Skagafjörður

Suðlægar áttir ríkjandi næstu daga

Sunnan 3-8 og bjartviðri er á Ströndum og Norðurlandi vestra en 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti 4 til 10 stig að deginum, en nálægt frostmarki í innsveitum í nótt. Þá eru vegir greiðfærir um mestallt land.
Meira

KS-Deildin heldur áfram í kvöld

KS-Deildin heldur áfram í kvöld en þá er reiknað með mjög spennandi tölt-keppni í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Skemmtunin hefst kl. 19:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.
Meira

Nýr Landspítali ohf til samstarfs við Fjölnet

Nýr Landspítali ohf. og Fjölnet hafa gert með sér samning vegna reksturs tölvukerfa. Á myndinni sjást, Sigurður Pálsson rekstrarstjóri Fjölnets og Gunnar Svavarsson NLSH handsala samninginn.
Meira

Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Meira

Nemandi úr Árskóla verður að persónu í bók eftir Ævar

Lestrarátak Ævars vísindamann stóð frá 1. janúar til 1. mars en samkvæmt talningu á innsendum lestrarmiðum voru lesnar 54 þúsund bækur í átakinu. Þetta kom fram þegar dregið var úr lestrarátakspottinum á mánudagsmorgun. Nemendur úr Árskóla Sauðárkróki, Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla og Hríseyjarskóla voru dregin úr pottinum og þau verða gerð að persónum í bók eftir Ævar sem kemur út í apríl. rúv.is greinir frá.
Meira

Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV

Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira

Frábærir hestar skráðir til leiks í töltkeppni KS-Deildarinnar

Töltkeppni KS Deildarinnar fer fram á miðvikudagskvöldið kemur, 16. mars, og hefst keppni kl 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og verður gaman að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá deildinni.
Meira

Sveitarfélög skoða hvernig bregðast skuli við vegna skaðsemi dekkjakurls á sparkvöllum

Eins og Feykir fjallaði um fyrir helgi eru sveitarfélög á Norðurlandi vestra nú að skoða hvernig bregðast skuli við skaðsömu efnainnihaldi dekkjakurls sem notað er sem uppfyllingarefni á gervigrasvöllum.
Meira

Þakplötur fuku af Steypustöð Skagafjarðar

Talsverðar skemmdir urðu á Sauðárkróki í storminum sem gekk yfir í gær og í nótt. Stór hluti af þakplötum fauk af Steypustöð Skagafjarðar. Ýmsar aðrar skemmdir urðu, einkum í nyrsta hluta bæjarins, að sögn Baldurs Inga Baldurssonar, formanns Skagfirðingasveitar.
Meira

Aukasýning á Mjallhvíti og dvergunum sjö í dag

Í dag klukkan 17 verður aukasýning á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, í Félagsheimilinu Bifröst. Uppsetningin er í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Meira