Skagafjörður

Munaðarlausar tillögur

Margir íbúar Skagafjarðar bundu vonir við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yrði hagfelldari en ríkisstjórnin sem sat áður og skar rækilega niður á Norðurlandi vestra. Vonir vöknuðu m.a um að hægt yrði að leggja endanlega til hliðar ýmsar vanhugsaðar áætlanir um sameiningu stofnana á Norðurlandi vestra sem miðuðu fyrst og fremst að því að fækka störfum á svæðinu.
Meira

Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði í máli og myndum

Uppskeruhátíð hrossaræktenda og hestamannafélaganna í Skagafirði var haldin í Ljósheimum föstudaginn 27. nóvember. Þar komu hestamenn í Skagafirði saman og fögnuðu góðum árangri ársins sem senn er að ljúka og tóku á móti viðurkenningum. Unnust margir stórir sigrar og Íslandsmeistaratitlar á árinu.
Meira

Víðtækar lokanir vega í Skagafirði vegna óveðurs

Almannavarnanefnd ríkislögrelgustjóra og Almannavarnarnefnd Skagafjarðar hafa lýst yfir óvissustigi vegna fárviðris. Víðtækar lokanir vega verða í gildi í Skagafirði. Í dag klukkan 16:00 verður eftirfarandi leiðum lokað: Vatnsskarð, Þverárfjallsvegur, Siglufjarðarvegur og Öxnadalsheiði.
Meira

Veðurklúbburinn spáir rysjóttu tíðarfari og hvítum jólum

Þriðjudaginn 1. des. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00 með einnar mínútu þögn í virðingarskyni við nýlátinn klúbbfélaga, Gunnar Rögnvaldsson, sem var virkur í starfi klúbbsins og lagði m.a. til veðurfarsvísurnar, sem fylgt hafa veðurspánni á þessu ári.
Meira

Snorra Evertssyni þakkað framlag sitt til mjólkurvinnslu

Á mánudaginn færði stjórn KS Snorra Evertssyni, f.v. samlagsstjóra hjá Mjólkursamlagi KS, Íslandsatlas með skrautritaðri kveðju, sem sérstakar þakkir fyrir mikilvægt framlag sitt við að auka og efla mjólkurframleiðslu og mjólkurvinnslu. Var tilefnið 80 ára afmæli samlagsins.
Meira

Færðu endurhæfingu glæsilegt hlaupabretti

Nýlega barst endurhæfingu Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki vegleg gjöf frá velunnurum. Söfnuðu þeir fyrir nýju hlaupabretti sem nú hefur verið komið fyrir í tækjasal, meðal annars með basar og öðrum fjáröflunum.
Meira

Óvissustig vegna óveðurs

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.
Meira

Samningur um uppbyggingu reiðavega í Skagafirði

Drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og nýstofnaðs sameinaðs hestamannafélags í Skagafirði um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu var lagður fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd í lok nóvember. Um er að ræða samning sem fyrir árin 2016 til 2020.
Meira

Fundi Matarkistunnar frestað vegna slæmrar veðurspár

Í dag var Matarkistan Skagafjörður búin að auglýsa opinn fund í Húsi Frítímans. Samkvæmt vef Svf. Skagafjarðar hefur þessum fundi verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár.
Meira

Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga nk. miðvikudag

Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga fyrir árið 2014 verður haldinn í Sveinsbúð, húsnæði Skagfirðingasveitar að Borgarröst 1, miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 20:30.
Meira