Skagafjörður

Karlakórinn Heimir syngur í Skagfirðingabúð - myndskeið

Karlakórinn Heimir tók lagið fyrir margmenni í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í gær. Börn, sem stödd voru í versluninni, fengu að syngja nokkur jólalög með kórnum og skapaðist þar afar skemmtileg jólastemning.
Meira

„Góður dagur á Norðurlandi vestra“

„Ég er afar glaður að þetta skuli hafa klárast með þessum hætti. Það er ekki annað hægt, þetta verða rúmlega þrjátíu störf og 316 milljónir, þannig að það er alveg ljóst að þetta er veruleg innspýting inn á svæðið. Þetta er góður dagur,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Norðvesturnefndarinnar, um þá ákvörðum Ríkisstjórnarinnar, sem tekin var í morgun, að samþykkja 15 af 30 tillögum sem Norðvesturnefndin setti fram í skýrslu í desember á síðasta ári.
Meira

Kosning á Manni ársins 2015 á Norðurlandi vestra hafin

Eins og undanfarin ár geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins, úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og verður kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015.
Meira

Stólarnir flottir og flengdu FSu-piltana í Síkinu

Síðustu leikirnir í fyrri umferð Dominos-deildarinnar fara fram nú í vikulokin og í gær fengu Tindastólsmenn lið FSu í heimsókn í Síkið. Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar í leiknum og skemmtu stuðningsmönnum sínum með frábærum varnarleik sem oft á tíðum skilaði skemmtilegum skyndisóknum. Lokatölur voru 107-80.
Meira

Skagfirðingar syngja

Ég eignaðist disk um daginn. Það er svo sem ekkert nýtt en þegar ég var búinn að hlusta á hann og einnig upplifa útgáfutónleika í Miðgarði datt mér í hug að skrifa nokkur orð um þetta verk, einhverskonar gagnrýni með áherslu á það jákvæða.
Meira

Matarkistan kynnt í Brussel

Eins og Feykir hefur greint frá var Sveitarfélagið Skagafjörður á dögunum verðlaunað af Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015. Í framhaldi af viðurkenningunni fóru fulltrúar sveitarfélagsins á Evrópska ferðamáladaginn sem haldin var í Brussel í gær.
Meira

Margrét Eir mögnuð á Jólavökunni

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi er fyrir íbúum skólasvæðisins og mörgum öðrum ómissandi hluti af aðventunni. Það var því fjölmenni sem kom saman á notalegri stund í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi og naut fjölbreyttrar dagskrár við kertaljós, kaffi og piparkökur.
Meira

Hvassviðri á Norðurlandi vestra í dag

Búast má við norðaustan hvassviðri eða stormi og hríðarbyl á öllu norðanverðu landinu í dag með takmörkuðu skyggni, hvassast er á NV-verðu landinu. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Margrét Eir á jólavöku á Hofsósi

Jólavaka Grunnskólans á Hofsósi verður haldin í Höfðaborg miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:30. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda; upplestur, söngur og hljóðfæraleikur nemenda. Hátíðarræðu flytur sr. Halla Rut Stefánsdóttir.
Meira

Skagfirsk stúlka syngur eins og engill á Jólatónleikum Gospelkórs Akureyrar

Myndskeið af Ragnhildi Sigurlaugu Guttormsdóttur, úr Akrahreppi í Skagafirði, hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook í dag er hún söng á Jólatónleikum Gospelkórs Akureyrar í gærkvöldi. Ragnhildur Sigurlaug söng „Ó, Helga nótt” guðdómlega ásamt Marínu Ósk Þórólfsdóttur og Hjalta Jónssyni.
Meira