Skagafjörður

Féll 3-4 metra niður í fjöru á Vatnsnesi

Seinnipartinn á laugardaginn var Björgunarsveitin Húnar kölluð út vegna manns sem hafði slasast í fjörunni við Skarð á Vatnsnesi. Var hann á göngu þegar hann féll um 3-4 metra niður í fjöruna.
Meira

Skýlaust brot á lögum um velferð dýra

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta í fjölmiðlum um dráp á kú á Norðvesturlandi um mitt síðastliðið ár. Í Fréttatímanum var greint frá því að bóndi á Norðurlandi hafi verið ákærður fyrir dýraníð í fyrrasumar eftir að hann „brá reipi um hálsinn á ungri kvígu og festi það aftan í jeppabifreið og dró hana liggjandi á eftir bílnum, þannig að hún drapst,“ eins og segir í frétt Fréttatímans.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í dag

Loka þarf fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í dag vegna viðgerðar. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að byrjað verður kl. 14:00 og mun viðgerðin standa eitthvað fram eftir degi.
Meira

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi kanna hvað verður um útrunnin matvæli

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er fjallað um könnun, framkvæmd í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið á Norðurlandi eystra, þar sem athugað var hvað verði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út. Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði voru heimsóttar, auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.
Meira

Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld

Hæg suðlæg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en austan 5-13 á annesjum síðdegis. Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld, síðan úrkomulítið. Suðaustan 5-13 og rigning seinni partinn á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Meira

Spilavíti eru „Víti til varnaðar“

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir, sem er fínna orð yfir sama hlut. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði leggjumst alfarið gegn lögleiðingu spilavíta og teljum það auka þann gífurlega vanda sem spilafíkn er og vinna gegn lýðheilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og úr Bjartri framtíð.
Meira

Pétur og Helgi Rafn með stjörnuleik í mögnuðum bardaga í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í úrslitakeppninni í körfuknattleik í Síkinu í kvöld. Stólarnir unnu fyrsta leikinn suður með sjó og eftir heilmikinn bardaga tryggðu þeir annan sigurinn í kvöld og eru komnir í kjörstöðu í viðureigninni því nú eru Keflvíkingar komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Lokatölurnar í kvöld voru 96-80 og var Pétur Birgis, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega? - Ráðstefna Guðbrandsstofnunar

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Bandalag íslenska listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands með áherslu á menningarfræði standa að ráðstefnu um gildi menningar. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 31. mars og 1. apríl nk.
Meira

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun.
Meira

Stólarnir sendu sterk skilaboð í Sláturhúsinu suður með sjó

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í Vesturbænum en í Sláturhúsinu í Keflavík voru Tindastólsmenn mættir ásamt fjölmennu fylgdarliði og öttu kappi við heimamenn í hressilegum leik. Stólarnir tóku forystuna snemma leiks og héldu henni allt til leiksloka en spennan var í hámarki undir lokin þegar heimamenn gerðu ágæta atlögu að Stólunum. Steig þá upp Darrel Lewis og lokaði leiknum. Lokatölur 90-100 og lið Tindastóls komið með undirtökin í einvígi liðanna.
Meira