Skagafjörður

Varað við flughálku á Norðurlandi vestra

Á Norðvesturlandi er varað við ísingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Flughált er því frá Hrútafjarðarbotni í Varmahlíð, eins á Þverárfjalli, Skagastrandavegi og frá Hofsós í Ketilás.
Meira

Þægileg og fjölbreytt skótíska

Sækið ykkur kaffi og smá súkkulaði, ég ætla að ná mér í gos og hlaup því ég drekk ekki kaffi og finnst súkkulaði ekkert gott. Ég veit, ég er glötuð! En hér er ég á heimavelli og ætti mögulega að geta skorað nokkur mörk. Því ég var verslunarstjóri og seinna meir rekstrarstjóri yfir skóversluninni Focus skór í Kringlunni og sá þar að leiðandi um skóinnkaup í sjö ár og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast í skótískunni fyrir kvenfólk.
Meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa hjá RML á Blönduósi

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi til áramóta. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Loks er komið að því að opna Safnahús Skagfirðinga eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður til sýnis föstudaginn 30. október milli kl 16 og 18 og verður lyftan tekin formlega í notkun.
Meira

Ort í þágu lífsins

Hagyrðingakvöld verður í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 30. október kl. 20. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson stjórnar þingi hagyrðinga, sem eru Sr. Hjálmar Jónsson, Halldór Blöndal, Sigurður Hansen, Gunnar Rögnvaldsson og Eyþór Árnason.
Meira

Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

KPMG á Sauðárkróki stendur fyrir námskeiði á Kaffi Krók þann 29. október ætlað aðilum í ferðaþjónustu. „Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin. Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila,“ segir í fréttatilkynningu frá KPMG.
Meira

Skólamál í Varmahlíð heildstæð lausn eða plástrar?

Opið bréf til íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar, foreldra og starfsfólks leikskólans, grunnskólans og tónlistarskólans í Varmahlíð
Meira

Aukasýningar vegna frábærrar aðsóknar

Aðsókn á Kardemommbæinn í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks hefur verið frábær og hefur því verið ákveðið að bæta við fjórum sýningum, laugardaginn 31. október, kl. 14 og 17 og sunnudaginn 1. nóvember, kl. 14 og 17.
Meira

Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.
Meira

Tindastóll tapar í Iceland Glacial höllinni

Lið Tindastóls varð undir í viðureigninni gegn Þór Þorlákshöfn sl. föstudagskvöld þegar Stólarnir sóttu Þórsara heim í Iceland Glacial höllinni. Úrslit urðu 92 – 66. Samkvæmt frétt á Karfan.is var mæting stuðningsmanna liðanna til fyrirmyndar og fjölmennt í höllinni.
Meira