Skagafjörður

Lewis leiddist þófið og kláraði Grindvíkinga

Tindastóll lék síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Dominos-deildarinnar þessa vertíðina í gærkvöldi. Það voru Grindvíkingar sem komu í heimsókn og gáfu þeir Stólunum ekkert eftir í spennandi en frekar skrítnum körfuboltaleik þar sem heimamenn virtist skorta alla einbeitingu á löngum köflum. Jafnt var þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en þá nennti Darrel Lewis þessu ströggli ekki lengur og kláraði leikinn með stæl. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra í Skagafirði verður í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 13. mars frá kl. 15-17. Allur ágóði rennur til kaupa á rafmagnslyftustól eða annarskonar hvíldarstólum.
Meira

Spornað við svartri atvinnustarfsemi

Svört atvinnustarfsemi hefur verið mjög í umræðunni að undanförnu og eru stéttarfélög nú í átaksaðgerðum til að sporna við henni. Slíkt eftirlit hefur raunar verið viðhaft um árabil, en eins og haft var eftir Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í síðasta tölublaði Feykis er nú verið að „girða sig í brók“ og taka þetta fastari tökum.
Meira

Nýtt útlit farmiða fullorðinna hjá Strætó bs.- Innköllun á eldri farmiðum

Þriðjudaginn 1. mars 2016 tók gildi ný gjaldskrá Strætó bs. Samhliða því fengu farmiðar fullorðinna breytt útlit. Áður voru 9 farmiðar í hverri örk, nú verða 20 farmiðar í örkinni. Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó, sem er á hverjum miða. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó bs.
Meira

Kynningarfundir vegna búvörusamninga

Kynningarfundir vegna búvörusamninga verða haldnir um allt land dagana 7.-11 mars. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að fundirnir á Norðurlandi vestra verða í Víðihlíð í Húnaþingi vestra og að Löngumýri í Skagafirði.
Meira

Sýnataka Heilbrigðiseftirlitsins leiddi ekkert óeðlilegt í ljós

Raki í húsnæði yngra stigs leikskólans Ársala á Sauðárkróki hefur valdið áhyggjum nokkurra foreldra sem óttast að þar kunni að vera myglusveppur. Í Feyki vikunnar er fjallað um fundi sem boðað var til með foreldrum vegna þessa, þar sem foreldrar voru upplýstir um stöðu mála, fyrirhugaðar aðgerðir leikskólans og sveitarfélagsins sem og niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins.
Meira

Grasrótarknattspyrna á Hofsósi á forsíðu

UEFA ( Knattspyrnusamband Evrópu ) gefur reglulega út blöð og bæklinga sem dreift er til allra Knattspyrnusambanda í Evrópu. Í nýjasta blaðinu er fjallað um litla Ísland og hvernig það komst á lokamótið í Frakklandi.
Meira

Molduxamótið 2016 verður þann 16. apríl

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða: 40+, 30+ og kvennaflokk.
Meira

Gurley startaði Stólunum í geggjuðum sigri á KR

Hann var alveg geggjuð skemmtun leikur Tindastóls og Íslandsmeistara KR í Síkinu í kvöld. Bæði lið hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum og það mátti búast við hörkuviðureign og áhorfendur voru sannarlega ekki sviknir um hana. Eftir erfiða byrjun unnu heimamenn sig inn í leikinn og spiluðu annan og þriðja leikhluta frábærlega. Stuðningsmenn Tindastóls voru heldur betur með á nótunum og hvöttu sína menn óspart áfram gegn urrandi baráttuglöðum KR-ingum. Lokatölur 91-85 fyrir Tindastól.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira