Skagafjörður

72 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 72 nemendur.
Meira

Dagur Þór vann lokaverkefni um aukin flakagæði þorsks

Þann 29. apríl síðastliðinn varði Skagfirðingurinn Dagur Þór Baldvinsson lokaritgerð sína í Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri sem fjallaði um áhrif skurðarhraða og stærðar fisks á flakagæði þorsks. Um er að ræða samstarfsverkefni milli FISK Seafood og Vélfags í Ólafsfirði sem unnið var hjá Iceprotein.
Meira

Vinabæjamót í Skagafirði hófst í dag

Í dag hófst vinabæjamót í Skagafirði en um 30 manns frá hinum Norðurlöndunum komu í fjörðinn í gærkvöldi. Vinabæirnir eru Espoo í Finnlandi, Køge í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Kongsberg í Noregi. Mótið stendur til 2. júní.
Meira

Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi

Búvörusamningur og tollasamningurinn við Evrópusambandið eru til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Hægt er að gagnrýna báða þessa samninga út frá mörgum sjónarmiðum. Eins og komið hefur fram hefur tollasamningurinn ekki verið unninn í neinu samráði við bændur, aðra hagsmunaaðila, neytendur eða aðra flokka en þá flokka sem sitja í ríkisstjórn.
Meira

Tindastólsmenn með sigur á Dalvík/Reyni

Tindastóll vann góðan sigur á Dalvík/Reyni á laugardaginn í 3. umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið var á Dalvíkurvelli við ágætar aðstæður og fór svo að Stólarnir unnu góðan 0-3 sigur.
Meira

Ferðaþjónar kynna starfsemi sína

Á fimmtudaginn kemur stendur Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði fyrir árlegum súpufundi á Hótel Varmahlíð. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 14.
Meira

Rallýið fer af stað um næstu helgi

Rallýáhugafólk er farið að setja sig í stellingar en fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý 2016 verður ekin á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Að venju er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem sér um þessa fyrstu keppni en hún hefst með akstri á sérleið um Nikkel klukkan 18:10 á föstudeginum.
Meira

Svínakjöt í súrsætri sósu og rabarbarakaka

Þau Ragna Jóhannsdóttir og Pétur Valdimarsson á Sauðárkróki voru Matgæðingar vikunnar í 28. tölublaði Feykis 2012, Þau buðu upp á grænmetissúpu með tortellinni í forrétt, svínakjöt í súrsætri sósu í aðalrétt og rabarabaraköku með ristuðu kókosmjöli í eftirrétt.
Meira

Fyrsta meistaraverkefnið unnið alfarið hjá Iceprotein

Lilja Rún Bjarnadóttir varði meistararitgerð í matvælafræði frá Háskóla Íslands í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki sl. mánudag. Verkefnið var alfarið unnið við Iceprotein, í samstarfi við Kjötafurðarstöð KS, Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Ísaga og Matís. Um er að ræða stóran áfanga í sögu Iceprotein sem ber vitni um gróskuna í lífhagkerfi Skagafjarðar.
Meira

Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival

Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
Meira