Skagafjörður

Árskóli og GaV hlutu styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Á þriðjudaginn voru afhentir styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Meðal þeirra skóla sem hlutu styrki voru tveir skóla í Skagafirði, Árskóli og Grunnskólinn austan Vatna.
Meira

Benda á fjölskylduvænt umhverfi fyrir flóttafólk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann fyrsta þessa mánaðar var lagt fram bréf dagsett frá nokkrum íbúum að Hólum í Hjaltadal varðandi móttöku flóttamanna á Íslandi.
Meira

Sýnishorn af vetri í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 6. október 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar og voru fundarmenn sjö talsins, sem er óvenju fátt, enda veður gott og að ýmsu að hyggja hjá veðurspámönnum. Farið var yfir spá síðasta mánaðar og voru fundarmenn að vonum ánægðir með tíðarfarið og ekki síður hversu vel hefði tekist til með veðurspá septembermánaðar.
Meira

„Fullan vilja til þess að finna viðunandi lausn“

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna skorts á dagvistarrýmum við leikskólann í Varmahlíð. Leikskólastjóri Birkilundar sendi frá sér neyðarkall um sl. helgi og sagði í pistli á Feyki.is að fólk í framsveitum fjarðarins í verulegum vandræðum og jafnvel farið að hugsa til þess að flytja úr héraði fengi það ekki vistun.
Meira

Áhugaverðir fyrirlestrar um ferðamál og kirkjuna í kvikmyndum

Það hefur verið mikið um að vera Hólum í Hjaltadal þessa dagana en auk fagnaðar í tilefni af Alþjóðlega ferðamáladeginum, eins og greint hefur verið frá á Feyki.is, er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra sem eru öllum opnir, ýmist á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla eða Guðbrandsstofnunar.
Meira

Haldið upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hélt upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn sl. þriðjudag með morgunverðarfundi á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum. Á vef Hólaskóla segir að ferðamál á Íslandi hafi verið þar til umræðu og sett í stærra samhengi með því að tengja markmið Alþjóðaferðamálastofnunarinnar og ferðamál í okkar nánasta umhverfi.
Meira

Jerome Hill til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls losaði Darren Townes undan samningi á föstudaginn, eins og greint var frá á Feyki.is í morgun. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig um helgina. Félagið hefur komist að samkomulagi við Jerome Hill um að hann leiki með félaginu í Domino's deildinni.
Meira

Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður lætur af störfum

Gunnar Sigurjón Steingrímsson, yfirhafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum, lét af störfum í síðustu viku eftir 16 ár störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Honum [eru] færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins,“ segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.
Meira

Stólarnir leita að nýjum erlendum leikmanni eftir að Townes var leystur undan samningi

Karfan.is segir frá því að Tindastóll hefur leyst Darren Townes undan samningi við félagið og hefur miðillin þetta eftir Pieti Poikola þjálfara Tindastóls sem segir að í ljós hafi komið að Tindastóll hafi þörf á öðruvísi leikmanni.
Meira