Skagafjörður

Jónsmessudagskráin hefst á fimmtudaginn

Dagskrár Jónsmessuhátíðarinnar á Hofsósi hefst á fimmtudagskvöldið með formlegri opnun á myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Á föstudaginn og laugardaginn verður svo fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Fjölskylduhátíð harmónikuunnenda í Skagafirði

Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skagafirði hefur verið haldin um árabil, fyrst í Húnaveri þar sem félagið var lengi í samvinnu við Húnvetninga. Nú heldur Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði hana öðru sinni á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, helgina 24.-26. júní næstkomandi en þar er aðstaða fyrir gesti hin glæsilegasta.
Meira

Spáð þokubökkum við ströndina

Norðlæg átt og 3-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður skýjað með köflum og þokubakkar við ströndina. Hiti 7 til 15 stig, svalast á annesjum.
Meira

Fjölmennasti brautskráningarhópurinn úr ferðamáladeild

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum vorið 2016 fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn var. Dagskráin var með hefðbundnum hætti og hófst með ávarpi rektors skólans, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur.
Meira

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks hefjast í haust

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks hefur samþykkt að farið verði í hönnun byggingarnefndarteikninga og kostnaðargreiningu á breytingum á Sundlaug Sauðárkróks samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá Úti og inni arkitektum, sömu og teiknuðu viðbyggingu Árskóla. „Þetta eru ekki fullmótaðar tillögur en þetta er hugmyndafræðin sem við erum að vinna eftir,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Feyki.
Meira

Hard Wok í umfjöllum Moggans um matarferðamennsku

Veitingastaðurinn Hard Wok er einn nokkurra veitingastaða á landinu sem fjallað er um í umfjöllum Morgunblaðsins í gær um matarferðamennsku. Þar er saga staðarins rakin og sagt frá vaxandi vinsælum hans og Íspinnagerðinni Frís sem er rekin samhliða Hard Wok.
Meira

Landsmótsgestir boðnir velkomnir með skemmtilegu myndbandi

Skotta Film hefur framleitt myndband fyrir Hrossaræktarsamband Skagfirðinga, með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Unga stúlkan sem er sögumaður í myndbandinu heitir Jódís Helga Káradóttir og býr í Varmahlíð.
Meira

Amínó fæðubótarefni Iceprotein og Protis fá góðar undirtektir

Iceprotein og Protis á Sauðárkróki settu nýlega á markað vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein segir viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.
Meira

Að segja eitt og gera allt annað

Á síðustu árum hefur Framsóknarflokkurinn gefið hástemmd loforð um veigamiklar úrbætur í húsnæðismálum. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur gengið þar fremst og lofað m.a. afnámi verðtryggingar, lækkun byggingakostnaðar um 10%, bæta stöðu ungs fólks og leigjenda, auk þess að efla hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Meira