningu og bændahátíðinni Sveitasælu. Er þetta fyrsta félagsmót Skagfirðings og fer fram á Sauðárkróki.
Meira

Yfirlýsing um framboð frá Bjarna Jónssyni

Hér með tilkynnist að ég gef kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og býðst til þess að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Gæran hefst í kvöld

Tónlistarhátíðin Gæran hefst á Sauðárkróki í kvöld með Sólóistakvöldi á Hótel Mælifelli en Jón Jónsson mun loka því kvöldi, eftir að fjórir aðrir tónlistarmenn hafa komið fram. Á morgun föstudag verður svo barnaskemmtun með Páli Óskari á Mælifelli klukkan 17 og hinir eiginlegu Gærutónleikar verða í húsakynnum Loðskinns föstudags- og laugardagskvöld.
Meira