Skagafjörður

Fjallavatnið rétt feðrað

Króksarinn og garðyrkjufræðingurinn góðkunni Steinn Kárason samdi Fjallavatnið, lag og ljóð sem um langt árabil hefur verið baráttusöngur knattspyrnudeildar Tindastóls og notið hefur vinsælda meðal garðyrkjufræðinga. Þetta kom fram hjá Steini í spjalli í morgunkaffi í Bakaríi Sauðárkróks.
Meira

Býður Svf. Skagafirði að kaupa eignir sjóðsins í sveitarfélaginu

Íbúðalánasjóður hefur boðið Sveitarfélaginu Skagafirði til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu. Fjórar fasteignir eru í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu um þessar mundir.
Meira

Stjörnufleyinu sökkt í Síkinu

Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Meira

Sárast hversu stutt sumarið var

Í síðustu netkönnun Feykis var spurt hvað fólki finndist sárast við haustið og gefnir fimm mis gáfulegir möguleikar á svari. Niðurstaðan reyndist sú að nærri því helmingur þeirra sem tók þátt fannst sárast hversu stutt sumarið var. Sem bendir til þess að ansi margir hafi svarað sannleikanum samkvæmt.
Meira

Stjarnan mætir í Síkið í kvöld

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta fer fram í Síkinu í kvöld en þá koma leikmenn Stjörnunnar í heimsókn. Bæði liðin unnu leiki sína í fyrstu umferðinni; Tindastóll lagði lið ÍR en Garðbæingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara KR í miklum háspennuleik.
Meira

Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ

Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.
Meira

Kærleikur, ábyrgð og peningar

Á þriðjudaginn kemur mun Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur flytja erindið Kærleikur, ábyrgð og peningar – Um þverþjóðleg tengsl Filippseyinga á Íslandi. Erindið verður haldið í Auðunarstofu og hefst kl. 17:00.
Meira

Lewis með stórleik í sterkum sigri Stólanna

Dominos-deildin hrökk í gang í gærkvöldi en þá fóru fram þrír leikir. Þar á meðal var leikur ÍR og Tindastóls í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Leikurinn var vel leikinn og spennandi þó Stólarnir hafi lengstum haft frumkvæðið. Lokatölur voru 90-103.
Meira

Björn Líndal Traustason ráðinn framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason á Hvammstanga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSNV. Var tilkynnt um ráðningu hans í morgun á ársþingi SSNV, sem nú stendur yfir á Blönduósi. Áformað er að Björn taki til starfa um miðjan nóvember.
Meira

Tekist á um rammaáætlun

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk. Meiri hluti atvinnuveganefndar kom með breytingartillögu þar sem lagt var til að fjórir kostir færu í nýtingu án lögformlegrar meðferðar í verkefnastjórninni. Áður hafði meiri hlutinn gert munnlega tillögu um að sjö virkjanakostir færðust í nýtingarflokk en hraktist undan andstöðu niður í fjóra í endanlegri tillögu sinni. Þar var meðal annars lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá, sem báðar eru í biðflokki og hafa verið mjög umdeildir virkjunarkostir, yrðu byggðar en virkjanasinnar hafa lagt mikla áherslu á að koma allri neðri Þjórsá í nýtingarflokk í því skyni að útvega orku til nýrra stóriðjuframkvæmda.
Meira