Skagafjörður

Gleði og gaman á jólaballi í Melsgili

Árlegt jólaball var haldið í Melsgili á mánudaginn. „Skemmtunin hófst með því að Guðrún Kristín Eiríksdóttir las upp söguna „Snuðra og Tuðra í jólaskapi.“ Geirmundur spilaði fyrir dansi og barnabarn hans, Anna Karen Hjartardóttir söng með sinni björtu og fallegu rödd,“ eins og segir í texta sem fylgdi meðfylgjandi myndum.
Meira

Brennur og flugeldamarkaðir björgunarsveitanna í Skagafirði

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð, Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hafa hafið flugeldasölu en allur ágóði flugeldasölunnar rennur til björgunarstarfsins. Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun sveitanna og stendur undir stórum hluta af rekstri þeirra yfir árið.
Meira

Ferðaveður með versta móti

Í dag er suðaustan 10-15 og él á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti um frostmark. Mjög djúp lægð gengur yfir landið með vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld, 18-23 m/s og slydda í nótt. Hægari um tíma í fyrramálið en snýst síðan í hvassa suðvestanátt, allt að 18-25 m/s á Norðurlandi með éljum eða slydduéljum og lélegu skyggni. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verður ferðaveður með versta móti víðast hvar í kvöld og nótt.
Meira

Þóranna Ósk Íþróttamaður Skagafjarðar 2015

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar UMSS 2015 í hófi sem haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki, sunnudaginn 27. desember. Hún var valinn einnig Íþróttamaður UMF Tindastólls 2015.
Meira

Nýtt stuðningslag Tindastóls

Nýtt stuðningslag Tindastóls var frumflutt á Styrktar- og skemmtikvöldi sem haldið var á Kaffi Krók í gærkvöldi. Höfundur lagsins er Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson, betur þekktur sem Siggi Doddi, og höfundur texta eru hjónin Kristín Magnúsdóttir og Siggi Doddi. Flytjandi lagsins er Voice stjarnan er Ellert Jóhannsson.
Meira

Nesquick sigurvegarar á Jólamóti

Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Meira

Fluttar með sjúkraflugi eftir alvarlegt vélsleðaslys

Tvær ungar stúlkur voru fluttar í kvöld með sjúkraflugi eftir alvarlegt vélsleðaslys við sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu. Ökumaður sleðans er alvarlega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi, en sleðinn hafnaði undir heyrúlluvagni er hún missti stjórn á sleðanum. Það er rúv.is sem greinir frá.
Meira

Vaxandi suðaustanátt og slydda á morgun

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er sunnan 3-10, bjart veður og minnkandi frost. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 13-20 og slydda seinnipartinn á morgun, en mun hægari seint annað kvöld, einkum vestantil. Hiti 0 til 5 stig.
Meira

Jólamót Molduxa og Styrktar- og skemmtikvöld

Jólamót Molduxa 2015 verður haldið í dag, annan í jólum, en allur ágóði af mótinu rennur til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Í kvöld blæs körfuknattleiksdeildin til fagnaðar á Kaffi Krók en hápunktur kvöldsins verður þegar frumflutt verður nýtt stuðningsmannalag félagsins.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Meira