Skagafjörður

Háskóladagurinn verður í FNV á föstudaginn

Háskóladagurinn verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 18. mars frá kl. 9:45 til 11:15. Allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum.
Meira

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Fermingarblað Feykis aðgengilegt á netinu

Feykir vikunnar er tileinkaður fermingum. Að venju er blaðið stærra í sniðum, fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Nönnu Rögnvaldar matreiðslufrömuð og metsöluhöfund þar sem segir frá æskuárum sínum í Skagafirði og talar um matarástina. Fjallað er um söngleikinn Súperstar sem verið er að setja á svið á Hvammstanga og viðtal við Jóhönnu Ey sem hannar og saumar undir J.EY Design.
Meira

Auðveldur sigur á fjölbrautaskólapiltum í Iðunni

Í gærkvöldi fór síðasta umferðin fram í deildarkeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Ljóst var fyrir leikina að KR-ingar voru orðnir deildarmeistarar en Keflvíkingar og Stjarnan börðust um annað sætið og þar hafði Stjarnan betur. Lið Tindastóls, sem vann í gærkvöldi auðveldan sigur á liði FSu á Selfossi, endaði í sjötta sæti deildarinnar og spilar því gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni sem hefst 17. mars.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Áskorendamót Riddara Norðursins í kvöld

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld, föstudagskvöldið 13. mars. Mótið hefst kl 20.00 og kostar 1000 krónur inn. Eins og seinustu ár skora Riddarar Norðursins á fjögur lið til keppni við sig. Þrjú af þessum liðum hafa mætt til keppni áður, þau eru: Vatnsleysa, Viðar á Björgum og Lúlli Matt. Auk þessara liða kynna Riddarar með ánægju til keppni nýtt lið, Hafsteinsstaði.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira

Óveður er í kringum Blönduós

Suðaustan 13-20 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í suðvestan 10-18 með éljum síðdegis. Hiti kringum frostmark í kvöld. Mun hægari sunnanátt og þurrt að kalla annað kvöld.
Meira

Júdó- og bogfimideildir formlega komnar undir Tindastól

Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Meira

Kynningarfundur um markaðsverkefnið „Íslenski Hesturinn“

Íslandsstofa boðar til kynningarfundar í Skagafirði um markaðsverkefnið Íslenski Hesturinn sem hófst í lok árs 2015 og stendur í fjögur ár. Verkefninu er ætlað að efla ímynd íslenska hestsins á alþjóða vettvangi og auka gjaldeyristekjur greinarinnar í heild.
Meira