Skagafjörður

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum úr Safnasjóði 2016 til safna um allt land. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlutu verkefnastyrki, auk þess sem þau hlutu 800.000 kr. rekstarstyrki hvert fyrir sig.
Meira

Sæmdur gullmerki Kiwanis á sextugsafmælinu

Ólafur Jónsson á Hellulandi í Skagafirði var á dögunum sæmdur gullmerki Kiwanis í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Ólafur hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir kiwanisklúbbin Drangey, sem og á landsvísu.
Meira

Afhentu Ívari Elí 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði

Formenn 10. bekkjar í Árskóla á Sauðárkróki, Róbert Smári Gunnarsson og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir afhentu nýlega Ívari Elí Sigurjónssyni, fimm ára flogaveikum dreng á Sauðárkróki, 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði 10. bekkjar. Eins og Feykir hefur greint frá glímir hefur Ívar Elí í nærri tvö ár glímt við alvarlega flogaveiki og þarf á næstunni að fara til Boston til rannsókna og lækninga.
Meira

Egill og Dís frá Hvalnesi efst í tölti

Punktamót Skagfirðings var haldið við Reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki á föstudaginn. Þátttaka var ágæt og vel viðraði til keppninnar. Keppt var í tölti T1 og T2, fjórgangi V1 og V5 og fimmgangi F1. Úrslit urðu eftirfarandi:
Meira

Pétur Rúnar og Viðar með öll verðlaunin í meistaraflokki karla

Lokahóf körfuknattleiksdeildar fór fram 30. apríl sl. Að venju voru afhent verðlaun fyrir veturinn. Körfuboltaárið hefur verið gott hjá Tindastóli og vill körfuknattleiksdeildin koma á framfæri þakklæti til sjálfboðaliða, styrktaraðila og stuðningsmanna fyrir kröftugt starf í vetur.
Meira

Vinjettuhátíð á Hólum í Hjaltadal

Ármann Reynisson er fæddur árið 1951 og hefur tekið virkan þátt í menningar- og viðskiptalífi á Íslandi allt frá því hann snéri heim frá Englandi að loknu námi við London School of Economics. Feykir hafði samband við Ármann og fékk að heyra aðeins um hans bakgrunn og þá list að skrifa vinjettur, sem hefur undið upp á sig frá því að fyrsta bókin kom út árið 2001.
Meira

Fyrstu tvö bindi Dalalífs endurútgefin hjá Forlaginu

Fyrstu tvö bindi Dalalífs hafa nú verðið endurútgefin hjá Forlaginu, á 70 ára útgáfuafmæli skáldkonunnar. Er þetta í fjórða sinn sem þetta höfuðverk Guðrúnar kemur út. Fyrsta bindið skipar nú fjórða sætið a metsölulista Eymundsson en annað bindið sjötta sætið.
Meira

Stórt skref til framtíðar

Uppbygging á 2300 leiguíbúðum er rétt handan við hornið en önnur umræða um frumvarp um almennar félagsíbúðir fór fram á Alþingi í vikunni. Þessi mikilvæga uppbygging er því rétt handan við hornið. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem verið hefur á leigumarkaði frá árinu 1965 eða þegar Breiðholtið var byggt. Nú er tekið stórt skref til framtíðar með gríðarlegri uppbyggingu og stöðugleika á leigumarkaði. Hér er um að ræða uppbyggingu á kerfi þar sem stuðlað er að félagslegri blöndun íbúanna.
Meira

Reynir Snær gítarleikari á heiðurstónleikum Prince í Eldborg

Heiðurtónleikar Prince verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu um aðra helgi, laugardaginn 21. maí. Hljómsveitin sem þar kemur fram ásamt söngvaranum Seth Sharp er m.a. skipuð ungum gítarleikara frá Sauðárkróki, Reyni Snæ Magnússyni.
Meira

Vill beita skattkerfinu til að styrkja byggðir landsins

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra, hyggst láta skoða hvernig beita megi skattkerfinu á því hvernig beita megi skattkerfinu við að styrkja byggðir landsins.
Meira