Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs
feykir.is
Skagafjörður
04.10.2015
kl. 22.14
Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey komu heim drekkhlaðnir verðlaunum frá umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar Ísland/Færeyjar sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 11.-13. september. Hið umfangsmikla verkefni sem klúbburinn stóð fyrir sl. ár, er félagar söfnuðu fyrir nýju speglunartæki á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki auk þess að bjóða upp á ristilskimun fyrir einstaklinga 55 ára ár hvert, hefur vakið verðskuldaða athygli.
Meira
