Skagafjörður

Kærleikur, ábyrgð og peningar

Á þriðjudaginn kemur mun Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur flytja erindið Kærleikur, ábyrgð og peningar – Um þverþjóðleg tengsl Filippseyinga á Íslandi. Erindið verður haldið í Auðunarstofu og hefst kl. 17:00.
Meira

Lewis með stórleik í sterkum sigri Stólanna

Dominos-deildin hrökk í gang í gærkvöldi en þá fóru fram þrír leikir. Þar á meðal var leikur ÍR og Tindastóls í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Leikurinn var vel leikinn og spennandi þó Stólarnir hafi lengstum haft frumkvæðið. Lokatölur voru 90-103.
Meira

Björn Líndal Traustason ráðinn framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason á Hvammstanga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSNV. Var tilkynnt um ráðningu hans í morgun á ársþingi SSNV, sem nú stendur yfir á Blönduósi. Áformað er að Björn taki til starfa um miðjan nóvember.
Meira

Tekist á um rammaáætlun

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk. Meiri hluti atvinnuveganefndar kom með breytingartillögu þar sem lagt var til að fjórir kostir færu í nýtingu án lögformlegrar meðferðar í verkefnastjórninni. Áður hafði meiri hlutinn gert munnlega tillögu um að sjö virkjanakostir færðust í nýtingarflokk en hraktist undan andstöðu niður í fjóra í endanlegri tillögu sinni. Þar var meðal annars lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá, sem báðar eru í biðflokki og hafa verið mjög umdeildir virkjunarkostir, yrðu byggðar en virkjanasinnar hafa lagt mikla áherslu á að koma allri neðri Þjórsá í nýtingarflokk í því skyni að útvega orku til nýrra stóriðjuframkvæmda.
Meira

Gandur framleiðir smyrsli úr minkafitu - Fyrsti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Nú er kominn í loftið fyrsti þátturinn í röð nýrra netþátta á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Í þættinum er rætt við þau Ásdísi Sigurjónsdóttur, Einar E. Einarsson og Sólborgu Unu Pálsdóttur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Meira

Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi vegna bráðabirgðavanda Birkilundar

Á fundi um húsnæðisvanda leikskólans í Varmahlíð sl. mánudagskvöld kom fram að samstarfsnefnd Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar væri að vinna að bráðabirgðalausn sem felst í því að koma á fót smábarnadeild. Þar var sagt að viðræður væru í gangi við eigendur fyrrum pósthússins í Varmahlíð um að fá þar inni. Í fundi sæinum í gær samþykkti byggðarráð Svf. Skagafjarðar að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi við Kaupfélag Skagfirðinga um leigu á húsnæðinu.
Meira

Vegleg gjöf frá níu ára góðgjörðarmanni

Níu ára strákur á Sauðárkróki, Hákon Snorri Rúnarsson, tók sig til á dögunum og safnaði fyrir tíu útvarpstækjum sem hann færði Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki nú í vikunni. Hákon Snorri hefur alltaf haft áhuga á að láta gott af sér leiða og gleðja aðra.
Meira

Axel Kára til liðs við Svendborg

Á danska körfuboltavefnum fullcourt.dk er sagt frá því að Skagfirðingurinn og landsliðsmaðurinn Axel Kárason, sem leikið hefur með liðinu Værløse hafi gengið til liðs við Svendborg.
Meira

Ný Crossfit stöð opnar á Króknum

Vinkonurnar Sunna Björk Atladóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir eru að opna Crossfit stöð á Sauðárkróki. Stöðin verður til húsa að Borgarflöt 5 en þær héldu fyrsta grunnnámskeiðið í íþróttasal barnaskólans við Freyjugötu um helgina. Á námskeiðinu fengu þær til liðs við sig þjálfarann Evert Víglundsson, sem sumir gætu kannast við úr Biggest loser þáttunum, en hann er yfirþjálfari og eigandi Crossfit Reykjavík. Blaðamaður Feykis spjallaði við þau að loknu námskeiði.
Meira

„Glaðasólskin allan tímann“

Eins og greint var frá á forsíðu Feykis í síðustu viku voru sextíu nemar í ferðamálafræði og landfræði við Háskóla Íslands staddir í námsferð í Skagafirði. Hópurinn dvaldi á Hólum alla vikuna og stundaði rannsóknir meðan á dvölinni stóð. Verkefnin voru valfrjáls en fólust m.a. í að taka viðtöl við fjölda fólks og afla upplýsinga um viðfangsefni tengd Skagafirði, undir umsjá Áskels Heiðars Ásgeirssonar og Egils Erlendssonar.
Meira