Skagafjörður

Aukasýningar á Kardemommubænum

Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Sauðárkróks sýnt Kardemommubæinn fyrir fullu húsi og var því ákveðið að bæta fimm sýningum við. Leikritið er eftir Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsson þýddi verkið og Kristján frá Djúkalæk söngtextana. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Pieti og Harri leystir undan samningi hjá Tindastóli

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur staðfest við Feyki að Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari voru leystir undan samningi við Kkd. Tindastóls í morgun og leikmönnum hafa verið kynntar ákvarðanir stjórnar.
Meira

Lögreglan minnir á notkun ljósa og glitmerkja

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill koma þeirri beiðni til foreldra og eða forráðamanna barna að sérstök ástæða sé til að fara yfir ljósabúnað reiðhjóla barnanna í skammdeginu. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla segir í 4. grein:
Meira

Hvað gera Ellert, Hrafnhildur og Sigvaldi í The Voice?

Sjónvarpsþátturinn The Voice Ísland á SkjáEinum hefur vakið verðskuldaða athygli en þar hafa fjórir hressir dómarar verið að velja sér lið úr sterkum hópi söngvara. Nú þegar búið er að velja í liðin þá er Feykir fullviss um að minnsta kosti þrír söngvaranna 32 eru ættaðir frá Norðurlandi vestra.
Meira

Tölvuleikjamiðstöðin Kollafossi heimsótt í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við Jóhannes Gunnar Þorsteinsson tölvuleikja- og hljóðhönnuð og sambýliskonu hans, Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, á Kollafossi í Miðfirði. Í Kollafossi reka þau leikjamiðstöð, þar sem þau bjóða öðrum tölvuleikjahönnuðum í sveitasæluna, svo þeir geti einbeitt sér að vinnu sinni í friði og ró.
Meira

„Þau eiga öll sinn stað í hjarta mínu, skólafjölskyldan mín“

Guðrún Hanna Halldórsdóttir í Helgustöðum í Fljótum lét sl. vor af störfum við Sólgarðaskóla eftir þrjátíu ára starf þar. Segja má að börn og búskapur hafi verið ævistarf Gunnu, eins og hún er oftast kölluð, því hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Helgi Jónsson, eiga sex uppkomin börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Meira

Allsstaðar eru þessir Skagfirðingar

Það er mikill gauragangur á heimasíðu Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og er það að sjálfsögðu vel. Fréttaritari síðunnar fylgir sínu fólki eftir og er duglegur við að beintengja ættir flestra þeirra sem skara fram úr á heimsvísu heim í Skagafjörð. Þannig hefur bara í þessari viku verið bent á að íslenska stjarnan í Poldark-þáttunum og verðlaunahafi Norðurlandaráðs eru Skagfirðingar og ekki alls fyrir löngu var sparkhetjan Gylfi Sigurðsson tengd í Óslandshlíðina.
Meira

Hörmuleg byrjun Stólanna varð dýrkeypt í Síkinu í kvöld

Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Meira

Sjónhorni seinkar

Beðist er velvirðingar á því að Sjónhorni seinkar í dag en það kom upp bilun þegar setja átti blaðið saman. Unnið er að viðgerð og vonandi verður Sjónhornið tilbúið í dreifingu um hádegi. Að sjálfsögðu er sama vandamálið að plaga Feyki og því einhver bið eftir honum líka.
Meira

Tjón af völdum dýrbíta

Hinn 15. desember 2003 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru, gera tillögur um aðgerðir til að draga úr tjóni, fjalla um viðgang refastofnsins á vernduðum svæðum og áhrif hans á lífríkið þar. Nefndin fjallaði um tjón af völdum refa í landbúnaði, þ.e. lambadráp, bit á sauðfé og tjón í æðarvarpi. Skýrsla um áætlun refaveiða 2014–2016 er afrakstur þessarar vinnu og eru refaveiðar í dag framkvæmdar eftir tillögum nefndarinnar.
Meira