Skagafjörður

Styrktar-WOD í Crossfit 550

Næsta laugardag verður svokallað styrktar-WOD í Crossfit 550 á Sauðárkróki. Það virkar þannig að á milli 12 og 16 verða æfingar á um það bil 30 mínútna fresti, þar sem allir geta komið og verið með og látið gott af sér leiða í leiðinni.
Meira

Aðventuævintýri á Hólum á sunnudaginn

Á sunnudaginn verður Aðventuævintýri á Hólum þar sem fólki gefst kostur á að heimsækja Hólastað og njóta alls þess besta sem hann hefur upp á að bjóða að þessum árstíma. Hægt verður að skera út laufabrauð, skreyta piparkökur, líta við í Nýjabæ, á Bjórsetrið og í Hóladómkirkju og síðast en ekki síst sækja sér jólatré í skóginn.
Meira

Mjög góð viðbrögð við forsölu á Landsmót á Hólum

Forsala aðgöngumiða á Landsmót hestamanna sem fram fer á Hólum næsta sumar gengur mjög vel að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar framkvæmdastjóra mótsins. Heiðar segir að ákveðið hafi verið að bjóða sérstaklega hagstætt verð á aðgöngumiðum til áramóta.
Meira

Jólafönn á ferð um landið

Swing Kompaníið, sem skipað er þeim Gretu Salóme fiðluleikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikari og söngkonu, Lilja Björk Runólfsdóttur söngkona, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara fer í jólatónleikaför um landið í desember. Ásamt þeim koma fram barnakór og kirkjukór Sauðárkrókskirkju.
Meira

Söngkeppni Friðar í Miðgarði í kvöld

Í dag 11. desember fer fram söngkeppni Friðar í Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl 19:30. Húsið opnar kl. 19 og eru allir velkomnir að koma og hlusta á þátttakendur. Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að ellefu atriði eru á dagskrá ef allt gengur eftir.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur gæðaviðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins

Að byggja brú milli leik- og grunnskóla, verkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hlaut í gær gæðaviðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn Ásmundarsafni. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu.
Meira

Öruggur sigur Stólanna á kanalausum Grindvíkingum

Tindastólsmenn hafa sjaldnast riðið feitum hesti úr Grindavík en á því varð breyting í kvöld. Stólarnir unnu sannfærandi sigur á kanalausum Suðurnesjaköppum, voru 15 stigum yfir í hálfleik og kláruðu leikinn af öryggi, 77-100. Atkvæðamestir í liði Tindastóls voru Darrel Lewis og Jerome Hill en lykilatriðið var að Stólarnir höfðu yfirburði undir körfunni og tóku hátt í 20 fráköstum meira en heimamenn.
Meira

Fjárhagsáætlanir Svf. Skagafjarðar fyrir árin 2016-2019 samþykktar

Fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2016-2019 voru samþykktar samhljóða með atkvæðum allra sveitarstjórnarfulltrúa við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Helstu fjárfestingar ársins verða vegna Sundlaugar Sauðárkróks, byggingar vatnstanks fyrir kalt vatn á Gránumóum, hitaveituframkvæmda í Fljótum, skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki og kaupa á slökkvibifreið.
Meira

Íbúðalánasjóður selur 504 fast­eignir um land allt

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja um 500 íbúðir úr eigna­safni sjóðsins í opið sölu­ferli. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins eða 504 íbúðir alls. Íbúðirnar eru um land allt og verða boðnar til sölu í 15 eigna­söfnum. Veru­legur hluti íbúðanna er í útleigu en hluti eign­anna þarfnast lagfær­ingar.
Meira

Óskar þess heitast að komast aftur í læknismeðferð til Svíþjóðar

María Ósk Steingrímsdóttir er 22 ára stúlka frá Sauðárkróki. Hún er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þegar blaðamaður Feykis hitti hana á kaffihúsi í borginni á dögunum bar hún það ekki með sér að hafa lifað við viðstöðulausa verki meira og minna allt sitt líf, sársauka sem hún hefur lært að lifa með. Undanfarin tvö ár hafa þó verið henni þungbær með stigvaxandi verkjum og langri bið eftir að komast í aðgerð. María segir óvissuna um hvað framtíðin beri með sér einna erfiðust.
Meira