Skagafjörður

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í morgun fór fram opinn fundur um húsnæðismál. Þar voru húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra til umræðu. Á fundinum fór undirrituð yfir þær breytingar sem nefndarmenn velferðarnefndar hefur gert á frumvörpunum og almennt yfir stöðu málanna í nefndinni.
Meira

Bríet Lilja og Linda Þórdís í U18 landsliðinu

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Mótið sem í tæpa tvo áratugi hefur farið fram í Svíþjóð verður nú haldið í Finnlandi. Tilkynnt hefur verið um íslensku U16 og U18 ára hópana fyrir verkefnið og í U18 hóp stúlkna eru Skagfirðingarnir Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir.
Meira

Varað við hvassviðri norðvest­an­lands

Bú­ist er við hvassviðri eða stormi (15–23 m/​s) norðvest­an­lands seint í nótt og fram að há­degi á morg­un að sögn Veður­stofu Íslands sem hef­ur sent frá sér viðvör­un. „Skæðustu vind­streng­irn­ir verða þar sem suðvestan­átt­in stend­ur af fjöll­um og gætu þá trampólín átt erfitt með að halda kyrru fyr­ir,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Sæl og glöð í sauðburðarheimsókn

Á föstudaginn heimsóttu fyrstu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki bæinn Keldudal í Hegranesi í Skagafirði í sauðburði. Um var að ræða 23 börn sem skoðuðu búskapinn, ásamt kennurum sínum. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur bónda þar hefur sú hefð verið í 35 ár að fyrsti bekkur heimsæki bæinn.
Meira

Góðan daginn Íslandspóstur

Mig langar að leggja inn formlega kvörtun yfir póstþjónustunni á landsbyggðinni. Við búum útí sveit rétt hjá Varmahlíð og Sauðárkrók og hér er ekki lengur keyrður út póstur alla virka daga heldur einungis 3 daga vikunnar aðra vikuna og 2 hina vikuna.
Meira

40 ára afmæli fagnað í Varmahlíðarskóla

Varmahlíðarskóli í Skagafirði fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Núverandi skólahúsnæði var tekið í notkun veturinn 1975-1976 og fyrsti árgangurinn því útskrifaður þaðan vorið 1976. Nemendur og starfsfólk skólans minnast tímamótanna í þessari viku, með þemadögum og opnu húsi þar sem gestum gefst tækifæri til að heimsækja skólann á morgun, fimmtudag, frá klukkan 15-18.
Meira

Heillandi leikur og glíma við sjálfan sig

Með hækkandi sól fer fiðringur um kylfinga landsins og eftirvæntingin eftir því að komast út á golfvöllinn gerir vart við sig. Þeir Rafn Ingi Rafnsson og Kristján B. Halldórsson hjá Golfklúbbi Sauðárkróks eru þar engin undantekning en blaðamaður Feykis hitti þá félaga á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki þegar Jón Þorsteinn Hjartarson golfkennari var að renna í hlað.
Meira

Skagfirðingabúð oftast með lægsta verðið

Skagfirðingabúð var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á svæðinu miðvikudaginn 18. maí. Skagfirðingabúð var með lægsta verðið í 59 tilvikum og Hlíðarkaup í 52. Hæsta verðið var oftast að finna í Hlíðarkaupum eða í 47 tilvikum og Skagfirðingabúð í 41 tilviki.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks færði Endurhæfingu HSN á Sauðárkróki veglega gjöf

Á mánudaginn færði Kvenfélag Sauðárkróks Endurhæfingu HSN veglega gjöf. Um er að ræða svokallaðar trissur sem eru góð viðbót við tækjasal Endurhæfingarinnar. Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri og Fanney Ísfold Karlsdóttir, forstöðumaður sjúkraþjálfunar, veittu gjöfinni viðtöku. Gat Herdís þess að allur tækjabúnaður í salnum væri gefinn af hinum ýmsu fyrirtækjum og félagasamtöku sem eru velviljuð stofnuninni.
Meira

Endurbætur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Húsnæði Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna fær andlitslyftingu utandyra þessa dagana. Það eru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra sem skreyta veggina með myndum og málningu. norðanátt.is greinir frá.
Meira