Skagafjörður

Um 120 tóku þátt í Kvennahlaupinu á Sauðárkróki

Konur á öllum aldri lét þokuna á laugardaginn ekkert á sig fá, heldur fjölmenntu í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Sauðárkróki. Þegar þátttakendur höfðu nælt sér í í einkennisboli hlaupsins hófst upphitun við Sundlaug Sauðárkróks, undir stjórn Árna Stefánssonar. Var síðan hlaupið af stað, og vegalengdir og hraði eftir getu hvers og eins. Að sögn Völu Hrannar Margeirsdóttur, sem sér um hlaupið annað árið í röð, ásamt þeim Margréti Helgu Hallsdóttur og Önnu Hlín Jónsdóttur, voru um 120 þátttakendur á Sauðárkróki.
Meira

Heldur minna sólfar og ekki verulegur lofthiti

Þriðjudaginn 7. júní 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í blíðskaparveðri, sólskini og 15 stiga hita, en í síðustu spá veðurklúbbsins hafði einmitt verið gert ráð fyrir góðu veðri þennan dag.
Meira

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu var ekin um helgina

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý var ekin í blíðskaparveðri á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní en keppnin var haldin af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Mikil spenna var í loftinu strax í upphafi, fjórtán áhafnir voru skráðar til leiks og ljóst var að barist yrði um verðlaunasæti.
Meira

Setlaug við smábátahöfnina

Siglingaklúbburinn Drangey hefur óskað eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki. Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbinn og vilja nýta sér aðstöðu hans. Þetta kemur fram í fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá því í morgun.
Meira

Feðgar spiluðu saman í sigurleik Tindastóls

Lið Tindastóls tók á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga (KFR) á Hofsósi í gær. Tindastólsmenn höfðu unnið síðustu tvo leiki sína í 3. deildinni og bættu þeim þriðja við með góðum leik en lokatölur urðu 4-0. Feðgarnir Gísli Eyland Sveinsson og Jón Gísli Eyland Gíslason tóku báðir þátt í leiknum í gær.
Meira

Spennandi keppni á sterku WR móti

WR hestaíþróttamóti UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum 21. maí siðast liðinn. Þetta var fyrsta stórmótið sem hestamannafélagið Skagfirðingur stóð fyrir og tókst það prýðilega. Þetta var einnig fyrsta mótið á nýjum keppnisvelli á Hólum og því fín prufukeyrsla fyrir komandi Landsmót.
Meira

Höldur viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz

Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri. Bílaumboðið Askja hefur hingað til verið eini viðurkenndi þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi enda með umboð fyrir þýsku lúxubílanna frá Stuttgart en Höldur bætist nú í hópinn. Höldur mun að þessu tilefni bjóða til veglegrar Mercedes-Benz bílasýningar á verkstæði fyrirtækisins á Akureyri nk. föstudag og laugardag.


Meira

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning eru meðal viðburða á Jónsmessuhátíð á Hofsósi síðar í þessum mánuði. Hátíðin hefst að þessu sinni á fimmtudegi, 16. Júní, með opnun myndlistarsýningar Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Hallrún var með sýna fyrstu einkasýningu í Sæluviku í Skagafirði í vor og vakti hún verðskuldaða athygli.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands. Laugardaginn 25. júní 2016 í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra verður sem hér segir:
Meira

Sólar- og blíðuspá fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Sauðárkróki morgun, laugardaginn 4. Júní og hefst kl. 10. „Það er sannkölluð sólar - og blíðuspá fyrir laugardaginn og við höldum í vonina að sú spá rætist, ef ekki þá verðum við allavega með sól í hjarta,“ segir í tilkynningu um hlaupið.
Meira