Skagafjörður

„Vildum halda flutningunum heima í héraði”

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun, sem hefur höfuðstöðvar á Sauðárkróki, en teygir anga sína víða um land, fagnaði á dögunum 20 ára afmæli sínu. Magnús Svavarsson, sem stýrt hefur fyrirtækinu frá upphafi, stofnaði árið 1979 Vöruflutninga Magnúsar Svavarssonar sem samanstóðu í upphafi af honum sjálfum og einum flutningabíl.
Meira

Steinunn Rósa formaður kjördæmisráðs VG

Á kjördæmisþingi VG sem fram fór um liðna helgi var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var kjörin formaður en aðrir í stjórn eru Rún Halldórsdóttir á Akranesi og Bjarki Þór Grönfeldt í Borgarnesi.
Meira

Góð ferð á Vopnafjörð

Kvenna- og karlalið Tindastóls gerðu góð ferð austur á Vopnafjörð á laugardaginn þar sem liðinn spiluðu við heimamenn- og konur í liði Einherja og höfðu sigur í báðum viðureignum. Strákarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur en lið Tindastóls og Einherja voru með jafn mörg stig í 2.-3. sæti fyrir leikinn.
Meira

Skagfirðingar í leikmannahópnum á EM

Á vef Skagfirðingafélagsins er sagt frá því að Skagfirðingar eigi sína fulltrúa í leikmannahópnum á EM í Frakklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram í kvöld og því ekki úr vegi að fara yfir hverjir þessir Skagfirðingar eru.
Meira

Hreinsun á vettvangi lauk um tvö leytið í nótt

Olíuflutningabíll fór útaf veginum í Blönduhlíð í gærkvöldi, eins og greint hefur verið frá á feyki.is. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi slapp ökumaðurinn með skrámur þegar bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði. Aðgerðir á slysstað gengu vel og búið að koma bílnum af vettvangi. Öll hreinsun var kláruð um kl. 02 í nótt.
Meira

Forval VG í Norðvesturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi fór fram á Hvanneyri síðastliðinn laugardag, þann 11. júní. Á fundinum var samþykkt að fram fær forval vegna komandi alþingiskosninga, miðað er við að forvalið fari fram seinnipartinn í ágúst næstkomandi og kosið verði um röðun í sex efstu sæti listans.
Meira

„Skagfirðingar og Húnvetningar mæta sterkir á Hóla“ - Úrslit sameiginlegs úrtökumóts

Sameiginlegt úrtökumót Þyts, Neista, Glæsi og Skagfirðingi fyrir komandi Landsmót hestamanna var haldið á Hólum um helgina. „Feikna sterk úrtaka í öllum flokkum og spennandi að vita hvort ekki einhverjir sem eru þarna og komast ekki sem fulltrúar síns félags verði í þeim aukasætum sem eru í A-flokk og B-flokk. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. En Skagfirðingar og Húnvetningar mæta sterkir á Hóla,“ segir í fréttatilkynningu frá Skagfirðingi.
Meira

Um­hverf­is­spjöll­ af völdum olíuflutningabíls liggja ekki fyrir - FeykirTV

Mikil mildi þykir að ekki fór verr er olíuflutningabíl valt skammt frá bænum Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður olíubílsins slapp án teljandi meiðsla en eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn gjörónýtur. Lögregla og slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Skagafjarðar voru að störfum þegar blaðamanni Feykis bar að í kvöld.
Meira

Olíubíll fór útaf við Höskuldsstaði

Allt tiltækt lið Brunavarna Skagafjarðar, frá Sauðárkróki og Varmahlíð, er að störfum við Höskuldsstaði í Blönduhlíð þar sem olíubíll fór útaf um kl. 18:30 í kvöld og liggur þar á hvolfi utan vegar. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar slapp ökumaður olíubílsins án teljandi meiðsla.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 8. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 á Sauðárkróki en samkvæmt vefsíðu sveitarfélagsins er skipulagssvæðið um 3 ha að stærð og afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Sauðármýri og Ártorgi. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til aukins byggingarmagns á lóðunum og breytinga á innbyrðis lóðarmörkum.
Meira