Skagafjörður

Lúsíuhátíð og Jólabingó á Sauðárkróki

Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er í dag fimmtudaginn 10. desember. Lúsíurnar eru á ferðinni um Krókinn og syngja á ýmsum stöðum, m.a. Leikskólanum Ársölum, Dvalarheimilinu kl. 14 og Skagfirðingabúð kl. 15:30. Hátíðin endar í matsal Árskóla kl. 17 í dag með sannkölluðum Lúsíusöng og eru allir velkomnir í skólann.
Meira

KERTAogKÓSÝ kvöldi frestað vegna óviðráðanlegra orsaka

Sauðárkróksbakarí vill koma þeim skilaboðum á framfæri að vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að fresta KERTAogKÓSÝ kvöldi sem til stóð að halda í kvöld. Þannig að ekki verður opið í bakaríinu í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. desemer 2015.
Meira

Afmælis- og jólatónleikar í boði FISK Seafood

Þann 23. desember n.k. eru liðin 60 frá stofnun Fiskiðju Sauðárkróks, sem nú heitir FISK Seafood. Af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða til glæsilegra afmælis- og jólatónleika í Miðgarði í Skagafirði. Á tónleikunum koma m.a. fram Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir, Karlakórinn Heimir og fleira söngfólk úr Skagafirði. Tónlistarstjórar verða þeir Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson og umsjón með tónleikunum hefur Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Meira

Jólakvöldi í Kvosinni á Hofsósi frestað um óákveðinn tíma

Jólakvöldi sem vera átti í Kvosinni í Hofsósi í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna veðurs. Átti það upphaflega að vera á þriðjudaginn í síðustu viku en var einnig frestað þá vegna veðurútlits.
Meira

Margvíslegt eignartjón í „dýrvitlausu“ veðri

Margvíslegt eignartjón hefur orðið í Skagafirði í storminum sem gekk yfir landið í gær og í nótt og þar er víða bálhvasst enn. Eins og fram kom á feykir.is í morgun liggur rafmagnslína yfir veginn á milli bæjanna Miðsitju og Sólheima í Blönduhlíð og eru því hátt í tíu bæir rafmagnslausir þar.
Meira

Rafmagnslína á veginum milli Miðsitju og Sólheima í Skagafirði

Rafmagnslína liggur á þjóðvegi 1 í Skagafirði milli bæjanna Miðsitju og Sólheima, unnið er að viðgerð og verður vegurinn lokaður á meðan. Víða er lokun á vegum enn í gangi, verið er að meta aðstæður gagnvart veðri og ástandi og unnið er að opnun þar sem hægt er.
Meira

Skólahald á Norðurlandi vestra í dag

Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að hefðbundið skólahald verði í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki.
Meira

Enn er óvissustig á Norðurlandi vestra

Samkvæmt svari við fyrirspurn Feykis til Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld er ekki búið að lýsa yfir hættustigi í Skagafirði eins og sagt var í fréttum fyrr í kvöld. Þar ríkir hins vegar óvissustig eins og víðast hvar annars staðar á landinu.
Meira

Jú, það voru sko allir í stuði!

Síðastliðinn sunnudag stóð sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson fyrir tvennum útgáfutónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í tilefni af nýja geisladisknum, Skagfirðingar syngja. Í síðasta lagi fyrir hlé spurði Geirmundur hvort ekki væru allir í stuði. Hann þurfti bara að spyrja einu sinni; það voru nefnilega allir í stuði og ekki annað hægt.
Meira

Skagafjörður gæti orðið sérlega illa úti

Í viðtali við Óla Þór Árnason, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum RÚV kom fram að veðurspáin, einkum í kvöld, væri einna verst fyrir Skagafjörð. Tröllaskaginn, sem gjarnan skýlir ákveðnum svæðum í héraðinu, gæti að þessu sinni virkað eins og magnari á veðrið.
Meira