Skagafjörður

Sérstök aukasýning á Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð)

Sérstök aukasýning á leik- og skemmtiverkinu „Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?)“ verður laugardaginn 31. október í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu verkið síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi og voru undirtektir frábærar og komust færri að en vildu. Rætt er við forsvarsmenn sýningarinnar í Feyki sem kom út sl. fimmtudag.
Meira

Baldur og Aðalsteinn verja Íslandsmeistaratitilinn

Síðast liðinn laugardag var ekin lokaumferðin í Íslandsmótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppa-, non-turbo- og heildarkeppninni en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði.
Meira

Blóðsykursmæling á Hólum, Ketilási og á Hofsósi

Lionsklúbburinn Höfði Hofsósi ætlar að bjóða öllum á svæði Lionsklúbbsins upp á blóðsykursmælingu. Hún verður framkvæmd á Hólum, Ketilási og á Hofsósi.
Meira

Vilja snúa byggðaþróun til sóknar að nýju

„Sú þróun að áfram verði dregið úr þjónustu við landsmenn með samdrætti í starfsemi í byggðarkjörnum er að okkar mati mjög andstæð fyrri stefnu um að viðhalda og efla byggð í landinu.“ Þetta segir í ályktun aðalfundar hreyfingarinnar Landsbyggðin lifi, sem haldinn var á Kópaskeri þann 10. október síðastliðinn.
Meira

Fjallavatnið rétt feðrað

Króksarinn og garðyrkjufræðingurinn góðkunni Steinn Kárason samdi Fjallavatnið, lag og ljóð sem um langt árabil hefur verið baráttusöngur knattspyrnudeildar Tindastóls og notið hefur vinsælda meðal garðyrkjufræðinga. Þetta kom fram hjá Steini í spjalli í morgunkaffi í Bakaríi Sauðárkróks.
Meira

Býður Svf. Skagafirði að kaupa eignir sjóðsins í sveitarfélaginu

Íbúðalánasjóður hefur boðið Sveitarfélaginu Skagafirði til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu. Fjórar fasteignir eru í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu um þessar mundir.
Meira

Stjörnufleyinu sökkt í Síkinu

Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Meira

Sárast hversu stutt sumarið var

Í síðustu netkönnun Feykis var spurt hvað fólki finndist sárast við haustið og gefnir fimm mis gáfulegir möguleikar á svari. Niðurstaðan reyndist sú að nærri því helmingur þeirra sem tók þátt fannst sárast hversu stutt sumarið var. Sem bendir til þess að ansi margir hafi svarað sannleikanum samkvæmt.
Meira

Stjarnan mætir í Síkið í kvöld

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta fer fram í Síkinu í kvöld en þá koma leikmenn Stjörnunnar í heimsókn. Bæði liðin unnu leiki sína í fyrstu umferðinni; Tindastóll lagði lið ÍR en Garðbæingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara KR í miklum háspennuleik.
Meira

Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ

Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.
Meira