Skagafjörður

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira

Spáir slyddu seint í kvöld

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hægviðri og léttir smám saman til, suðaustan 8-13 m/s og slydda seint í kvöld. Hiti kringum frostmark. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er talsvert autt á Norðurlandi vestra, þó eru hálkublettir á Vatnsskarði. Hálka er víða á útvegum.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Bifröst

Framkvæmdir standa nú yfir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki en blaðamaður Feykis tók þessa mynd í dag, er hann átti leið hjá í góða veðrinu, af vöskum iðnaðarmönnum að verki. Samkvæmt upplýsingum frá Sveitarfélaginu Skagafirði er verið er að endurnýja þakjárn og þakrennur, skipta út hluta borðaklæðningar ásamt því að bæta einangrun á þakinu.
Meira

Myndaáskorun um minjar í íslenskri náttúru

Byggðasafn Skagfirðinga hefur tekið þátt í myndaáskorun sem fór fram á Facebook síðustu daga en fimmta og jafnframt síðasta myndin var birt í dag. Það var Fornleifastofnun Íslands sem skoraði á Byggðasafnið að birta myndir af minjum í íslenskri náttúru á fimm dögum.
Meira

Myndröð frá Laufskálarétt hlýtur blaðaljós­mynd­araverðlaun

Sýn­ing ís­lenskra blaðaljós­mynd­ara opnaði í Perlunni sl. laugardag. Við opn­un­ina voru nokkr­um ljós­mynd­ur­um veitt verðlaun fyr­ir bestu mynd­ir árs­ins 2015 en þeirra á meðal var myndröð Heiðu Helgadóttur frá Laufskálarétt. mbl.is greinir frá.
Meira

Gulla á gamansömum nótum

Skemmtilegir pistlar sem birtust í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa vakið verðskuldaða athygli. Sú sem heldur um pennann í umræddum skrifum er þjóðfræðingurinn Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, sem um þessar mundir starfar hjá Kjötafurðastöð KS. Guðlaug er heimasæta úr Reykhólasveit og er skráð sem slík á ja.is.
Meira

Fullkomið brúðkaup á fjalirnar

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á Sæluvikustykki ársins. Er það farsinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon sem varð fyrir valinu. Undirbúningsfundur vegna uppsetningarinnar, sem haldinn var í síðustu viku, var vel sóttur.
Meira

Guðmundur biskup góði og brunnar hans

Guðmundur Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur erindi í Auðunarstofu kl. 17:00 á Gvendardegi, miðvikudaginn 16. mars, sem hann nefnir: Guðmundur biskup góði og brunnar hans.
Meira

Lewis leiddist þófið og kláraði Grindvíkinga

Tindastóll lék síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Dominos-deildarinnar þessa vertíðina í gærkvöldi. Það voru Grindvíkingar sem komu í heimsókn og gáfu þeir Stólunum ekkert eftir í spennandi en frekar skrítnum körfuboltaleik þar sem heimamenn virtist skorta alla einbeitingu á löngum köflum. Jafnt var þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en þá nennti Darrel Lewis þessu ströggli ekki lengur og kláraði leikinn með stæl. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira