Ísbjörn felldur við Hvalnes á Skaga í gærkvöldi
feykir.is
Skagafjörður
17.07.2016
kl. 16.36
Ísbjörn sem gekk á land við bæinn Hvalnes á Skaga var felldur seint í gærkvöldi, um leið og leyfi barst frá lögreglu, að sögn ábúenda á bænum. Um 500 metra frá Höfðanum þar sem hans varð fyrst vart voru heimalningar í girðingu og börn að leik. Haft var samband við vana skyttu, Jón Sigurjónsson í Garði í Hegranesi og kom hann þegar á vettvang og felldi dýrið í einu skoti úr um 130 metra færi.
Meira
