Skagafjörður

Kardimommubærinn á Króknum

Svei mér, ekki aftur. Ekki aftur Thorbjørn Egner, hvað sem leikritið nú heitir. Karíus, Dýrin, Kardimomman. Nei takk. Er ekki til neitt af nýjum, íslenskum leikritum handa börnum, spurði ég mig, er ekki til urmull af nútíma leikritum? Jú, Leikfélag Sauðárkróks hefur af og til sviðssett önnur barnaleikrit, jafnvel íslensk. En það virðist samt sem leikritin hans Egners liggi höndinni næst þegar skemmta á börnum á Íslandi. Heima í Þýskalandi er „Die Räuber von Kardemomme“ varla að finna á leikskrá leikhúsa.
Meira

Byrgja sig upp af slátri fyrir veturinn

Undanfarin ár hafa nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hólum ásamt eldri deild leikskólans tekið slátur.Það sama var upp á teningnum í ár og var það gert 7. október sl. Allir nemendur tóku þátt og voru virkir í að hræra saman hráefnið og setja í keppina, eins og sagt er frá á heimasíðu skólans.
Meira

Þemadagar í Árskóla

Á morgun hefjast þemadagar í Árskóla. Eru þemað að þessu sinn tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum árshátíðum og fleiru. Þemadagarnir enda með opnu húsi á laugardaginn.
Meira

Leður, loð og dúnmjúkar ullaryfirhafnir í hausttískunni

Það er svo margt sem mig langar til að skrifa um í fyrsta blogginu að það væri efni í heilt tímarit en ætli niðurstaðan verði ekki tengt haustinu fallega sem er að birtast okkur hægt og rólega þessa dagana. Þetta er uppáhalds tíminn minn á árinu því ég er vog sem þolir illa hita og raka og er örugglega ein af fáum sem vældi ekkert á facebook yfir sumrinu okkar og var bara mjög þakklát fyrir það sem við fengum.
Meira

Tindastóll mætir Njarðvík í Ljónagryfjunni

Dregið var í 32 liða úrslitum Powerade-bikarkeppni KKÍ í gær og ljóst að í það minnsta fjögur úrvalsdeildarlið munu detta úr leik þar sem óvenjumikið verður um innbyrðisviðureignir toppliða í umferðinni. Stórleikur umferðarinnar verður þó væntanlega viðureign Njarðvíkinga og Tindastóls í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira

Sigga startar tískuþætti á Feyki.is og miðlar reynslu sinni úr tískuheiminum

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með tísku og lífsstílsbloggum þá er spurning hvort þú átt eftir að hafa áhuga á að fylgjast með mér. Ég var spurð að því hvort ég hefði áhuga á að skrifa eitthvað inn á Feykir.is og ég verð nú að viðurkenna að ég hugsaði strax nei - það get ég aldrei gert. En þar sem ég er ekki nei mannekja fór hausinn á fullt og jaaa kannski ég geti mögulega sett saman eitthvað skemmtilegt þrátt fyrir að vera staðsett á Sauðárkróki þar sem úrvalið og fjölbreytnin er ekki mikil. En hver veit kannski gæti þetta orðið áhugaverð lesning fyrir einhverja en best væri nú að byrja á að kynna sig og hvað ég hef verið að gera undanfarin ár þessu tengt.
Meira

Sérstök aukasýning á Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð)

Sérstök aukasýning á leik- og skemmtiverkinu „Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?)“ verður laugardaginn 31. október í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu verkið síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi og voru undirtektir frábærar og komust færri að en vildu. Rætt er við forsvarsmenn sýningarinnar í Feyki sem kom út sl. fimmtudag.
Meira

Baldur og Aðalsteinn verja Íslandsmeistaratitilinn

Síðast liðinn laugardag var ekin lokaumferðin í Íslandsmótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppa-, non-turbo- og heildarkeppninni en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði.
Meira

Blóðsykursmæling á Hólum, Ketilási og á Hofsósi

Lionsklúbburinn Höfði Hofsósi ætlar að bjóða öllum á svæði Lionsklúbbsins upp á blóðsykursmælingu. Hún verður framkvæmd á Hólum, Ketilási og á Hofsósi.
Meira

Vilja snúa byggðaþróun til sóknar að nýju

„Sú þróun að áfram verði dregið úr þjónustu við landsmenn með samdrætti í starfsemi í byggðarkjörnum er að okkar mati mjög andstæð fyrri stefnu um að viðhalda og efla byggð í landinu.“ Þetta segir í ályktun aðalfundar hreyfingarinnar Landsbyggðin lifi, sem haldinn var á Kópaskeri þann 10. október síðastliðinn.
Meira