Skagafjörður

Skötuveisla í Sveinsbúð

Skötuveisla Skagfirðingasveitar er í þann mund að hefjast í Sveinsbúð, Borgarröst 1 Sauðárkróki, en veislan stendur frá kl. 11-14. „Skata, saltfiskur, siginn fiskur og svo pizza fyrir vandláta,“ segir í auglýsingu Skagfirðingasveitar í Sjónhorninu.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir KS-Deildina fer fram í Svaðastaðahöllinni 15. janúar 2016. Auglýst er eftir einu liði til þátttöku í deildinni. Úrtakan fer þannig fram að keppt verður í 4g. og 5g. Í úrtöku skulu mæta 2 keppendur úr hverju liði og skulu báðir ríða hvora grein. Samanlagður árangur gildir til úrslita.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Margir fagna eflaust vetrarsólstöðum, en þær eru einmitt í dag, 22. desember og að þeim loknum tekur daginn að lengja á ný. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags þennan dag er 4 klukkustundir og 8 mínútur í Reykjavík. Þar er einnig að finna upplýsingar um dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. En hvers vegna verða vetrarsólstöður?
Meira

Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna í Varmahlíð

Í auglýsingu frá Flugeldamarkaði í Varmahlíð sem birt var í Sjónhorninu sl. fimmtudag var rangt símanúmer. Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna er: 892-3573. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Meira

Fullt hús á tvennum afmælistónleikum

FISK Seafood bauð til afmælis- og jólatónleika í Miðgarði á sunnudaginn, í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Fullt var á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði og skipulagðir af Viðburðaríkt ehf.
Meira

Sauðárkróks-Hestar náði bestum árangri skagfirskra hrossaræktarbúa

Á uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna sem haldin var í Ljósheimum 27. nóvember síðastliðinn voru veitt verðlaun fyrir það hrossaræktarbú sem bestum árangri náði á árinu 2015. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Sauðárkróks-Hestar.
Meira

Ítreka áskorun um endurskoðun á niðurfellingu og lækkun byggðakvóta

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að vilja ekki endurskoða ákvörðun sína um úthlutun byggðakvóta til Sauðárkróks og Hofsóss. Þetta kemur fram í fundargerð Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins 17. desember síðastliðinn.
Meira

Harðnandi frost næstu daga

Nokkur hálka er í Húnavatnssýslum en vegir að mestu auðir í Skagafirði en þó er hálka á Siglufjarðarvegi fyrir utan Hofsós. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðaustlæg átt 8-15 m/s og úrkomulítið, en dálítil snjókoma í kvöld. Frost 0 til 8 stig.
Meira

Niðurgreiða skagfirsk heimili orku til fyrirtækja?

Síðast liðið vor samþykkti stjórn Skagafjarðaveitna gjaldskrá fyrir heitt vatn. Þar var nýtt ákvæði um að stórnotendur, sem nota meira en 100 þús. tonn af heitu vatni á ári, megi sækja um 70% afslátt. Jafnframt var sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum, sem vildu nýta heitt vatn sem beinan framleiðsluþátt, gefin kostur á að sækja um afsláttinn.
Meira

Á 1307 rjúpnaveiðiferðir að baki

Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1943. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni.
Meira