Skagafjörður

Sjaldséð jarðaberjatungl á lofti í kvöld

Sumarsólstöður eru á Norðurhveli jarðar klukkan 22:34 í kvöld. Það þýðir að sólin kemst ekki hærra á loft hjá okkur og mun því fara lækkandi.
Meira

Björgvin er tekinn til starfa

Nýr blaðamaður, Björgvin Gunnarsson, er tekinn til starfa hjá Feyki og mun vera hjá blaðinu í sumar. „Ég hlakka mjög til að takast á við verkefni sumarsins og vona að ég muni eiga góð samskipti við fólkið á Norðurlandi vestra,“ segir Björgvin.
Meira

Svipmyndir frá 17. júní á Sauðárkróki

Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Venju samkvæmt var farið í skrúðgöngu á Sauðárkróki og gengið var að íþróttavellinum þar sem hefðbundin hátíðardagskrá fór fram. Hlýtt og milt veður var á meðan hátíðarhöldin stóðu yfir en rigningaskúrir settu svip sinn á dagskránna.
Meira

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í gær

Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli í gær, sunnudaginn 19. júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þátttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB).
Meira

Hátíðarhöld í Skagafirði á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur um allt land á morgun og ýmislegt um að vera á Norðurlandi vestra í tilefni dagsins. Eftirfarandi er dagskráin í Skagafirði.
Meira

Vel sóttur framboðsfundur Guðna Th.

Margt var um manninn á Mælifelli, Sauðárkróki í dag en þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi fund. Á fundinum reifaði Guðni hugmyndir sínar um forsetaembættið, fór með gamansögur og svaraði spurningum úr sal.
Meira

Ben Stiller hreifst af Grettissögu í Drangeyjarferð

Leikarinn góðkunni og Íslandsvinurinn Ben Stiller var staddur á landinu á dögunum. Á meðan á dvöl hans stóð fór hann í siglingu með Drangeyjarferðum út í Drangey í Skagafirði síðastliðinn laugardag. „Hann fékk alveg frábært veður, útsýni yfir allan fjörðinn og sá nóg af lunda - þetta var mjög skemmtileg ferð,“ sagði Helgi Rafn Viggósson hjá Drangeyjarferðum, eða Drangey Tours, í samtali við Feyki.
Meira

70 björg­un­ar­gall­ar gefnir á sjö árum

Slysa­varna­skóli sjó­manna fékk tíu björg­un­ar­galla að gjöf frá VÍS á dögunum. Samkvæmt fréttatilkynningu voru gall­arn­ir af­hent­ir í kjöl­far sjó­mannadags­ins en þetta er í sjö­unda sinn, sem full­trú­ar VÍS færa skól­an­um tug björg­un­ar­galla að gjöf og því orðinn fast­ur ár­leg­ur liður.
Meira

Aðalfundur Flugu

Aðalfundur Flugu verður haldinn í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða miðvikudaginn 22. júní kl. 18:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Áhugasamir um málefni Reiðhallarinnar hvattir til að mæta.
Meira

Umgengni á losunarstað ábótavant

Íbúi á Sauðárkróki hafði samband við Feyki og vildi koma því á framfæri að umgengni á svæði sunnan við Flokku, sem ætlað er til að losa garðúrgang, væri verulega ábótavant.
Meira