Skagafjörður

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum

Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Meira

Úrtökumót fyrir landsmót um helgina

Sameiginleg úrtaka Skagfirðings, Neista, Glæsis og Þyts fyrir Landsmót 2016 verður á Hólum um komandi helgi, 10. - 12. júní. Hér meðfylgjandi er tímaseðill fyrir mótið.
Meira

Fjölbreytt barna-og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíð

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og unglignaskemmtun á Jónsmessuhátíð á Hofsósi sem haldin verður um aðra helgi. Hefst hún með sundlaugarpartýi fyrir 12-18 ára á föstudagskvöldinu frá kl. 21-23, með leikjum og tónlist.
Meira

Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Meira

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur, sem er frá Glaumbæ í Skagafirði, sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár hjá LK.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins færist í Jarlsstofu

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júní, kl 20:00. Fundarstaður hefur verið færður til og verður fundurinn í Jarlsstofu á neðstu hæð Hótel Tindastóls, en ekki á Kaffi Krók eins og auglýst hafði verið.
Meira

Rann á kyrrstæðan bíl

Helgin var róleg hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, og allt með kyrrum kjörum, þrátt fyrir hátíðarhöld vegna sjómannadagsins, að sögn vakthafandi lögreglumanns sem Feykir hafði samband við í gær .
Meira

Umhverfisdagar í Skagafirði um helgina

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga um komandi helgi, 10. - 12. júní. Takmarkið er að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Því er mikilvægt að íbúar taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.
Meira

Svar Íslandspósts vegna ályktunar aðalfundar LK um póstþjónustu

Eins og Feyki hefur ítrekað fjallað um var póstdreifingardögum fækkað í dreifbýli 1. apríl sl. Sveitarfélög, fyrirtæki og ýmis hagsmunasamtök hafa sent frá sér ályktanir vegna þessa. Meðal annarra aðalfundur Landssambands kúabænda 2016, sem samþykkti svofellda ályktun um póstþjónustu, sem send var til Íslandspósts:
Meira