Skagafjörður

Gandur framleiðir smyrsli úr minkafitu - Fyrsti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Nú er kominn í loftið fyrsti þátturinn í röð nýrra netþátta á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Í þættinum er rætt við þau Ásdísi Sigurjónsdóttur, Einar E. Einarsson og Sólborgu Unu Pálsdóttur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Meira

Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi vegna bráðabirgðavanda Birkilundar

Á fundi um húsnæðisvanda leikskólans í Varmahlíð sl. mánudagskvöld kom fram að samstarfsnefnd Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar væri að vinna að bráðabirgðalausn sem felst í því að koma á fót smábarnadeild. Þar var sagt að viðræður væru í gangi við eigendur fyrrum pósthússins í Varmahlíð um að fá þar inni. Í fundi sæinum í gær samþykkti byggðarráð Svf. Skagafjarðar að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi við Kaupfélag Skagfirðinga um leigu á húsnæðinu.
Meira

Vegleg gjöf frá níu ára góðgjörðarmanni

Níu ára strákur á Sauðárkróki, Hákon Snorri Rúnarsson, tók sig til á dögunum og safnaði fyrir tíu útvarpstækjum sem hann færði Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki nú í vikunni. Hákon Snorri hefur alltaf haft áhuga á að láta gott af sér leiða og gleðja aðra.
Meira

Axel Kára til liðs við Svendborg

Á danska körfuboltavefnum fullcourt.dk er sagt frá því að Skagfirðingurinn og landsliðsmaðurinn Axel Kárason, sem leikið hefur með liðinu Værløse hafi gengið til liðs við Svendborg.
Meira

Ný Crossfit stöð opnar á Króknum

Vinkonurnar Sunna Björk Atladóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir eru að opna Crossfit stöð á Sauðárkróki. Stöðin verður til húsa að Borgarflöt 5 en þær héldu fyrsta grunnnámskeiðið í íþróttasal barnaskólans við Freyjugötu um helgina. Á námskeiðinu fengu þær til liðs við sig þjálfarann Evert Víglundsson, sem sumir gætu kannast við úr Biggest loser þáttunum, en hann er yfirþjálfari og eigandi Crossfit Reykjavík. Blaðamaður Feykis spjallaði við þau að loknu námskeiði.
Meira

„Glaðasólskin allan tímann“

Eins og greint var frá á forsíðu Feykis í síðustu viku voru sextíu nemar í ferðamálafræði og landfræði við Háskóla Íslands staddir í námsferð í Skagafirði. Hópurinn dvaldi á Hólum alla vikuna og stundaði rannsóknir meðan á dvölinni stóð. Verkefnin voru valfrjáls en fólust m.a. í að taka viðtöl við fjölda fólks og afla upplýsinga um viðfangsefni tengd Skagafirði, undir umsjá Áskels Heiðars Ásgeirssonar og Egils Erlendssonar.
Meira

Stór hópur frá Fisk Seafood heimsótti Barcelona

Upp úr miðjum september, nánar tiltekið dagana 18.–23. september, fór 70 manna hópur á vegum Starfsmannafélags Fisk Seafood í skemmti- og skoðunarferð til Barcelona á Spáni. Tókst ferðin í alla staði vel og komu starfsmennirnir og makar þeirra endurnærðir til baka.
Meira

700 börn á Vinadegi í Skagafirði

Mikil stemming var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær þegar um 700 grunnskólabörn, ásamt elstu börnum leikskólanna, komu saman í þeim tilgangi að skemmta sér saman og sýna hvert öðru vináttu. Dagurinn hófst með samkomu á sal þar sem sungið var og dansað og Ingó Veðurguð mætti á svæðið og sló í gegn hjá öllum aldurshópum.
Meira

Fundur um framtíð landsmóts hestamanna

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð Landsmóta hestamanna. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sal E), laugardaginn 17. okt. nk. kl. 10.00 – 15.00
Meira

Eitt stórt brandaraband

Á föstudaginn í næstu viku verður skemmtikvöldið Lúðar og Létt tónlist í Miðgarði. Um er að ræða dagskrá þar sem þjóðþekktir grínistar og tónlistarmenn láta móðinn mása í tali og tónum. Eru það hinir einu sönnu Hvanndalsbræður „sem hafa aldrei verði eldri og sjaldan skemmtilegri, ber svo að nefna Sólmund Hólm grínista, útvarpsstjörnu og eftirhermu og síðast en ekki síst hið víðförla kyntákn landsbyggðarinnar Gísla Einarsson,“ segir í tilkynningu um skemmtikvöldið.
Meira