Skagafjörður

Leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar á skólabekk

Á heimasíðu Farskólans er sagt frá því að um þessar mundir er að ljúka raunfærnimati á móti námskrá í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Kennsla stendur yfir í þessari námskrá og er námið skipulagt í samstarfi við SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Meira

Gert að greiða 15 milljóna króna sekt

Þann 15. maí sl. komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Steinull hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002, m.a. með því að veita Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull, eins og sagt er frá á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Meira

Leikur Hauka og Tindastóls á Feyki TV

Stólarnir áttu erfiðan leik sl. fimmtudagskvöld, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, þegar Haukar mættu í Síkið. Lokatölur leiksins voru 64-72 og má lesa leiklýsinguna hér. Að leik loknum voru Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari leystir undan samningi við Körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Ruggustóll séra Hallgríms verður til sýnis í Áshúsi

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Skagfirðinga er sagt frá því að fyrir skömmu færðu þau Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson safninu ruggustól séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ 1894-1935.
Meira

Handbók um hestaferðaþjónustu komin út

Út er komin handbók sem ber heitið „A Good Practice Guide to Equine Tourism – Developing Native Breed Equine Tourism in the North Atlantic Region“. Höfundar handbókarinnar eru Guðrún Helgadóttir, prófessor við Háskólann á Hólum, Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum og Rhys Evans.
Meira

Efling frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni

Hafinn er undirbúningsvinna að Evrópuverkefninu FREE hjá Vinnumálastofnun en það er samstarfsverkefni fimm landa þ.e. Íslands, Króatíu, Bretlands, Litháens og Búlgaríu. Verkefnið hlaut 40 milljónir í styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins síðastliðið sumar. Norðurland vestra er meðal þriggja landhluta sem sjónum er sérstaklega beint að í verkefninu.
Meira

Bikardraumur Tindastólsmanna entist ekki lengi

Tindastólsmenn féllu úr leik í Poweradebikarnum í gærkvöldi þegar strákarnir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Leikurinn var æsispennandi en slakur lokakafli Stólanna reyndist dýrkeyptur. Haukur Helgi Pálsson setti niður þrist þegar tvær sekúndur voru eftir og þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Stólunum ekki að jafna. Lokatölur 66-63.
Meira

Skínandi Skagfirðingar

„Skagfirðingar og nærsveitungar hafa alltaf tekið VÍS húfunum vel og þeir létu ekki happ úr hendi sleppa núna frekar en endranær,“ segir Sigurbjörn Bogason þjónustustjóri VÍS á Sauðárkróki.
Meira

Kynning á fjarnámi Háskólabrúar á Sauðárkróki

Keilir verður með kynningu á fjarnámi í Háskólabrú Keilis (bæði með og án vinnu) á Sauðárkróki á morgun, 3. nóvember. Kynningin fer fram í Farskólanum, Faxatorgi, kl. 12:15 - 13:00.
Meira

Glímukappar frá Varmahlíð vinna til verðlauna

Þrír nemendur Varmahlíðarskóla, með íslensku glímuna sem valgrein á haustönn, gerðu góða ferð á MÍ í glímu 15 ára og yngri sem haldið var í Reykjanesbæ, laugardaginn 24. okt. sl. Guðmundur Smári Guðmundsson varð Íslandsmeistari í flokki 13 ára pilta, Þórir Árni Jóelsson varð annar í flokki 14 ára pilta og Skarphéðinn Rúnar Sveinsson varð þriðji í sama flokki.
Meira