Skagafjörður

Af hverju Píratar?

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru: 1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða.
Meira

Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Meira

Nýtt hjól afhent og tekið í gagnið á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki - myndir

Íbúar Sauðárkróks hafa ef til vill séð til þeirra stallna, Ástu Karenar Jónsdóttur sjúkraliða á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Önnu Pálínu Þórðardóttur, hjóla um bæinn sl. laugardag þegar þær fóru í fyrsta hjólatúrinn á nýju hjóli sem þær hrintu af stað söfnun fyrir í upphafi árs. Ekki er um hefðbundið reiðhjól að ræða heldur rafknúið hjól sem tekur farþega.
Meira

Tindastóll mætir KFR á Hofsósvelli

Karlalið Tindastóls mætir KFR í 3. deild karla á Hofsósvelli á sunnudaginn kemur, 5. júní. Leikurinn hefst klukkan 14. Það er því upplagt að leggja leið sína á Hofsós á sjómannadaginn og sjá leikinn í leiðinni.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks lokuð frá 8-17 á morgun

Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð á morgun, föstudag, milli kl. 8 og 17, vegna námskeiðs starfsfólks. Eftir það tekur við venjulegur sumaropnunartími en hann er sem hér segir:
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga tekur við staðarvörslu á Víðimýri

Þjóðminjasafn Íslands hefur samið við Byggðasafn Skagfirðinga um að það taki við staðarvörslu á Víðimýri. „Kirkjan er ein af mestu djásnum Skagafjarðar frá gamalli tíð,“ segir á heimasíðu Byggðasafnsins.
Meira

Bjórhátíðin á Hólum á laugardaginn

Hin árlega Bjórhátíð verður haldin í sjötta sinn að Hólum í Hjaltadal næstkomandi laugardag. Eins og áður munu íslenskir bjórframleiðendur mæta og kynna sínar vörur, nýjungar á bjórmarkaðnum og svo vonandi hvað er væntanlegt.
Meira

Gleðiganga Árskóla í myndum

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd þegar árviss Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í blíðaskaparveðri í gærmorgun. Lítríkir nemendur og starfsfólk fylktu liði frá skólanum að túninu við HSN á Sauðárkróki þar sem þeir brugðu á leik, sungu og dönsuðu við áhorf heimilis- og starfsfólk stofnunarinnar, áður en þau héldu áfram leið sinni niður í bæ. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.
Meira

Undirbúningur fyrir úrtöku og Landsmót hestamanna

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður börnum, unglingum og ungmennum sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót boðið upp á æfingartíma. Æfingar fara fram föstudaginn 3. og laugardaginn 4. júní á Hólum í Hjaltadal. Kennarar verða Pétur Örn Sveinsson og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir.
Meira

Æfingar sumarsins hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur auglýst æfingadagskrá sumarsins í Sjónhorninu í dag en æfingar hefjast næstkomandi mánudag. Í auglýsingunni segir að æfingar 6. flokks sé kl. 13:10 og 7. flokks 8:10 en því mun vera öfugt farið, rétt er að 6. flokkur mun æfa kl. 8:10 og 7.fl. er kl. 13:10.
Meira