Skagafjörður

Kristinn Hugason nýr forstöðumaður

Sögusetur íslenska hestsins hefur ráðið Kristinn Hugason sem forstöðumann setursins. Kristinn er með M.Sc-próf í búfjárkynbótafræði og MA-próf í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu, hann er gerkunnugur innan íslenska hestaheimsins í gegnum störf sín, m.a. sem landsráðunautur BÍ í hrossarækt.
Meira

Sláturtíð komin á gott skrið

Mikið er um að vera hjá Kjötafurðastöð KS um þessar mundir en þrjár vikur eru liðnar af sláturtíð. Búið er að slátra 37 þúsund fjár en fyrstu tvær vikurnar var rúmlega 21.500 fjár slátrað.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Lengjubikarsins þrátt fyrir naumt tap í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Sláturhúsinu suður með sjó síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik en sá síðari var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Það voru heimamenn sem höfðu betur, 89–88, en þeir sátu þó eftir með sárt ennið því það voru lið FSu og Tindastóls sem komust í átta liða úrslit Lengjubikarsins úr B-riðli.
Meira

Hörður tekur sæti á Alþingi í fyrsta sinn

Blönduósingurinn Hörður Ríkharðsson tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í síðustu viku í forföllum Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
Meira

Reidmenn.com - nýr kennsluvefur í bígerð

Reidmenn.com er verkefni sem unnið er hörðum höndum að því að klára þessa dagana. Um er að ræða kennsluvef fyrir hestamenn sem hefur verið í vinnslu nú í töluvert langan tíma en nú líður að útgáfudegi.
Meira

Fundur um tollasamning á Hótel Borgarnesi

Bændur á Vesturlandi boða til fundar um nýgerðan samning við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur á Hótel Borgarnesi þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20:00. Á fundinn mæta Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra landbúnaðarmála og Erna Bjarnadóttir landbúnaðarhagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Meira

Hestar og menn í Laufskálarétt

Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem gjarnan er nefnd drottning stóðréttanna, fór fram í góðu veðri í gær. Gestir réttarinnar telja jafnan margfaldan hrossafjöldann, engin undantekning var þar á þetta árið og sem fyrr var gleðin við völd.
Meira

„Sóknarfærin eru víða en hver er vilji ríkisvaldsins?“

„Við sveitarfélögum blasir að rekstrarafkoman versnar, framlegð frá rekstri þeirra minnkar og fjárfestingargetan sömuleiðis. Ástandið kallar á auknar tekjur og enn frekari hagræðingu í rekstri að óbreyttu,“ sagði Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, í erindi sínu á Fjármálaráðstefna sveitarfélaga í Hótel Nordica fyrir helgi.
Meira

FNV í þriðja sæti í sínum flokki í Hjólað í skólann

Átakið „Hjólað í skólann“ var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í þriðja sæti í flokki 400-999 nemenda og starfsmanna. Alls 19 framhaldsskólar tóku þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014.
Meira

Samþjöppun í mjólkurframleiðslu

Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár.
Meira