feykir.is
Skagafjörður
22.01.2016
kl. 09.54
Mjólkursamlag KS átti 80 ára afmæli á síðasta ári, en vinnsla hófst hjá samlaginu, sem þá var staðsett sunnan við Gránu, í júlí árið 1935. Af því tilefni færði Kaupfélag Skagfirðinga Snorra Evertssyni, fyrrum samlagsstjóra, virðingarvott fyrir starf hans í þágu mjólkurvinnslu í Skagafirði. Snorri, sem er Skagfirðingur að uppruna, ættaður frá Stóru-Gröf í fyrrum Staðarhreppi, hafði þá nýlega látið af störfum eftir nærri 50 ára starf við samlagið. Í tilefni þessa ræddi blaðamaður Feykis við hann um starfsferilinn og sögu samlagsins, einkum þróun mjólkurvinnslu eftir að hann hóf störf árið 1959, þá 14 ára gamall.
Meira